Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Síða 7

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Síða 7
5 Gerður Gústavsdóttir iðjuþjálfi Helga Guðjónsdóttir iðjuþjálfi LEIÐANDI ÞJÁLFUN Leiðandi þjálfun er tegund þjálfunar/- kennslu fyrir hreyfíhömluð börn. Það var ungverskur læknir, Andras Petö, sem var upphafsmaður þessarar að- ferðar. Andras Petö kom á fót stórri stofnun fyrir hreyfihamlaða í Búdapest, en þar er eingöngu þjálfað eftir þessu kerfi. I leiðandi þjálfun eru meðferð og kennsla ein heild. Markmiðið er að gera börnin eins sjálfbjarga og kostur er. Leiðandi þjálfun byggir á 5 undir- stöðuatriðum sem öll stuðla að námi: - Rétt námsumhverfi (sjá mynd af húsgögnum). - Hópur - Stjórnandi (Conductor) - Prógramm og dagleg áætlun - Akveðinn reglubundinn taktur í leiðandi þjálfun fá börnin þjálfun og kennslu hjá sömu aðilum á einum og sama staðnum. í leiðandi þjálfun fer öll meðferð fram í hópum. Börnin fá stuðning hvert frá öðru, hvatningu og læra hvert af öðru.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.