Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Page 48
48 Menning Sjónvarp Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport J eff Daniels, sem fer með að- alhlutverk í þáttum Aarons Sorkin, The Newsroom, hefur ábendingar til þeirra leikara sem koma til með að taka að sér hlutverk í þáttum Aarons í framtíð- inni. „Þú verður að þekkja öll sam- tölin og vita nákvæmlega hvernig þú ætlar að fara með þau. Það er svo mikill hraði á öllu í kringum hann að ef þú ert ekki algjörlega með á nótunum þá springur á þér hausinn.“ Þannig lýsir Daniels því hvernig sé að vinna með Sorkin. Olivia Munn, sem fer með ann- að burðarhlutverk í þáttunum, hefur einnig tjáð sig um Sorkin, en hún vill meina að hann virðist ógn- vænlegri en hann er í raun. Hún segist hafa rætt mikið við hann um sína persónu í þáttunum og að hún hafi þróast í þessum samtölum. Hún hafi til að mynda misst það út úr sér að hún kynni nokkur orð í japönsku og þá hafi Sorkin skrif- að það inn í handritið. „Aaron er í raun mjög vingjarnlegur og það er gott að tala við hann. Ég ráðlegg leikurunum að vera ekki hræddir við að spyrja hann margra spurn- inga.“ n ritstjorn@dv.is Skiptar skoðanir á samstarfi við hann Erfiður Aaron Sorkin Föstudagur 7. nóvember Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 15.40 Ástareldur e (Sturm der Liebe) 16.30 Ástareldur e (Sturm der Liebe) 17.20 Kúlugúbbarnir (16:18) 17.43 Nína Pataló (5:39) 17.51 Sanjay og Craig (11:20) 18.15 Táknmálsfréttir (68) 18.25 Andri á Færeyjarflandri 888 e (1:6) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Hraðfréttir 888 (7) Fréttastofa Hraðfrétta hefur öðlast sjálfstæði og fá þeir Benedikt og Fannar góða gesti í lið með sér við að kryfja málefni liðinnar fréttaviku inn að beini. Dag- skrárgerð: Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. 20.00 Óskalagið 1964 - 1973 (3:7) Niðurstaða símakosn- ingar um hvaða lag af þeim fimm óskalögum sem flutt voru í Óskalög þjóðarinnar síðasta laugardag, varð hlutskarpast. Kosningin stendur yfir frá laugardegi til miðnættis á fimmtu- dag. Umsjón. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Ólafsson. 20.10 Útsvar (Borgarbyggð - Skagaströnd) Bein útsending frá spurninga- keppni sveitarfélaga. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson. Spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson. 21.15 Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal 8,8 (The Lord of the Rings: The Two Towers) Stórbrotið æv- intýri JRR Tolkien sem vann til tveggja Óskarsverðlauna. Fróði og Sámur nálgast Mordor og átökin milli góðs og ills stigmagnast á leiðinni. Aðalhlutverk: Elijah Wood, Ian McKellen og Viggo Mortensen. Leikstjóri: Peter Jackson. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.10 Banks yfirfulltrúi – Skíthæll e (DCI Banks) Bresk sakamálamynd. Alan Banks lögreglufull- trúi rannsakar dularfullt sakamál. Meðal leikenda eru Stephen Tompkinson, Lorraine Burroughs, Samuel Roukin og Colin Tierney. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 UEFA Europa League 08:40 UEFA Europa League 12:00 NBA (Chicago - Cleveland) 14:00 UEFA Champions League (Malmö - Atletico Madrid) 15:40 Spænski boltinn 14/15 (Real Sociedad - Malaga) 17:20 Spænsku mörkin 14/15 17:50 UEFA Europa League (Everton - Lille) 19:30 Meistaradeild Evrópu 20:00 La Liga Report 20:30 Evrópudeildarmörkin 21:20 UEFA Europa League 23:00 UFC Now 2014 23:50 UEFA Champions League (Bayern Munchen - Roma) 11:35 Premier League (Man. City - Man. Utd.) 13:15 Premier League (Stoke - West Ham) 14:55 Messan 16:10 Undankeppni EM 2016 (England - San Marínó) 17:50 Premier League (Hull - Southampton) 19:30 Premier League World 20:00 Match Pack 20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:00 Messan 21:40 Premier League (Everton - Swansea) 23:20 Premier League (Aston Villa - Tottenham) 01:00 Messan 12:00 The Big Wedding 13:30 Life 15:20 Arbitrage 17:05 The Big Wedding 18:35 Life 20:25 Arbitrage 22:10 Hansel & Gretel: Witch Hunter 23:40 J. Edgar 01:55 Brubaker 04:05 Hansel & Gretel: Witch Hunter 19:00 Raising Hope (14:22) 19:20 The Carrie Diaries 20:30 X-factor UK (22:34) 21:15 Grimm (17:22) 22:00 Constantine (2:13) 22:45 Ground Floor (5:10) 23:55 The Carrie Diaries 01:05 X-factor UK (22:34) 01:50 Grimm (17:22) 02:35 Constantine (2:13) 18:05 Strákarnir 18:35 Friends (11:25) 19:00 Arrested Development 3 (6:13) 19:25 Modern Family (3:24) 19:50 Two and a Half Men (1:22) 20:15 Réttur (6:6) 21:00 The Mentalist (13:22) 21:40 A Touch of Frost. 23:25 It's Always Sunny in Philadelphia (12:13) 23:50 Life's Too Short (6:7) 00:20 Fringe (6:22) 01:05 Réttur (6:6) 01:50 The Mentalist (13:22) 02:35 A Touch of Frost. 04:15 It's Always Sunny in Philadelphia (12:13) 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Wonder Years (11:23) 08:30 Drop Dead Diva (10:13) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (78:175) 10:15 Last Man Standing (3:18) 10:40 White Collar (5:16) 11:25 Heimsókn 11:45 Junior Masterchef Australia (4:22) 12:35 Nágrannar 13:00 Main Street 16:05 Young Justice 16:25 New Girl (14:25) 16:50 Bold and the Beautiful 17:12 Nágrannar 17:37 Simpson -fjölskyldan (17:22) 18:03 Töfrahetjurnar (7:10) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Simpson -fjölskyldan (5:22) 19:45 Logi (7:30) 20:30 NCIS: Los Angeles (23:24) 21:15 Louie (5:14) 21:40 Redemption 6,2 Dramat- ískur spennutryllir frá 2013 með Jason Statham í aðalhlutverki. Myndin gerist í undirheimum Lundúna- borgar og fjallar um fyrrum sérsveitarmanninn Joey sem reynir að komast hjá herrétti og endar sem heimilislaus á götum borgarinnar. Hann á að baki hroðalega reynslu frá dvöl sinni í Afganistan. 23:20 Do No Harm (1:1) Magnaðir spennuþættir um bráð- snjallan taugalækni sem er ekki allur sem hann er séður. Hann þarf að berjast við innri djöfla til að geta lifað eðlilegu lífi en það er allt annað en auðvelt. 00:50 The Debt 6,9 Spennutryllir af bestu gerð sem hefst árið 1997, tveir fyrrum fulltrúar hjá Mossad, ísraelsku leyni- þjónustunni, sem komnir eru á eftirlaun fá óvæntar og átakanlegar fréttir af fyrrum félaga þeirra. Allar líkur eru á að verkefni sem þau unnu öll að árið 1966 tengist þeim atburði. Spennan vex og við fylgjumst með framvindu mála á tveimur tímabilum í sögunni. Með aðalhlut- verk fara Helen Mirren, Sam Worthington og Tom Wilkinson. 02:40 Blue Valentine 7,4 Afar óvenjuleg en rómantísk mynd með Ryan Gosling og Michelle Williams. 04:30 Logi (7:30) 05:20 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (17:25) 08:20 Dr.Phil 09:00 The Talk 09:40 Pepsi MAX tónlist 14:40 Friday Night Lights (13:13) 15:30 Survivor (5:15) 16:15 Growing Up Fisher (8:13) 16:40 Minute To Win It Ísland (8:10) 17:40 Dr.Phil 18:20 The Talk 19:00 The Biggest Loser (16:27) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. Í þessari þáttaröð einbeita þjálfarar sér hins vegar ekki einungis að keppendum, heldur heilu og hálfu bæjarfélögum sem keppendur koma frá. Nú skuli fleiri fá að vera með! 19:45 The Biggest Loser (17:27) 20:30 The Voice (12:26) Bandarískur raunveruleika- þáttur þar sem leitað er hæfileikaríku tónlistarfólki. Í þessari þáttaröð verða Gwen Stefani og Pharrell Williams með þeim Adam Levine og Blake Shelton í dómarasætunum. 22:00 The Tonight Show 22:45 Law & Order: SVU (12:24) 23:30 Fargo 9,1 (6:10) Fargo eru bandarískir sjónvarpsþættir sem eru skrifaðir af Noah Hawlay og eru undir áhrifum samnefndrar kvikmyndar Coen bræðra frá árinu 1996 en þeir eru jafnframt fram- leiðendur þáttanna. Þetta er svört kómedía eins og þær gerast bestar og fjallar um einfarann Lorne Malvo (Billy Bob Thornton) sem kemur í lítinn bæ og hefur áhrif á alla bæjarbúa með illkvittni sinni og ofbeldi, þar á meðal tryggingasölu- manninn Lester Nygaard (Martin Freeman) sem finn- ur sig fljótlega í aðstæðum sem hann ræður ekki við. Á meðan reyna aðstoðarlög- reglustjórinn Molly (Allison Tolman) og lögreglumað- urinn Gus (Colin Hanks) að leysa fjölda morðmála sem þau telja að Lorne og Lester tengjast með einum eða öðrum hætti. Malvo framkvæmir snilldaráætlun sína en Lester reynir að setja upp sína eigin. Gus og Molly hittast í Duluth. 00:20 Hannibal 8,6 (6:13) 01:05 The Tonight Show 01:55 The Tonight Show 02:45 Pepsi MAX tónlist dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið H eimsmeistaraeinvígið í skák hefst föstu- daginn 7. nóvember. Þá mun norska ungstirnið Magnús Carlsen freista þess að verja heimsmeistara- titilinn sem hann tryggði sér í borginni Chennai á Indlandi fyr- ir ári síðan. Þá hrifsaði hann tit- ilinn úr höndum Anands á hans eigin heimavelli. Einvígið varð aðeins tíu skákir þar sem Carl- sen var kominn í forskotið 6.5- 3.5. og dugar það þar sem lagt er upp með að einvígið sé tólf skák- ir. Mikið hefur verið rætt og rit- að um einvígið í Chennai á síð- asta ári. Mikill aldursmunur er á köppunum; Anand gæti verið faðir Carlsens. Aldursmunurinn og of mikil pressa á Anand í síð- asta einvígi kunna að hafa gert það að verkum að Carlsen hafði ákveðinn meðbyr. En nú kann öldin að vera önnur. Kannski var það ákveðinn léttir fyrir An- and að tapa krúnunni. Hann komst í annað einvígi gegn Carl- sen með því að vinna áskorenda- mótið og kemur inn í einvígið á öðrum forsendum en síðast. Ein- vígið nú fer fram í Socchi í Rúss- landi hvar vetrar ólympíuleik- arnir voru haldnir. Lengi vel var ekki ljóst hvort að Carlsen myndi skrifa undir skilmála einvígisins. Margt var á huldu í aðdragand- anum og ástandið þar eystra að mörgu leyti ótryggt. Fór að lok- um þannig að Carlsen skrifaði undir og sættir sig þar með við ýmislegt eins og það að vita ekki nákvæmlega hvaðan verðlaunafé einvígisins er komið. Einvígið er á nokkrum veðmálasíðum og má sjá stuðla á eins og 1.25 á Carlsen og 6 á Anand! Það má með sanni segja að menn hafa því litla trú á Anand og telja jafnvel að Carlsen valti yfir hann. Það telur Skák- landið af og frá: Anand mun slá frá sér og það af krafti. n Carlsen - Anand! Höfundur Newsroom Munn og Daniels sjá Sorkin í mismunandi ljósi. MYND REUTERS Sneisafull af stjörnum E in af jólamyndunum í ár er ævintýramyndin Into the Woods. Myndin fjallar um norn sem ætlar sér að veita nokkrum þekktum persónum úr barnabókmenntunum ærlega ráðningu. Á meðal þekktra karakt- era sem koma fram í myndinni eru Rauðhetta, Öskubuska og Jói sem jafnan er kenndur við baunagrasið. Nornin er leikin af engri annarri en stórleikkonunni Meryl Streep en myndin skartar hverri stór- stjörnunni á fætur annarri. Í hlut- verki stóra vonda úlfsins er sjálfur Johnny Depp, Öskubuska er leikin af Önnu Kendrick, sem lék með- al annars Becu í Pitch Perfect og Jessicu í The Twilight Saga. Það er Chris Pine úr Star Trek sem túlkar prins Öskubusku en Christine Bar- anski úr The Good Wife, leikur vondu stjúpuna. Í myndinni má einnig sjá bregða fyrir bresku leikkonunum Emily Blunt og Lucy Punch, Mackenzie Mauzy, sem eflaust einhverj- ir þekkja sem Phoebe Forrester úr Bold and the Beautiful, Frances de la Tour, sem leikur risann, og Lilla Crawford, sem leikur Rauðhettu, en Crawford fór með aðalhlutverk- ið í söngleiknum Annie á Broadway árið 2014. Into the Woods verður frumsýnd á jóladag í Bretlandi. n indiana@dv.is Ævintýramyndin Into the Woods frumsýnd um jólin Nornin Meryl Streep leikur vondu nornina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.