Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 51

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 51
49 stofnana fyrir heilbrigðisþjónustu. Þar kemur fram að öldrunarstofnanir (vistrými aldraðra, dvalarheimili og hjúkrunarheimili) eigi að sjá um öll hjálpartæki fyrir sína vistmenn, þó ekki gleraugu, heyrnartæki eða hjóla- stóla. Tryggingastofnun sér um að veita hjólastóla til þessara vistmanna ef þeir eiga rétt á þeim skv. reglum stofnunarinnar. Hjálpartæki fyrir sjónskerta: I fjárlögum fyrir árið 1993 er gert ráð fyrir að sú afgreiðsla sem verið hefur á hjálpartækjum fyrir sjónskerta hjá sjúkratryggingadeild TR flyst alfarið yfir til Sjónstöðvar íslands. Þar með hefur úthlutun allra hjálpartækja fyrir sjónskerta verið á ábyrgð Sjónstöðvar Islands frá 1. janúar sl. A þessum stöðum starfa sérfræðingar á sviði hjálpartækja fyrir annars vegar sjónskerta og heyrnarskerta. Þar sem hluti hjálpartækja var afgreiddur frá stöðvunum, var talið eðlilegt að þessi mál flyttust alfarið frá Tryggingastofn- un til Sjónstöðvar og Heyrnar- og talm.stöðvar. Auðveldar væri að fylgj- ast með þessum hjálpartækjum þar svo og yrði endurnýting betur mögu- leg.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.