Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 30

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 30
28 Lítum á brýnustu vandamál iðjuþjálfunar í dag: - skortur á möguleikum til saman- burðar - skortur á skriflegum gögnum - töluverð þögul vitneskja - skortur á vísindalegum kerfum og kerfisbundnum framgangi (proce- dure) - skortur á skilningi á starfsgreininni, hún er ósýnileg - mismunandi þjónusta - skortur á skráningu eftir samræmd- um stöðlum - skortur á stöðlum fyrir iðjuþjálfun - ósamstaða um hversu víðtæk iðju- þjálfun er - erfiðleikar við að halda fast í stöður og fjölga stöðgildum fyrir iðjuþjálfa. Dagleg vandamál iðjuþjálfa: - Skortur á yfirsýn - forgangsröðun verkefna - faglegt óöryggi - skortur á markvissri lausn vandamála (fagleg endurskoðun) - vöntun á menntuðum stjórnendum - erfitt að halda fast í fagleg sér- einkenni í þverfaglegu samhengi. SKRÁNING Mikil áhersla er lögð á skráningu þeirrar þjónustu sem iðjuþjálfar veita. Skráning er talin vera afgerandi fyrir gæðaþróun framtíðarinnar. Að iðju- þjálfar skilgreini og skrái þá þjónustu sem þeir veita á samræmdan hátt. í Danmörku hefur verið reynt að skipta þjónustunni niður í flokka: 1. Upplýsingasöfnun 2. Meðferð á einstökum sviðum - líkamleg þjálfun - geðræn þjálfun - vitræn þjálfun 3. ADL þjálfun 4. Hjálpartæki og húsnæðisbreytingar 5. Leiðsögn varðandi lífsaðstæður 6. Viðhaldsþjálfun 7. Óbein þjálfun/þjónusta 8. Afboðanir/mætir ekki GÆÐAÞRÓUN í FRAMKVÆMD Hans Jörgen fjallaði einnig um mis- munandi módel fyrir gæðaþróun og leiðarvísa (referenceprogrammer) og mun ég ekki fara út í að skrifa um það hér því það yrði of langt mál. Vil ég í þessu sambandi benda á þau gögn sem liggja fyrir. Þessi hluti nám- skeiðsins fór að mestu fram í hóp- vinnu, með misjöfnum árangri þó, en í hópunum unnum við með ákveðin vandamál sem til staðar eru í okkar starfi og tengdum þau þeim hugtökum og módelum sem kynnt voru fyrir okkur. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að unnið sé með gæðaþróun í hópi á vinnustaðnum, að það sé sjálfsögð krafa að sú vinna fari fram í vinnu- tíma. Áríðandi er að hópurinn setji tímamörk og að ferlið sé skráð. Einn- ig er mikilvægt að taka einangrað vandamál/hlut fyrir og byrja smátt. Til að skilgreina fagleg vandamál er vinnulýsing (praksisbeskrivelse) (góð aðferð en áríðandi er að ramminn fyrir hana sé samræmdur þ.e. upp- skriftin). Það kemur í veg fyrir að gæðaþróunin verði bundin við ákveðna vinnustaði og "virki" því bara fyrir þann stað. Einnig er undirstrikað að iðjuþjálfar taki þátt í gæðaþróun í þverfaglegum hópum, t.d. á einstakri

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.