Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Side 44
Helgarblað 7.–10. nóvember 201444 Earl Sweatshirt sendir frá sér lagstúf n 76 sekúndur í samstarfi við Alchemist n Viðburðaríkur ferill ungrapparans R apparinn Earl Swetshirt sem vakti fyrst athygli með Odd Future-genginu sendi frá sér tíst í vikunni með laginu „45“ undir yfirskriftinni Alchemist/Swapman. Gárungar vilja meina að yfirskrift- in sé vísbending um að lagið hafi ver- ið pródúserað af Alchemist. En það hefur ekki verið staðfest. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem Alchemist ynni með Earl, en hann vann náið með Odd Future í upphafi ferils þeirra. Við tókum stuttlega saman feril Earls af tilefni nýju útgáfunnar. Ferill Earls Sweatshirt sem heitir réttu nafni Thebe Neruda Kgositsile, er afar litríkur þrátt fyrir unga ald- ur rapparans, en hann er fæddur árið 1994 og er því tvítugur. Foreldr- ar hans eru bandaríski lagaprófess- orinn Cheryl Harris og Keorapetse Kgositsile, suðurafrískt ljóðskáld og aktívisti sem yfirgaf fjölskylduna þegar Earl var aðeins sex ára. Earl hafði löngum búið til sitt eig- ið hip hop sem hann tók að hlaða inn á Myspace-síðu á unglingsárun- um. Hann var fljótlega uppgötvað- ur af öðrum ungrappara, Tyler the Creator, sem rakst á síðuna hans og gekk Earl fljótlega til liðs við „rapp- krú“ Tylers, Odd Future. Frægðarsól Earls reis hratt í kjölfarið og þótti stíll hans afar áhugaverður og hrár og þá ekki síst vegna ungs aldurs hans. Earl, sem var aðeins sextán ára, tók að ferðast um heiminn og kom fram með Odd Future ásamt því að vera hylltur opinberlega af mörgum af þekktustu röppurum heims. Móður Earls, þótti nóg um fram- ann og allt skemmtanalífið sem hon- um fylgdi. Hún tók því fram fyrir hendurnar á þá ólögráða drengnum og sendi hann í heimasvistaskóla fyr- ir drengi á hættubraut. Skólinn var á Samóa og þar var rapparinn undir ströngu eftirliti til átján ára aldurs. Árið 2011 sneri hann aftur til Bandaríkjanna með nýja texta í farteskinu þar á meðal við lagið Oldie sem hann gerði ásamt Odd Future. Árið 2012 var hann tilnefnd- ur til XXL-tónlistaverðlaunanna sem ungliði ársins á undan. Earl sneri aftur í ferðalag með Odd Future en kom einnig fram með öðrum þekktum listamönnum á borð við Action Bronson, Frank Oce- an og Flying Lotus. Með þeim síð- astnefnda gerði hann lagið Between Friends. Þá stofnaði hann sitt eigið útgáfu- fyrirtæki, Tan Cressida, sem rekið er undir verndarvæng Colombia-sam- steypunnar. Í nóvember 2012 kom út fyrsti „sóló singúll“ með Earl Sweatshirt síðan hann var sendur til Samóa. Lagið Chum var aðeins for- smekkurinn á því sem koma skyldi og í kjölfarið, árið 2013, kom út plat- an Doris, sem hann fylgdi eftir allt til ársloka. Á plötunni er einvalalið en þar koma meðal annars fram Tyler, The Creator, Frank Ocean, Mac Miller, The Neptunes, Pharrell Williams, The Alchemist, The Internet og RZA. Lítið hefur farið fyrir Earl á þessu ári utan tveggja laga sem hann sendi frá sér í einu í sumar, undir öðru sviðsnafni. Nýja lagið, 45, gefur því ákveðin fyrirheit um að rapparinn sé aftur kominn á skrið. n María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is A ðdáendur Skálmaldar hafa beðið í tvö löng ár eftir nýrri plötu þungarokksveitarinnar, sem loks kom út í lok síð- asta mánaðar. Það var ljóst að það yrði þrautin þyngri að fylgja eftir gríðarlegum vinsældum plötunn- ar Börn Loka sem kom út 2012 og frumburðarins Baldurs sem kom sveitinni á kortið með látum árið 2010. Á nýju plötunni Með vætt- um heldur Skálmöld velli í styrjöld á eilítið nýjum slóðum. Sveitin er að prófa ýmsa nýja hluti og sveigir eilítið út af alfaraleið án þess þó að gleyma sínum rótum. Ég hafði sjálfur beðið eftir plöt- unni með mikilli eftirvæntingu. Kannski voru þær væntingar upp- skrúfaðar því eftir að hafa hlust- að grimmt á plötuna verð ég því miður að segja að hárin sem áttu að rísa höfðu sig hæg. Mig grunar einnig að með þessari plötu muni reyna mjög á „main stream“-að- dáendur Skálmaldar sem hrifust með snilldinni en höfðu aldrei fílað þungarokk áður. Því hér finna þeir ekki þá holskeflu grípandi slagara sem límast á heilann og neita að víkja. Yfirburðalög plötunnar eru þar reyndar undantekningin. Á Með vættum er meiri metal- keyrsla, meiri harka, minna af kór- um og minna af dramatísku upp- brotsefni. Í einstaka lagi er unnið með annars konar texta/kveðskap- arstíl en áður og í hverju lagi er mikið sem þarf að segja enda sagan stór. Stundum yfirdrifið. Það þarf að segja svo margt að það kemur að mér finnst á stundum niður á flæði, melódíu og lagasmíðum. Fyrir vik- ið slitnar eilítið á milli lags og texta- flutnings sem áður hefur fallið sem flís við rass í fyrri verkum sveitar- innar. Ég get ímyndað mér að það verði mikil prófraun fyrir Björgvin Sigurðsson söngvara að flytja þessa plötu á tónleikum. Hugmynd (e. concept) plötunn- ar Með vættum er virkilega góð þar sem unnið er með íslensku land- vættina, höfuðáttirnar og árstíð- irnar en sagan um kvenhetjuna Þórunni Auðnu er bara ekki eins grípandi sterk og fyrri verk. Það er eins og það vanti eitthvað sem erfitt er að koma í orð. Þó platan innihaldi fleiri lög sem eru auðgleymanleg en Bald- ur og Börn Loka, þar sem nánast hvert einasta lag var ekki aðeins smellur heldur einnig ógnarsterkt stórvirki, þá er ekki þar með sagt að Með vættum sé einhver hráka- smíð. Laga- og textasmíðar eru epísk stórvirki að vanda og í algjör- um sérflokki. Það er bara eins og þeir hafi ekki ALVEG hitt. En þegar Skálmöld er ekki að hitta þá eru hún samt betri en flestir. Það er kannski ósanngjarnt en samt óumflýjanlegt að bera ný verk saman við klassísk eldri verk. Með vættum er öðru- vísi, búðu þig undir það. Þessi plata mun kannski gera einhverja mýkri popúlista fráhverfa sveitinni en að sama skapi herða þeirra hörðustu áhangendur. Ekki væri hægt að dæma þessa plötu án þess að minnast á og hrósa myndskreytingu umslags- ins og textabæklingsins sem hefur að geyma stórbrotnar myndir eftir Ásgeir Jón Ásgeirsson. Af þeim átta lögum sem plat- an inniheldur þá standa lögin Að hausti og Að vetri algjörlega upp úr fyrir minn part. Þessi tvö lög eru næg ástæða til að kaupa grip- inn. Heilt yfir er þetta stórgóð plata þar sem Skálmöld heldur velli. Þeir fengu mig ekki til að sprengja í bux- urnar með tilheyrandi gæsahúð og skaki en ættu þó ekki að valda aðdá- endum sínum neinum vonbrigðum. Ég man að ég þurfti smá tíma til að melta Börn Loka en síðan small allt saman með látum. Ég hef beðið eftir því augnabliki með þessa plötu en það lætur á sér standa. Kannski kemur það um leið og þessi dómur fer í prentun, þá skal ég glaður éta það ofan í mig. n Hárin sem áttu að rísa höfðu sig hæg Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Dómur Með vættum Flytjandi: Skálmöld Útgefandi: Napalm Records Nýtt íslenskt Systkinabörnin Tanya og Marlon Pollock gáfu frá sér nýtt lag, W.O.S og myndband af væntan- legri plötu í gær. Dúó- ið, sem hefur skap- að saman til tónlist frá því þau muna eftir sér, spila harða en lýríska elektróník. Þess má geta að myndbandið við lagið er frumraun Tönyu á sviði myndbandalistarinnar og ku hún hafa lært á kvikmyndaforrit á meðan hún klippti saman og eftir- vann myndbandið, sem verður að teljast nokkuð vel af sér vikið. Rebekka Sif gaf á dögunum út lagið Dusty Wind. Rebekka, sem er 22 ára söngkona og lagasmiður úr Garðabænum, hóf tónlistarferil sinn á árinu. Þá greip hún gítarinn og tók að spila sín eigin lög. Á aðeins nokkrum mánuðum hefur ýmislegt gerst og nú kemur hún fram með fullskipaðri hljómsveit; Helga Þorleikssyni á trommur, Sindra Snæ Thorlacius á bassa og Aroni Andra Magnússyni á gítar. Jóhanna V. Þórhallsdóttir gaf á dögunum út sína þriðju sóló- plötu Söngvar á alvörutímum. Á þessari plötu má finna frumsamin lög Jó- hönnu, við texta Þorvaldar Þor- steinssonar, Nínu Bjarkar Árna- dóttur og Guð- mundar Sigurðssonar, revíuskálds. Jóhanna er enginn nýgræðingur í tónlist. Hún söng meðal annars hið eftirminnilega Gestir útum allt með Hrekkju- svínum og Rúmbu í baði með Dia bolus in Musica. Hljómsveitin Lily Of The Valley sendi á dögunum frá sér sitt þriðja lag sem nefnist Holy Wa- ter. Áður hafa komið frá sveitinni lögin I'll be waiting og Back og hafa hljómað á öldum ljósvakans frá því í sumar. Samhliða sendi sveitin, sem skipuð er þeim: Mími, Loga og Tinnu, frá sér nýtt myndband og var vinnsla þess í höndum Harðar Ásbjörnssonar. Ferðaðist um heiminn Earl var aðeins sextán ára er hann tók að ferðast um heiminn með Odd Future

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.