Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 47
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Menning 47 L eikhópurinn 10 fingur er enginn nýgræðingur þegar kemur að barnasýningum. Hópurinn setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín árið 2012 og hlaut Grímuna fyrir. Nú hefur sami hópur sett upp sýninguna Lífið í Tjarnarbíói. Leikritið segir í raun afar einfalda sögu. Hún hefst á fæðingu tveggja vera, leik þeirra og átökum. Þannig notast hópurinn við áhrifa­ miklar skuggamyndir til þess að lýsa fæðingu veranna sem ýmist stækka ógurlega eða ganga saman í eina veru. Byrjun sýningarinnar er töfrum líkust og mátti heyra börnin taka and­ köf þegar verurnar urðu að risum, furðuverum og aftur að manneskjum. Leikmyndin er mold, sem verurn­ ar, leiknar af Sveini Ólafi Gunnars­ syni og Sólveigu Guðmundsdóttur, leika sér með á ýmsan hátt. Jafnvel umbúðirnar utan um moldina verða að risaeðlum og drekum. Að lokum bætist vatn við og úr verður bráð­ skemmtilegt drullumall. Sýningin ber vott um frumlega sköpunargleði hópsins og virkjar um leið ímyndunarafl barnanna sem í salnum sitja. Engin texti er í sýningunni fyrir utan í upphafi leik­ ritsins þar sem guðleg rödd heyrist á með­ an verurnar verða til. Styrkur sýningarinnar liggur einmitt í þessari nálgun, og er ekki síst mikilvæg í heimi þar sem afþreying er mat­ reidd ofan í börnin. Þegar sýningu lauk velti sessunautur minn, sem er sex ára gamall, lengi vel fyrir sér hvaða verur þetta væru og hvenær þær voru uppi. Hann var þess fullviss að þarna færu hellisbú­ ar. Charlotte Böving leikstýrir sýn­ ingunni en Helga Arnalds er list­ rænn stjórnandi. Magga Stína sér svo um tónlistina. n Ímyndunaraflið virkjað með drullumalli Leikhópurinn 10 fingur sýnir leikverkið Lífið Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Lífið Leikstjórn: Charlotte Böving Hönnun: Helga Arnalds Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Tónlist: Margrét Kristín Blöndal. Sýnt í Tjarnarbíói 10 fingur Lífið er töfrum líkast, segir gagnrýnandi. List og landakort Laugardaginn 8. nóvember opn­ ar myndlistarkonan Bryndis Kondrup sýninguna Af Jörðu – De Terrae í Ketil­ húsinu á Akur­ eyri. „Þessi sýning sam­ anstendur af málverkum og öðrum hlutum: skóm sem ég er búin að klæða með landakort­ um, tveimur vídeóverkum og röntgenmyndum sem ég er búin að vinna í. Það má merkja í mál­ verkunum bæði fólk sem rennur inn í landslag og í röntgenmynd­ unum fer það hina leiðina,“ segir Bryndís. „Kannski snýst sýningin svolítið um það, ferðalag okkar á jörðinni – bókstaflega! – að við séum dauðleg og rennum saman við náttúruna sem er vísað til í landakortunum.“ Sýningin verð­ ur opin þriðjudaga til sunnudaga til 7. desember. Skotárás í Kringlunni Það má segja að kringlurnar í Bangkok hafi veitt mér mikinn innblástur,“ segir Bjarni Klem­ enz um nýútgefna skáldsögu, Já, en hana skrifaði Bjarni á heims­ reisu sinni um Asíu. „Það snýst allt um peninga alls staðar, en þarna er það sýnilegra – ne­ on­skiltin, vöru­ merkin, neyslu­ æðið – allt snýst um peninga.“ Já fjallar um þrjá vini og gjörn­ ing þeirra í Kringlunni sem ætl­ að er að tjá háleitar hugmynd­ ir þeirra um ástand mannkyns. Einn úr hópnum hefur önnur áform og áður en yfir lýkur verð­ ur dagurinn sá myrkasti í sögu þjóðarinnar. Bjarni lýsir bókinni sem grimmri samtímasögu, þar sem mörkin á milli geðveiki og ástar eru skoðuð, sem og reiðin gegn kapítalismanum og neyslu­ æðinu sem umlykur okkur. Bjarni hyggst fagna útgáfu bókarinnar í bókakaffihúsinu Iðu Zimsen með vinum og velunnur­ um næstkomandi laugardag klukkan 18.00. Tónlistarmaður­ inn El Odderiño mun taka nokkra slagara ásamt því sem Bjarni mun segja frá ævintýralegum til­ drögum bókarinnar. Léttar veigar verða í boði. Bjarni Klemenz hefur áður skrifað eina skáldsögu sem kom út hjá höfundaforlaginu Nýhil. H eimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg var frumsýnd í Bíó Para­ dís á fimmtudag. Myndin hlaut fyrstu verðlaun á heimildamyndahátíðinni Skjald­ borg og er fyrsta íslenska myndin til að hljóta verðlaun á norrænu stutt­ og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama. Myndin, sem er framleidd af Skarkala, fjallar um móður Yrsu, veflistakonuna Salóme Fannberg. „Hún er sex barna móðir sem gaf upp listina til að sinna börnunum sínum í Svíþjóð, svo þegar hún flutti aftur til Íslands byrjaði hún aftur að sinna henni. Það er erfitt fyrir mig sem dóttur að lýsa móður minni. Hún er flókin persóna sem er kannski frekar einföld þegar þú kemst inn að bein­ inu hjá henni. Frekar töff út á við, en frekar mjúk inn á við. Stundum finnt mér eins og ég þekki hana mjög vel en stundum kemur hún mér á óvart,“ útskýrir Yrsa Roca. En af hverju vildi hún gera mynd um móður sína? „Að vissu leyti var ég kannski hrædd um bara að það yrði of seint, að mamma mín myndi bara deyja eða eitthvað. Þegar ég var að hjálpa henni að pakka þegar hún var að flytja til Íslands 2007 þá sá ég svo mikið af hlutum sem hún hafði gert og þá rann upp fyrir mér að hún væri listamaður. Þá rann það líka upp fyr­ ir mér að ég væri að feta í sömu spor þó að ég hefði aldrei hugsað mér það og hefði aldrei viðurkennt áður,“ en Yrsa er sjálf myndlistarkona og hef­ ur stundað nám í myndlist og heim­ ildamyndagerð. „Upphaflega ætlaði ég að fjalla um listina og ævi hennar. En mamma mín er ekkert mjög gjörn á að svara spurningum og henni fannst ég ekki hafa undirbúið mig nógu vel.“ Myndin fór því á annan veg en Yrsa ætlaði, frekar en að vera hlutlæg mynd af listakonunni Salóme Fann­ berg tók verkið eigin stefnu og má segja að lokaafurðin fjalli fyrst og fremst um tvær manneskjur, móður og dóttur, og áhrifin sem kvikmynda­ tökuvélin hefur á samskipti þeirra. „Ég ætlaði ekkert að vera nær­ verandi í myndinni, alls ekki að tala í fyrstu persónu – sem er náttúrlega bara fáránlegt. Það voru margir sem bentu á að ég gæti ekkert falið mig. Þú ert „subjekt“ líka. Þegar ég var að klippa þá fannst mér mjög mikilvægt að það væri ekki verið að blekkja. Við vildum alls ekki að klippa saman einhverja frasa eins og oft er gert í heimildamyndum.“ Myndin hefst á samtali þar sem Yrsa reynir að fá Salóme til að segja eitthvað um veikindi sín, en hún er með minnissjúkdóm sem nefn­ ist æðarglöp. Móðirin vill hins vegar ekki mála sig upp sem aumingja. Dóttirin sér móður sína líkt og heim­ ildamyndagerðarmaður sem horf­ ir á viðfang sitt, og móðirin er með­ vituð um mögulegan áhorfanda í kvikmyndatökuvélinni. „Með því að myndavél sé á staðnum breyt­ ast hlutirnir. Hún er kannski miklu opnari gagnvart mér þegar mynda­ vélin er ekki þarna. Þarna er ég í rauninni mjög ómórölsk og er tilbúin að tala um hvað sem, en það er hún sem stendur upp fyrir sjálfa sig. Eins og móðir sem verður einhvern veg­ inn að ala mig upp, útskýra hvað er rétt og rangt. Og sem betur fer, þegar maður horfir á þetta eftir á, er hún al­ veg með þetta á hreinu. Ég sé að ég hefði alveg verið til í að selja skratt­ anum ömmu mína í tökunum.“ Þannig eru í forgrunni spurningar um siðferði heimildamyndagerðar, og hvað felst í kvikmyndalist og sköp­ un almennt: „Þetta var eitthvað sem kom mjög fljótt með efninu, hversu mikið þetta fjallar bara um að skapa. Foreldrar eru náttúrlega alltaf stolt­ ir af börnunum sínum en einhvern veginn er hún líka að setja út á þetta, og henni finnst ég vera ómórölsk í minni list. En svo er hún ánægð með þetta í dag þó að hún viðurkenni það kannski ekki opinberlega.“ n Móðir, dóttir og kvikmyndatökuvél Yrsa Roca Fannberg frumsýnir heimildamynd um móður sína, Salóme Mynd um móður Í upphafi átti myndin að fjalla um list og ævi móður Yrsu en verkið tók eigin stefnu. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.