Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Page 56
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 87. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Læknar án landamæra? Líklega misskilningur n „Spölkorn frá mér sé ég Gunnar Smára [Egilsson] og Ill- uga Jökulsson. Ég heyri ekki í þeim en sé að þeir hlæja – eflaust að einhverju lærðu gríni. Sjálf- lærðu samt. Gunnar Smári er með bleikt skilti sem á stendur „Læknana heim“,“ skrifar Stígur Helgason ritstjóri hjá Plain Vanilla. Hann skrifaði pistil, eða smásögu, í Kjarnann, um mót- mælin í síðustu viku sem hann segir vera heiðarlega yfirferð yfir það sem flaug í gegnum huga hans á mótmælunum. „Ég hélt að hann vildi að við færum öll út til læknanna? Það er líklega misskilningur. Ég er orðinn ringlaður,“ segir Stígur í grein- inni. Sem kunnugt er hefur Gunnar Smári stofnað fylk- isflokkinn þar sem hann leggur til að Ísland verði að 20. fylki Noregs. Fékk treyjuna aftur n Fjölmiðlamaðurinn og fót- boltamaðurinn fyrrverandi Hjörtur Hjartarson fagnaði fer- tugsafmæli á dögunum og deildi á Facebook-síðu sinni orðum um það sem ætla má að hafi ver- ið sú gjöf sem kætti hann mest. Fékk hann frá félögum sínum fótboltatreyjuna sem hann klæddist þegar hann var upp á sitt besta í boltanum, árið 2001. „Þeir höfðu keypt hana á upp- boði fyrir 40 þúsund krónur, haustið 2001. Hef lengi langað til að endurheimta þessa treyju enda mér mjög svo kær. Það gerðist síðan eins og áður segir á föstu- daginn. Því- lík hamingja með þessa gjöf! Takk, þið ljúfu drengir!“ skrifaði Hjörtur. Lausnin liggur hjá KFC n Nú þegar Iceland Airwaves stendur sem hæst þá rifjast upp fyrir mörgum miðahöfum einn stærsti ljóðurinn á þeirri ágætu hátíð; biðraðirnar. Grínistinn og þúsundþjalasmiðurinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, gæti þó hafa fundið lausnina á biðröðum í mið- borginni, sem einskorðast ekki við tónlistarhátíðina. „Af hverju er ekki númerakerfi í biðraðir á skemmtistaði – eins og á KFC?“ skrifar Dóri á Twitter. Hugmyndin er það góð að Gísli Marteinn Baldursson, sem menntar sig nú í öllu því helsta tengdu borgarfræð- um við Harvard- háskólann, endur- tístir henni af hrifningu. „Náum vonandi að hjálpa öllum“ Regína Marínósdóttir fer fyrir hópi sem vill láta gott af sér leiða um jólin V ið systurnar og mamma vor- um að ræða þetta við matar- borðið – hvað margir taka sumu sem sjálfsögðum hlut, sem fyrir öðrum er algjör lúxus,“ segir Regína Marínósdóttir sem sett hef- ur af stað hópinn Jólahjálp. Þar ætl- ar Regína að para saman fólk sem er aflögufært og þá sem hafa minna á milli handanna og þurfa á aðstoð að halda. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og hefur Regína þegar orðið vör við það hversu margir þurfa á að- stoð að halda. En þeir eru líka margir sem vilja láta gott af sér leiða. Regína bendir á að fleiri slíkar síð- ur séu á Facebook og að augljóst sé að margir vilji láta gott af sér leiða þessi jólin. „Þar safnar fólk oft og út- hlutar svo til þeirra sem þurfa á því að halda. Ég vil hafa þetta persónulegra og þess vegna tengi ég fólk sem get- ur hjálpað við manneskju sem þarf hjálp. Þá geta þau hjálpast að,“ segir hún en hún hefur að auki fengið með sér í lið hárgreiðslufólk sem ætlar að sjá til þess að börnin, sem Regína og samstarfsfólk hennar aðstoða, komist í jólaklippingu. „Eins og staðan er núna náum við vonandi að hjálpa öllum sem biðja um aðstoð. Margir hugsa með sér að fátækt fólk sé heimilislausa fólkið, en oft eru þetta fjölskyldur og jafn- vel einstæðir foreldrar sem ná ekki að láta hlutina ganga upp.“ Regína hefur oft áður staðið fyrir slíkum fjáröflunum. Hún tók meðal annars þátt í söfnun fyrir kaffihúsi á Kleppsspítala. „Þessi verkefni hafa alltaf gengið mjög vel,“ segir hún og bætir því við að það sé mjög gefandi að taka þátt í slíku. Regina bend- ir þeim sem ekki hafa Facebook á að þeir geta haft samband við hana á netfanginu reginavma@visir.is. n astasigrun@dv.is Vill hjálpa Regína segir ljóst að margir þurfi á aðstoð að halda þessi jól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.