Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 7.–10. nóvember 201454 Fólk
S
olveig Pálsdóttir, einn með-
limur Reykjavíkurdætra, hef-
ur verið að dunda sér við það
upp á síðkastið að teikna
alla meðlimi grúppunnar í
teiknimyndastíl. Hún er með B.A.-
gráðu í myndlist frá Listaháskóla Ís-
lands en hún lærði einnig listtengda
kennslufræði í sama skóla.
Draumur um teiknimyndapersónur
„Pælingin á bak við grúppuna var sú
að fyrir utan að þjappa okkur saman
sem hóp, virkja konur og koma okk-
ur á framfæri þá vildum við líka
láta drauma rætast. Einn af mínum
draumum var að fá að gera teikni-
myndapersónur af öllum í hljóm-
sveitinni og þær tóku allar vel í það.
Þær leikstýrðu frösunum sínum sjálf-
ar og hvað kemur fyrir á myndinni.“
Áhersla lögð á sameflli
Á öllum myndunum er þríhyrning-
ur og fimm punktar. „Þríhyrningur-
inn er hljómsveitarlógóið en stærstur
hluti meðlima er með það húðflúrað
á sig. Öfugur þríhyrningur er líka fornt
tákn kvenlegrar orku. Punktarnir
fimm tákna hópinn en opni hringur-
inn í miðjunni táknar einstaklinginn
í hópnum. Þetta stendur í raun fyrir
að allir standi jafnir innan hópsins og
áhersla er lögð á samvinnu og sam-
efli. Fyrir utan einstaklingsmynd-
irnar gerði ég líka hópmynd sem við
erum allar á, en við erum að fara að
láta prenta hana á boli fyrir okkur.
Myndin verður framan á bolnum en
þríhyrningurinn aftan á.
Opinn hópur
Reykjavíkurdætur eru 21 en þær eru
ekki alltaf allar virkar í einu. „Salka
Sól og Steinunn eru um þessar mund-
ir mjög uppteknar við upptökur með
hljómsveitinni AmabAdamA og eru
því í smápásu frá Reykjavíkurdætrum.
Þær geta samt alltaf hoppað inn þegar
þær vilja. Salka Valsdóttir, eða Bleach
Pistol eins og hún kallar sig, er nú í
brúðkaupsferð að keyra um Banda-
ríkin í sendiferðabíl sem hljómar
ótrúlega skemmtilegt. En við erum
mjög frjálslegar í hópnum, meðlimir
geta verið eins virkir og þeir vilja.“
Nóg að gera
Fyrir utan að að vinna með Reykja-
víkurdætrum þá hefur hún verið að
teikna plaköt og plötuumslög fyrir
metalhljómsveitirnar Plastic Gods
og World Narcosis. „Það er ótrúlega
gaman að teikna fyrir þá. En það er
gott að vera að teikna þetta á sama
tíma og ég hef verið að teikna fyrir
Reykjavíkurdætur. Ef ég vil eitthvað
létt og hresst fer ég yfir í það en ef ég
vil tapa mér í eymd og smáatriðum
fer ég í metalinn.“
Nýtt lag á Airwaves
Reykjavíkurdætur munu spila á
nokkrum tónleikum á Iceland Air-
waves um helgina, bæði „off“- og
„on-venue“. „Við verðum í Eymunds-
son í dag, föstudag, Íslenska barnum
á morgun og svo á Húrra á sunnu-
daginn. Við ákváum að taka okkur
tveggja mánaða pásu frá spileríi fram
að tónlistarhátíðinni og við nýttum
tímann til að semja tvö ný hóplög.
Við munum spila annað þeirra nú um
helgina en hitt bíður betri tíma, við
vonumst eins til þess að myndbönd
fyrir bæði lögin verði birt fyrir áramót.“
Gengið vonum framar
„Það kom mér smávegis á óvart hvað
okkur hefur gengið vel í þessu verk-
efni þar sem við byrjuðum bara í
fyrra. Við höfum verið að spila mik-
ið og fengið mikla athygli. En við höf-
um líka fengið á okkur harða gagn-
rýni sem er bara gott. Við getum hins
vegar vel tekið henni, ólíkt forsætis-
ráðherra okkar og ríkisstjórninni,“
segir Solveig að lokum. n
Teiknar allar
Reykjavíkurdætur
n Grúppa full kvenlegrar orku n Frumflytja nýtt lag á Airwaves
Helga Dís Björgúlfsdóttir
helgadis@dv.is
„Einn af mínum
draumum var að
fá að gera teiknimynda-
persónur af öllum í
hljómsveitinni.
Solveig Pálsdóttir Solveig
er lærður myndlistamaður
og vinnur við það til hliðar við
Reykjavíkurdætur. myND SiGtryGGur Ari
reykjavíkurdætur Hópmyndin
sem verður á hljómsveitarbolunum.
Baggalútur
á Kjarnann
Guðmundur Pálsson, Baggalútur
og fjölmiðlamaður, hefur sagt
upp störfum hjá RÚV og mun
á næstunni halda úti vikuleg-
um þáttum í Hlaðvarpi Kjarnans.
Greint var frá þessu á Kjarnanum.
Þættirnir hafa fengið nafnið Pabbi
þarf að keyra, en Guðmundur
mun í þeim segja ferðasögu fjöl-
skyldunnar sem keyrir nú á fjöl-
skyldubílnum um Evrópu.
Í samtali við Kjarnann segir
Guðmundur að fjölskyldan hafi
þurft á tilbreytingu að halda. Þau
hafi verið orðin þreytt á mikilli
vinnu og argaþrasi á Íslandi og
því ákveðið að skella sér í ferða-
lag. „Við erum sannfærð um að
ferðin muni bara styrkja fjöl-
skylduböndin og varla er hægt
að hugsa sér betri fjárfestingu en
það,“ segir Guðmundur.
Trendsetterinn
sneri aftur
Leynibloggarinn sem kallar sig
Trendsetterinn hefur snúið aft-
ur, aðdáendum til mikillar gleði.
Trendsetterinn sló óvænt í gegn í
október með kaldhæðnum skrif-
um þar sem hann gerði grín að
lífsstílsbloggurum. Mörgum þótti
þetta kærkomin ádeila á ógrynni
lífsstílsbloggsíðna þar sem allt
er fullkomið og fallegt. En það
kunnu þó ekki allir að meta skrifin
og einhverjir lífsstílsbloggarar
stigu fram og sögðu ljótt að gera
grín að öðrum. Í kjölfarið ákvað
Trendsetterinn að draga sig í hlé
og hverfa aftur inn í fjöldann eftir
sínar 15 mínútur af frægð.
Hléið varð hins vegar ekki
langt því bloggarinn sneri aftur
nokkrum dögum síðar eftir að
æstir aðdáendur fylltu pósthólfið
hans á Facebook með hjartnæm-
um skilaboðum.
Laddi listmálari
Skemmtikrafturinn Laddi hefur
vent sínu kvæði í kross og hefur
snúið sér að listmálun. Nú nýver-
ið birti hann mynd af einu mál-
verka sinna á Facebook. Sagðist
hann gera það vegna nokkurra
áskorana en að það væri hugrekki
út af fyrir sig að gera það. Mál-
verkið kallar hann Hamskipti.
Laddi hefur verið að skemmta
landanum í fjölda ára og er sívin-
sæll. Fyrr á árinu sýndi RÚV sjón-
varpsþætti þar sem farið var yfir
feril hans. Hann er sífellt að og
nú síðast birtist hann í mörgum
gervum í Stundinni okkar.