Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 33
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Fólk Viðtal 33 „Þetta er ekki bara eitthvað 101-lið“ Svavar Knútur hefur verið settur á hálfgerðan stall sem alþýðu- hetja og stjórnmálamenn hafa rifið hann í sig síðustu daga, en sjálfur segir hann það rugl að láta mót- mælin snúast um hans persónu. „Í næstu mótmælum verð ég bara með puttana á tökkunum og að raða upp sviði. Þá hljómar önn- ur rödd úr samfélaginu og svo hljómar þriðja röddin úr samfé- laginu. Við ætlum að draga fram allar raddir samfélagsins og sýna þeim samstöðu. Þetta snýst um að sýna læknum, Vestfirðingum, fólki á Djúpavogi, skúringakonum úr stjórnarráðinu, kennurum og fleir- um samstöðu. Þetta er ekki bara eitthvað 101-lið. Fólkið í landinu er orðið dauðþreytt,“ segir Svavar Knútur sem er augljóslega búinn að fá sig fullsaddan af ástandinu í þjóðfélaginu. En mótmælin á mánudaginn voru bara byrjun- in, að hans sögn. Upphafið að ein- hvers konar byltingu fólksins. Allra þeirra sem eru búnir að fá nóg. „Svo vil ég bara bjóða þessa menn, sem tuða yfir pissu- og kúkabrandara, velkomna í hóp „góða fólksins“ sem þeir eru svo uppteknir að tala niður,“ segir Svav- ar Knútur, en með „góða fólkinu“ á hann við hugtak sem til dæmis sjálfstæðismennirnir Elliði Vignis- son og Tryggvi Herbertsson hafa notað yfir fólk sem telur sig hafa pólitíska rétthugsun að leiðarljósi. Elliði skrifaði einmitt um „góða fólkið“ á bloggsíðu sinni fyrir ekki svo löngu og sagði það leggja sína „óskeikulu mælistiku á hvað má og hvað má ekki“. „Kveiktu í mér, kveiktu í mér“ Svavar Knútur segir forsvarsmenn mótmælanna á mánudaginn vís- vitandi hafa lagt af stað í róleg- heitum. „Við fórum af stað með hógværar kröfur um kurteisi og auðmýkt af hálfu stjórnvalda. En af því þeim kröfum er svarað með þjósti, leiðindum og skætingi þá munu þessi mótmæli fara stig- vaxandi. Við höldum aftur af reiðinni, við höldum aftur af eyði- leggingunni, en við höldum líka á kyndlunum og getum látið þá falla. Falla í olíupollinn sem íslenskt samfélag er.“ Hann bendir á að stjórnvöld hafi sagt mótmælin óskýr. Hvorki væri á hreinu hverjir væru að mótmæla né hverju væri verið að mótmæla. En ástæðan fyrir því sé einföld. „Ef kröfurnar eru sagðar óskýrar, þá er það bara af því þær eru svo margar. Það er svo mikið að. Það eru komn- ar mörgþúsund kröfur inn á síðuna okkar og við erum að raða þeim upp eftir því hversu reitt fólk er. Svo leggjum við þær fram næsta mánu- dag. Við ætlum að gera þetta frið- samlega í samstarfi við lögregluna en það mun smátt og smátt verða ljóst hvað það er mikil eldhætta í þessu samfélagi. Það erum við sem erum að passa að það brenni ekki yfir. Ríkisstjórnin hoppar bara í pollinum og segir „kveiktu í mér, kveiktu í mér“.“ Kemur að því að Íslendingar missa stjórn á sér Þrátt fyrir að Svavar Knútur vilji síður vera reiður maður, þá segir hann reiði geta verið heilbrigða ef hún er uppbyggileg. „Ef fólk held- ur fókus og notar reiðina uppbyggi- lega þá getur hún verið góð. Það er það sem við erum að gera, við erum að reyna að skila reiði okkar mjög skilmerkilega til stjórnvalda. Þegar stjórnvöld taka hins vegar ekki fal- lega á móti þeim skilaboðum held- ur bara þusa yfir einhverjum einum kúkabrandara og búið, þá skapast sú áhætta að reiðin breytist í nei- kvæða reiði, eyðileggjandi reiði. Við viljum það ekki. En það mun koma að því að Íslendingar missa stjórn á sér,“ segir hann fullviss um að mótmælin muni færast í aukana með hverri vikunni sem líður. En til stendur að koma saman á hverj- um mánudegi, þangað til aðgerð- ir stjórnvalda bera þess merki að hlustað sé á almenning. „Ég sprengdi fyrsta kínverjann“ Kvisast hefur meðal manna að Svavar Knútur sé að taka við af Herði Torfasyni sem hinn mót- mælandi tónlistarmaður, en sjálf- ur þvertekur hann fyrir slíkt. Hann tekur þó skýrt fram að hann beri mikla virðingu fyrir kollega sínum og hans aðgerðum. „Ég er ekki að fara að verða táknmynd fyrir neitt. Ég elska Hörð Torfa og finnst hann frábær, en ég er ekki að fara að verða hann.“ Þá segist hann andsnúinn allri persónudýrkun og persónugerv- ingu hlutanna. „Ég tek mér fyrir- myndir í börnunum, eldra fólki og öllum sem lifa með kærleika í þessum heimi. En ég er samt dóna- kall,“ segir hann hlæjandi og held- ur áfram: „Ég á fjölskyldu sem ég þarf að sinna. Ég á tónlistarferil sem ég þarf að sinna og ég er svo sannarlega ekki að gera honum neinn greiða með því að vera ein- hver mótmælandi.“ En hann vill alls ekki blanda saman tónlistinni og mótmælunum og gætir þess að halda því tvennu aðskildu. Nú vill hann beina athyglinni að mótmæl- unum en á meðan situr tónlistin á hakanum. „Ég ætla bara að styðja við þetta átak. Ég sprengdi fyrsta kínverjann, en ætla svo bara að hjálpa til með rest.“ Hann ætlaði sér aldrei að verða talsmaður mótmælanna og var í raun meinilla við það. „Mér var meinilla við að fara upp á svið og vera reiður maður. Mér finnst miklu skemmtilegra að vera skemmtilegi gæinn og þess vegna sagði ég líka þennan kúka- brandara. Bara til að koma fólki til að hlæja í þessu alvarlega ástandi. Við verðum líka að geta hlegið saman þó að við séum reið.“ Þriðja barnið á leiðinni Þrátt fyrir að Svavar Knútur verði reiður af því að tala um ástandið í þjóðfélaginu og mótmælin, þá læt- ur hann þessa reiði ekki ná tökum á sér fyrir alvöru. Enda varla pláss fyrir reiðina í lífi hans á næstunni því hann á von á sínu þriðja barni eftir mánuð. „Ég hlakka alveg rosa- lega til. Ég er að gera þetta fyrir þau, fyrir börnin mín. „Hægt og ró- lega er verið að svipta fólk hlutum, lífsgæðum sem það hafði. Sem við höfum sem samfélag ákveðið að væru góð og fyrir okkur. Við höf- um sem samfélag ákveðið að við greiddum fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun saman. Þessi þjóð er sammála um fullt af grundvallar- gildum en ríkisstjórn er í óðaönn að ganga þvert á þau.“ Svavar Knútur og bræður hans voru aldir upp við mikla réttlætis- kennd og það hefur mótað hann mikið. „Þegar við sjáum brotið á fólki og þegar við sjáum grafið und- an réttlætinu þá verðum við reiðir. Svo er til fólk sem verður reitt í um- ferðinni ef einhver keyrir fram fyr- ir það, það er kjánaleg reiði. Þegar það er gengið á réttlæti fólks þá brýst hins vegar út heilbrigð reiði sem ber að taka mark á, þrátt fyrir alla kúkabrandara heimsins.“ Myndlíkingin kemur úr partíi á Flateyri En hvaðan kemur þessi myndlík- ing af gaurnum sem kúkaði á gólf- ið, er þetta saga úr raunveruleikan- um? „Hún kemur bara úr partíi á Flateyri,“ segir Svavar Knútur hlæj- andi og blaðamaður veit ekki al- veg hvort hann á að trúa honum. „Þetta er bara rokk-myndlíking. Maður hefur séð ýmislegt gerast,“ bætir hann við og heldur áfram: „Ég hef séð fólk koma illa fram ein- hvers staðar og svo gerir það bara illt verra.“ Hann segist þó langt í frá vera fullkominn sjálfur. „Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera einhver jólastrákur. Fyrir að vera manneskja sem segir aldrei nein ljót orð. Ég segi fullt af ljót- um orðum. Ég er góður kall, en ég er líka mjög hrjúfur. Ég er skil- getið afkvæmi Kolbeins kafteins og Bangsa bestaskinns. En Kolbeini kafteini þykir líka vænt um Tinna, honum þykir vænt um fólkið sitt. Hann er bara vondur út í bófa og ræningja.“ Aðspurður hvort hann telji að umræddur kúkabrandari hafi á einhvern hátt rýrt innihald ræðu hans á mótmælunum, segir hann það af og frá. „Þetta er svona hent- ugleikahneykslun. Ef að einn mað- ur á einum mótmælum segir kúka- brandara þá eyðileggur það ekki skoðanir fimm þúsund manns sem eru komnir til að mótmæla. Það er bara djók að tala svona.“ Lítið fyrir sviðsljósið Svavar Knútur er maður uppfullur af ást og væntumþykju og vill helst breiða út faðminn til sem flestra. Hann vill vera góður maður og vonar að hann sé einn slíkur. Það sé þó annarra að dæma um það. „Mér þykir ógeðslega vænt um fólk, jafnvel fólk sem ég er reiður út í. Fólk sem ég er mjög ósammála í pólitík þykir mér jafnvel bara vænt um. Mér þykir mikilvægt að það sé svoleiðis. Maður getur verið reiður út í fólk sem manni þykir vænt um, jafnvel fjölskylduna sína ef manni blöskrar.“ Þrátt fyrir að Svavar Knútur beri það kannski ekki með sér þá er hann frekar feimin týpa og vill helst halda sinni persónu fyrir utan sviðsljósið. Segist eiga frekar erfitt með það þegar athyglin beinist að honum. „Það er ástæða fyrir því að ég er trúbador, þá get ég bara spil- að með fólkinu mínu og haft það gott,“ segir Svavar Knútur hrein- skilinn. Hann lætur sig þó hafa það núna, að sviðsljósið beinist að honum, en bara í skamman tíma. Hann segist alls ekki vilja vera hrokafullur og vonar að orð hann hljómi ekki þannig. „Ég vil ekki stuða fólkið í landinu, ég vil frekar reyna að hjálpa því. Svo vil ég bara hverfa á braut, halda áfram að vera tónlistarmaður og gera gagn í sam- félaginu,“ segir hann að lokum. n Illa við reiði Svavar Knútur vill miklu frekar vera skemmti- legi gæinn en þessi reiði. MyndIr SIgtryggur ArI Á mótmælunum Svavar Knútur hlaut mikið lof fyrir ræðu sína á mótmælunum en hún fór þó fyrir brjóstið á einhverjum. „Ég er ekki með neitt umboð til að ráða neinu í þessu landi. Það er engin krafa á mig að vera kurteis. Sterkari en áður Unglingsárin voru Svavari erfið vegna eineltis en hann stendur uppi sterkari fyrir vikið.„Mér þykir ógeðs- lega vænt um fólk, jafnvel fólk sem ég er reiður út í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.