Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Síða 33
31
sérsviða iðjuþjálfunar. Þessi þróun á
sér aðallega stað í Bandaríkjunum og
við iðjuþjálfanámsbrautina í háskólan-
um í Chicago er nú rekin sérstök
stofnun, "Clearinghouse", sem fæst
eingöngu við að þróa aðferðir innan
líkansins og að halda utan um allar
rannsóknir og skrif því tengd. Vísir að
samskonar stofnunum er einnig í
Svíþjóð, Bretlandi og Japan.
Líkanið um iðju mannsins byggir á
kerfiskenningunni (General Systems
Theory), en þar er litið á manninn
sem opið kerfi í stöðugum samskipt-
um við umhverfi sitt. Aðalhugtök
kerfiskenningarinnar eru inntak
(input), úrvinnsla (throughput), út-
koma (output) og svörun (feed-back),
en þessi fyrirbæri mynda stöðuga
hringrás. Fyrir manninn sem opið
kerfi er inntakið í formi orku og upp-
lýsinga frá umhverfinu (t.d. að borða,
að lesa). Úrvinnslan á sér stað í kerf-
inu sjálfu þar sem kerfið umbreytir
orku og upplýsingum til að viðhalda
sjálfu sér og til að breyta/aðlaga sjálft
sig (t.d. melting, hugsun um það sem
lesið var). Útkoman er atferli manns-
ins þar sem hann hefur áhrif á um-
hverfi sitt (t.d. að nota orku frá fæð-
unni til að vera virkur, að tala af
þekkingu um það sem lesið var).
Svörunin er upplýsingar sem koma til
baka til kerfisins um afleiðingarnar af
atferli þess (t.d. "ég borðaði of mikið
áður en ég fór á fótboltaæfingu, næst
aetla ég að borða minna" eða "það var
góð tilfinning að hafa þekkingu á efni
því sem rætt var um, kannski ég und-
irbúi mig á svipaðan hátt eftirleiðis").
Heildarkerfið, maðurinn, á sér þrjú
undirkerfi (subsystems), sem er raðað
á stigskipta vísu (hierarchialli arrang-
ed). Stigskipt kerfi eru hvert öðru háð
þannig að efsta kerfið stýrir þeim
neðri sem á hinn bóginn takmarka
gerðir þeirra efri. Undirkerfin þrjú
eru viljakerfið (volition subsystem),
vanakerfið (habituation subsystem) og
framkvæmdakerfið (performance
subsystem). Viljakerfið er fulltrúi fyrir
hina innri þörf mannsins til að kanna
og hafa vald yfir umhverfi sínu. Það
er æðst undirkerfanna og stýrir þar
með aðgerðum hinna tveggja. Vilja-
kerfið er áhugahvöt (motivation)
mannsins sem er orðin til úrgildismati
hans (values), áhuga (interests) og
trúnni á eigið áhrifavald (personal
causation). Vanakerfið er næstæðst
undirkerfanna þriggja og lýsir hegðun-
armynstri einstaklingsins. Hugtökin
hlutverk (roles) og venjur (habits)
tilheyra þessu undirkerfi. Hvert það
hlutverk (kennari, faðir, fiðluleikari)
sem einstaklingurinn er í gerir kröfur
til hans um ákveðið hegðunarmynstur.
Venjur eru meira og minna sjálfkrafa
"rútínur" sem auðvelda daglegar at-
hafnir og gefa þeim stöðugleika.
Framkvæmdakerfið er lægst undir-
kerfanna og er fulltrúi fyrir huga og
líkama mannsins. Frá þessu undirkerfi
kemur færni mannsins þ.e. hreyfifærni
(motor skills), úivinnslu- og skipulags-
færni (process skills) og samskipta-
færni (communication-interaction
skills). Útkoman frá kerfinu er atferli
mannsins eins og það birtist í daglegri
iðju hans (occupation). Iðja mannsins
er eigin umsjá (ADL), störf (work) og
tómstundaiðja/leikir(leisureactivities).
Þessari iðju er hrint af stað af vilja
kerfinu, vanakerfið sér um að koma
henni í skipulagt form og setja henni