Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 7.–10. nóvember 2014
Aftur til fortíðar
– bara ekki minnar eigin
É
g varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi fyrir um hálfum mánuði
að geta skotist aftur til fortíð-
ar. Einn var þó galli á þeirri
gjöf Njarðar að sú fortíð var
ekki mín. Þegar ég árið 1972, eða
þar um bil, þá ungur sveitadrengur,
sá í svarthvítu 20 tomma Tandberg-
sjónvarpi kvikmyndina A Hard
Day's Night, með hljómsveitina
The Beatles í aðalhlutverkum, varð
vendipunktur í tilveru minni. Bítl-
arnir; Jón, Páll, Georg og Hringur,
eins og þeir gjarna voru kallaðir í
denn, urðu átrúnaðargoð mín.
Þegar þarna var komið sögu
hafði The Beatles runnið sitt skeið,
en tónlistin opinberaði mér veröld
sem hafði að mestu einkennst
af tónlist þeirri sem Ríkisútvarp-
ið, með sína einu rás landsins,
sendi út og ómaði í eldhúsinu úr
Kurér-viðtæki þegar svo bar undir.
Endrum og sinnum gátum við
systkinin hlustað á Kanaútvarpið,
en fóstri var þá oftar en ekki fljótur
til og sagði okkur að „lækka í þessu
gargani“.
Tími Bítlanna
En hvað sem því líður þá tók við
tími Bítlanna hjá mér; til að byrja
með bárust mér í hendur ein og
ein LP-plata eða kassetta, sem þá
var helsta byltingin, með hljóm-
sveitinni. Í kaupfélaginu í Borgar-
nesi gat ég stundum keypt þýsk
tímarit; Bravo lifir í minningunni.
Allar greinar þar sem fjórmenning-
ana frá Liverpool bar á góma voru
klipptar út og þeim haldið til haga.
En aldrei sá ég The Beatles á
sviði og barmaði mér á stund-
um fyrir að hafa fæðst áratug of
seint. Seinna meir, með tilkomu
internetsins, gafst mér tækifæri til
að sjá þessi goð bernsku minnar
flytja ódauðleg lög sín á sviði og sjá
þá breytast með tíðaranda sem þeir
iðulega höfðu meiri áhrif á en sam-
tíðarmenn þeirra.
Fyrir um hálfum mánuði sá ég
loksins The Beatles, reyndar The
Bootleg Beatles en um var að ræða
ljúfa sárabót fyrir aðdáanda sem
kominn er yfir miðjan aldur. Ásamt
syni mínum, sem fékk áhuga á The
Beatles í gegnum pápa sinn, skund-
aði ég í Háskólabíó til móts við for-
tíð sem ekki var mín. Við fengum
sæti á aftasta bekk og ég tvinnaði
saman nokkur góð blótsyrði sem
mér höfðu verið töm á tungu er ég
stundaði farmennsku. Ástæða þess
var sú að mér er farið að förlast sýn
og þrátt fyrir að vera með gleraugu
þá ber ég vart kennsl á fólk sem
kastar á mig kveðju hinum megin
götunnar. Mér fannst súrt í brotið
að fá ekki að sjá „Bítlana“ greini-
lega. Þegar leið á sýninguna kom
reyndar í ljós að þessi sjóndepurð
reyndist mikil blessun.
Slæm sjón til bóta
Allar götur frá fyrsta lagi var ljóst
að meðlimir The Bootleg Beatles
höfðu kynnt sér til hlítar sviðs-
framkomu fjórmenninganna frá
Liverpool, líkamshreyfingar, takta
og talsmáta. Jafnvel „Ringo“, sem
annars lítið bar á, klikkaði ekki
á neinu því sem einkenndi fyrir-
myndina.
Áreynslulítið renndi hljóm-
sveitin gegnum hvert lagið á fætur
öðru en tók sér hlé öðru hvoru til
að uppfæra klæðaburð í anda hvers
tímabils.
Þessi för mín aftur til fortíðar,
sem ég átti aldrei, varð hin besta
skemmtun og þegar upp var stað-
ið kom í ljós kostur þess að hafa
ekki endurnýjað gleraugun. Af
aftasta bekk var engu líkara en ég
væri í reynd að berja átrúnaðar-
goð mín forðum augum, því með
góðum vilja var hægt að líta,
eða hlusta, framhjá því að
þó nokkur blæbrigða-
munur var á röddum
The Bootleg Beatles
og The Beatles. Ef
ég vildi fullkomna
blekkinguna þurfti
ég bara að loka
hægra auga mínu og
þá sá ég bara þoku-
kenndar verur sem
hreyfðust á sviðinu. n
„… en fóstri var
þá oftar en ekki
fljótur til og sagði okkur
að „lækka í þessu
gargani“.
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
L
eikkonan Rose McGowan hef-
ur lýst því yfir að henni finn-
ist samkynhneigðir menn
meiri kvenhatarar en gagn-
kynhneigðir menn. Þetta kemur til
vegna sniðgöngu homma gagnvart
Dorchester-hótelinu í Beverly Hills
vegna laga sem eigandinn, sold-
áninn af Brunei, setti í heimalandi
sínu. Lögin kveða á um að grýta eigi
homma til dauða. Rose finnst að
þeir eigi einnig að fordæma skort á
kvenréttindum í Arabalöndum, þó
Brunei sé í Suðaustur-Asíu. Í fyrstu
stóð hún með þeim í aðgerðunum
en dró í land síðar.
„Eigum við að ræða það að ég
hef engan homma séð berjast fyrir
réttindum kvenna?“ spurði hún. Hún
sagði svo að hún hefði ekki orðið vör
við nokkurn samkynhneigðan for-
dæma það að löggjöf um jöfn laun
kynjanna hafi ekki farið í gegn á
bandaríska þinginu. „Hommar hafa í
raun bara barist fyrir því að fá að taka
þátt í skrúðgöngum í appelsínugulri
sundskýlu og taka MDMA.“ n
helgadis@dv.is
Vill að þeir berjist meira fyrir réttindum kvenna
McGowan segir homma hata konur
Sunnudagur 9. nóvember
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (7:26)
07.04 Kalli og Lóla (25:26)
07.15 Tillý og vinir (35:52)
07.26 Kioka (52:52)
07.33 Pósturinn Páll (11:13)
07.48 Ólivía (37:52)
07.59 Vinabær Danna tígurs
08.10 Kúlugúbbarnir (10:26)
08.34 Tré-Fú Tom (1:13)
08.56 Um hvað snýst þetta
allt? (40:52)
09.00 Disneystundin (44:52)
09.01 Finnbogi og Felix (1:10)
09.24 Sígildar teiknimyndir
09.30 Herkúles (1:10)
09.53 Millý spyr (65:78)
10.00 Chaplin (13:50)
10.06 Undraveröld Gúnda
10.20 Fisk í dag e (4:8)
10.30 Óskalög þjóðarinnar e
(4:8) (1974-1983)
11.25 Hraðfréttir e
11.45 Djöflaeyjan 888 e (6:27)
12.15 Studíó A 888 e (1:6)
13.00 Forkeppni EM landsliða
í Badminton (Ísland-Tyrk-
land)
15.00 Tolkien: Skapari
undraheima e (JRR
Tolkien: Designer of
Worlds)
16.00 Malala - Skotin vegna
skólagöngu e (Malala -
shot for Going to School)
16.30 Best í Brooklyn e (1:22)
(Brooklyn Nine-Nine)
16.50 Saga af strák e (1:13)
(About a Boy)
17.10 Táknmálsfréttir (70)
17.20 Stella og Steinn (20:42)
17.32 Sebbi (5:40)
17.44 Ævintýri Berta og Árna
17.49 Hrúturinn Hreinn (4:10)
17.56 Skrípin (26:52)
18.00 Stundin okkar 888 (6:28)
18.25 Basl er búskapur (3:10)
(Bonderøven)
19.00 Fréttir
19.20 Íþróttir
19.35 Veðurfréttir
19.40 Landinn 888 (9)
20.10 Óskalögin 1974 - 1983
(1:5) (Fjöllin hafa vakað)
20.15 Orðbragð (2:6) Skemmti-
þáttur um tungumálið á
reiprennandi íslensku. Við
höldum áfram að uppgötva
nýjar hliðar á íslenskunni,
þessu sérviskulega og
kröftuga máli.
20.50 Downton Abbey 8,8 (4:8)
Breskur myndaflokkur
sem gerist upp úr fyrri
heimsstyrjöld og segir frá
Crawley-fjölskyldunni og
þjónustufólki hennar.
21.40 Bardaginn við Rauða-
klett (Chi Bi - Red Cliff)
Ævintýralegt meistarverk
leikstjórans Johns Woo
frá 2008. Sögusviðið er
Kína á árunum 220-280
e.Kr. á stríðstímum.
Margverðlaunuð mynd
fyrir tæknivinnslu og besta
erlenda mynd á mörgum
kvikmyndahátíðum. Að-
alhlutverk: Tony Chiu Wai
Leung, Takeshi Kaneshiro
og Fengyi Zhang. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi
ungra barna.
00.05 Afturgöngurnar e (6:8)
(Les revenants) Dulmagn-
aðir spennuþættir. Atriði í
þáttunum eru ekki við hæfi
barna.
01.00 Útvarpsfréttir
09:40 UEFA Champions League
11:20 UEFA Champions League
13:00 Moto GP (Moto GP - Valencia)
14:10 NBA
15:00 Þýsku mörkin
15:30 Formula 1 2014
18:30 Meistaradeildin
19:20 Meistaradeild Evrópu
19:50 Spænski boltinn 14/15
21:50 Moto GP
22:50 Spænski boltinn 14/15
00:30 Spænski boltinn 14/15
08:20 Premier League
10:00 Premier League
11:40 Premier League
13:20 Premier League
(Sunderland - Everton)
15:50 Premier League
(Swansea - Arsenal)
18:00 Premier League
(Tottenham - Stoke)
19:40 Premier League
(WBA - Newcastle)
21:20 Premier League
(Sunderland - Everton)
23:00 Premier League
(Swansea - Arsenal)
08:30 Happy Gilmore
10:00 James Dean
11:35 Bowfinger
13:10 Pay It Forward
15:10 Happy Gilmore
16:45 James Dean
18:20 Bowfinger
19:55 Pay It Forward
22:00 Tower Heist
23:45 Game of Death
01:20 Rampart
03:05 Tower Heist
16:00 The Carrie Diaries
16:45 World Strictest
Parents (6:6)
17:45 Friends With Benefits (12:13)
18:10 Are You There,
Chelsea? (1:12)
18:35 Last Man Standing (14:18)
19:00 Man vs. Wild (5:13)
19:45 Bob's Burgers (17:23)
20:10 American Dad (6:20)
20:35 The Cleveland Show (19:22)
21:00 Allen Gregory (2:7)
21:25 The League (11:13)
21:50 Almost Human (11:13)
22:35 Mind Games (3:13)
23:20 Graceland (10:13)
00:00 The Vampire Diaries (17:23)
00:40 Man vs. Wild (5:13)
01:25 Bob's Burgers (17:23)
01:50 American Dad (6:20)
02:15 The Cleveland Show (19:22)
02:40 Allen Gregory (2:7)
03:05 The League (11:13)
03:30 Almost Human (11:13)
17:20 Strákarnir
17:45 Friends (13:24)
18:10 Arrested Development
3 (8:13)
18:35 Modern Family (5:24)
19:00 Two and a Half Men (3:22)
19:25 Viltu vinna milljón? (7:19)
20:15 Suits (9:12)
21:00 The Mentalist (15:22)
21:40 The Tunnel (4:10)
22:30 Sisters (2:24)
23:15 Hunted
00:15 Viltu vinna milljón? (7:19)
00:40 Suits (9:12)
01:25 The Mentalist (15:22)
02:10 The Tunnel (4:10)
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Könnuðurinn Dóra
07:50 Latibær
08:00 Algjör Sveppi
08:05 Ævintýraferðin
08:15 Elías
08:25 Doddi litli og Eyrnastór
08:35 Ben 10
09:00 Grallararnir
09:20 Lukku láki
09:45 Villingarnir
10:10 Kalli kanína og félagar
10:20 Ozzy & Drix
10:40 Tommi og Jenni
11:00 Scooby-Doo!
11:20 iCarly (23:25)
11:45 Töfrahetjurnar (7:10)
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:45 Stelpurnar (7:10)
14:10 The Big Bang Theory (3:24)
14:35 Heilsugengið (5:8)
15:05 Um land allt (3:12)
15:40 Louis Theroux: America's
Medicated Kids
16:45 60 mínútur (6:53)
17:30 Eyjan (11:20)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (63:100)
19:10 Ástríður (1:10)
19:40 Sjálfstætt fólk (7:20)
20:15 Rizzoli & Isles (16:16)
21:00 Homeland 8,5 (6:12)
Fjórða þáttaröð þessarra
mögnuðu spennuþátta
þar sem við höldum áfram
að fylgjast Með Carrie
Mathieson, starfsmanni
bandarísku leyniþjón-
ustunnar. Líf hennar er
alltaf jafn stormasamt og
flókið, föðurlandssvikarar
halda áfram að ógna öryggi
bandarískra þegna og hún
og Sal takast á við erfiðasta
verkefni þeirra til þessa.
21:50 Shameless 8,7 (3:12)
Fjórða þáttaröðin af
þessum bráðskemmtulegu
þáttum um skrautlega
fjölskyldu. Fjölskyldufaðir-
inn er forfallinn alkóhólisti,
mamman löngu flúin að
heiman og uppátækjasamir
krakkarnir sjá um sig sjálfir.
22:45 60 mínútur (7:53)
23:35 Eyjan (11:20)
00:25 Brestir (3:8) Öðruvísi
fréttaskýringaþáttur sem
rýnir í bresti samfélagsins.
Forvitnir þáttastjórnendur
gægjast undir yfirborðið og
fylgjast með því sem fram
fer fyrir luktum dyrum.
Atriði í þættinum eru ekki
við hæfi viðkvæmra.
01:00 Daily Show: Global
Edition
01:25 Legends (8:10)
02:10 Outlander (4:16)
03:10 Dying Young
05:00 Rizzoli & Isles (16:16)
05:45 Sjálfstætt fólk (7:20)
06:00 Pepsi MAX tónlist
12:05 The Talk
12:50 The Talk
13:35 Dr.Phil
14:15 Dr.Phil
14:55 Dr.Phil
15:35 Survivor (5:15)
16:20 Kitchen Nightmares (7:10)
17:05 Growing Up Fisher (8:13)
17:30 The Royal Family (8:10)
17:55 Welcome to Sweden (8:10)
18:20 Parenthood (7:22) Banda-
rískir þættir um Braverman
fjölskylduna í frábærum
þáttum um lífið, tilveruna
og fjölskylduna.
19:05 Minute To Win It
Ísland (8:10)
20:05 Gordon Ramsay Ultima-
te Cookery Course (19:20)
Frábærir þættir þar sem
Gordon Ramsey snýr aftur
í heimaeldhúsið og kennir
áhorfendum einfaldar
aðferðir við heiðarlega
heimaeldamennsku.
20:30 Red Band Society (5:13)
21:15 Law & Order: SVU (13:24)
22:00 Fargo 9,1 (7:10) Fargo eru
bandarískir sjónvarps-
þættir sem eru skrifaðir
af Noah Hawlay og eru
undir áhrifum samnefndrar
kvikmyndar Coen bræðra
frá árinu 1996 en þeir eru
jafnframt framleiðendur
þáttanna.
22:50 Hannibal 8,6 (7:13) Önnur
þáttaröðin um lífsnautna-
segginn Hannibal Lecter.
Rithöfundurinn Thomas
Harris gerði hann ódauð-
legan í bókum sínum og
kvikmyndir sem gerðar hafa
verið, hafa almennt fengið
frábærar viðtökur. Þótt erfitt
sé að feta í fótspor Anthony
Hopkins eru áhorfendur
og gagnrýnendu á einu
máli um að stórleikarinn
Mads Mikkelsen farist það
einstaklega vel úr hendi.
Heimili fjöldamorðingins,
mannætunnar og
geðlæknirisins Hannibals
Lecter er á SkjáEinum.
Miriam Lass finnst á lífi. Will
er hreinsaður af ásökunum
þegar ný sönnunargögn
koma í ljós.
23:35 Reckless (10:13) Bandarísk
þáttaröð um tvo lög-
fræðinga sem laðast að
hvort öðru um leið og þau
þurfa að takast á sem and-
stæðingar í réttarsalnum.
00:25 CSI (1:20) Vinsælasta
spennuþáttaröð frá upp-
hafi þar sem Ted Danson
fer fyrir harðsvíruðum
hópi rannsóknardeildar
lögreglunnar í Las Vegas.
01:10 The Tonight Show
02:00 Fargo (7:10)
02:50 Hannibal (7:13)
03:35 Pepsi MAX tónlist
Kolbeinn Þorsteinsson
kolbeinn@dv.is
Helgarpistill
Rose McGowan Leikkonan var um
tíma gift söngvaranum Marilyn Manson.
Eins lék hún í þáttunum Charms og
kvikmyndinni Scream.