Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 45
43
Nú hófumst við handa við að útbúa
veggspjöld. Við ræddum yfirskriftir og
okkur kom saman um að hafa lítinn
og skýran texta og einfaldar myndir.
Yfirskriftirnar voru:
- Hvað gera iðjuþjálfar?
- Hvar starfa iðjuþjálfar?
- Iðjuþjálfar hafa samstarf við...
- Dæmi um námsgreinar
...I
hj>w*“£Í»»
.
Iðjuþjitfua getur góða atuiaau-
moguleika - i aag eru ca. 2!
ttóiur lausar i ýmsum beil-
brigilsstarnunum.
saci'iSS;"*
Að síðustu var eitt veggspjald með
slagorðum af ýmsu tagi.
Veggspjöldin voru skærgul að lit og
svart letur. Textinn var unninn á
Mackintosh tölvu Endurhæfingar-
deildar Lsp., leturgerð Italic sem síðan
var stækkað upp.
Reynsla:
I stórum dráttum var kynningarefnið
gott. Það reyndist fínt að hafa upp-
lýsingar um námsgreinar og lista yfír
viðurkennda skóla. Veggspjöldin
reyndust einnig vel.
Það sem mætti hafa í huga í framtíð-
inni:
- Hafa eitthvað af stærri hjálpartækj-
um t.d. hjólastól og tæknileg hjálp-
artæki til sýnis og prófunar.
- Spelkur vekja greinilega áhuga og
væri hægt að sýna spelkugerð.
Ath.! Þetta fer þó algjörlega eftir
því húsnæði sem í boði er.
- Myndband þyrfti að vera á íslensku
og/eða slidesmyndasería til kynn-
ingar á starfinu og einstökum starfs-
sviðum. Þetta þykir okkur brýnt
verkefni fyrir næsta ár.
- Útbúa þyrfti bækling um námið, þ.e.
almennar upplýsingar um inngöngu-
skilyrði, námsgreinar, starfssvið m.m.
Þetta þyrfti að vera einfaldur bækl-
ingur sem fólk gæti tekið með sér.
- Ef leigja á sjónvarpsskjá eða
myndbandstæki eða annan
tækniútbúnað þarf að gera það með
góðum fyrirvara!!
- I kynningarhóp þurfa að veljast
iðjuþjálfar sem hafa lært í fleiri en
einu landi.
- Það væri einnig gott að hafa karl-
kynsiðjuþjálfa á staðnum (strákarnir
dvöldu ekki við básinn, töldu þetta
greinilega stelpufag).