Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 13
11
þjálfun á gróf- og fínhreyfingum,
gönguþjálfun og teygjur ásamt ADL
þjálfun. Nemendur fylgjast hverjir
með öðrum og læra hver af öðrum,
en geta þeirra er misjöfn og þ.a.l.
þarfirnar. Meðferðartíminn verður
eðlileg heild af því sem barnið gerir
yfir daginn.
Barn með c.p. þarf að læra hvernig
það á að framkvæma hlutina, sem
kemur af sjálfu sér hjá öðrum börn-
um. Þess vegna er tíminn mjög mikil-
vægur.
Petö staðhæfir að enginn einn tími
dagsins sé mikilvægari en annar til
þess að læra. Allar athafnir daglegs
lífs á að nota til þess að læra af þeim.
Sérhverjar aðstæður eru námsaðstæð-
ur fyrir barn með c.p.
Eftir starfið fyrsta veturinn, þ.e. fyrir
ári langaði okkur að auka við þekk-
ingu okkar á þessari aðferð. Utséð var
að þessi þjálfun myndi halda áfram
komandi vetur.
í fyrrasumar sóttum við, ég og Sigríð-
ur Bjarnadóttir þroskaþjálfanámskeið
í Englandi sem bar heitið "Promoting
the development of children with
cerebral palsy". Námskeiðið stóð yfir
í 5 daga. Það var ætlað fagfólki sem
hefur reynslu í starfi með börnum
með c.p. byggða á kenningum Petö.
Það var haldið við Percy Hedley
school í Newcastle, sem er sérskóli
með 120 nemendur þar af 63 með
cerebral palsy og 57 með tal- og mál-
örðugleika.
Námskeiðið byggðist á fyrirlestrum,
verkefnum og heimsóknum í skólann
og fleiri staði.
Á þessum stað er ungverska aðferðin
notuð, en aðlöguð að þeirra aðstæð-
um og fleiri hjálpartæki notuð en í
Ungverjalandi s.s. Rafmagnshjólastólar
og tjáskiptatæki.
Þetta var námskeið sem við höfðum
mjög mikið gagn af. Við fengum
staðfestingu á því að við vorum á
réttri leið í okkar starfi. Auk þess
lærðum við margt nýtt sem hefur nýst
okkur vel í vetur og á eftir að gera
áfram.