Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 8

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 8
Notuð eru sérstök húsgögn (sjá mynd). Það eru rimlabekkir, rimla- stólar, grindur og kollar. Húsgögnin eru gerð með það í huga að börnin þurfi minni aðstoð og geti frekar treyst á sig. Lögð er áhersla á að barnið læri að halda sér í og æfi þannig grip. Taktur og söngur er mikið notaður í þeim tilgangi að örva barnið til að gera sjálft. Aðferðin felur í sér notkun talanda, takt og söng til að auðvelda börnunum framkvæmd hreyfinga. Stjórnandinn segir hvað börnin eiga að gera og þau endurtaka setninguna og framkvæma hreyfinguna samtímis. Hjá SLF er starfræktur hópur, þar sem stuðst er við fyrrgreinda aðferð. I honum eru 6-8 börn á aldrinum 4- 8 ára. Börnin koma daglega kl. 800 og eru fram að hádegi. Dagurinn hefst með einstaklingsþjálfun það er teygj- um og gönguþjálfun. Því næst hefst hópþjálfun þar sem notuð eru fyrr- greind húsgögn. Hópþjálfunin skiptist í grófhreyfiæfingai og síðan fínhreyfi- æfingar. I grófhreyfiæfingunum eru börnin í leikfimisfötum. Þá er lögð áhersla á að bæta gang og jafnvægi, auka síyrk og úthald og bæta almenna færni. I fínhreyfiæfingunum gera börnin æfingar fyrir hendur og hand- leggi og unnið er með samhæfingu. Við leggjum mikla áherslu á að börn- in klæði sig úr og í sjálf að svo miklu leyti sem þau geta. Þessum hópi eru tengdir tveir iðju- þjálfar, þrír sjúkraþjálfarar og tvær aðstoðarstúlkur. Nýlega var byrjað með hóp fyrir yngri börn. Sá hópur kemur þrisvar í viku og er klukkutíma í senn. i á

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.