Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 36

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 36
Finnur Bárðarson iðjuþjálfi HANDÞJÁLFUN HVAÐ ER HANDÞJÁLFUN I stuttu máli fjallar handþjálfun um hreyfanleikann milli vöðva, sina, húð- ar og beina. Markmið þjálfunar er að viðhalda eðlilegri hreyfigetu milli þessara hluta. Skert hreyfigeta eftir handskaða orsakast sjaldan af breyt- ingum í liðnum sjálfum, heldur er um að ræða vöxt á bindvef inn í áður- nefnda hluti sem hindrar eðlilega hreyfingu. Það er þýðingarmikið að hafa í huga jafnvægið milli of mikillar þjálfunar og of lítillar þjálfunar. Við of mikla þjálfun örvar maður bind- vefsframleiðsluna og kollagena þræðir styttast. Við of litla þjálfun teygjum við of lítið á bindvefsþráðum þannig að þeir ná ekki þeirri Iengd sem er nauðsynleg fyrir eðlilega hreyfingu liðarins (sjá mynd 1). Markmið Það er eðlilegt að markmið þjálfunar sé að gera sjúklingi kleyft að nota höndina í athögnum daglegs lífs. Þegar sjúklingur er orðinn sáttur við virkni handarinnar og útlit má segja að settu marki sé náð. Handþjálfari Það er spurning hvort ekki sé eðlilegt að nota heitið handþjálfari. Margir sérfræðingar í skurðlækningum hafa kosið það heiti í stað sjúkra- og iðju- þjálfara. Það er nefnilega á engan hátt sjálfgefið að það sé iðjuþjálfi sem sinni þessu starfi. Hlutverk handþjálfarans er fyrst og fremst leiðbeinandi eðlis, það er að kenna sjúklingnum ákveðnar æfingar,

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.