Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 53

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 53
51 um. Reynslan hefur sýnt að oft er það þannig, að þeir sem helst þyrftu á hjálp að halda leita ekki eftir henni og því höfum við reynt að leita fólkið uppi til að bjóða þjónustuna. Einnig fáum við ábendingar frá nágrönnum, heimahjúkrun, heimilishjálp eða öðr- um sem nærri eru. Þessi þjónusta er í gangi allt árið. Það er ekki síður um helgar og á hátíðum sem þörfin er, einmitt þegar hin opinbera þjónsuta er minni. Hver vitjun er jafnbreytileg eins og einstaklingarnir eru margir. En í hvert sinn reynum við að koma inn í þær aðstæður sem efst eru í huga viðkom- andi í það og það skiptið. Hanna lýsir starfinu svo í grein sinni: Að fenginni reynslu þessara ára er unnt að lýsa megininntaki þessarar starfsemi í einu orði - vinátta. Samnefnarinn er vinátta. Starfið er fólgið í því að vera vinur og rækta vináttuna. Við bjóðum okkur fram sem vini og tækin eru - við sjálfar án tillits til menntunar eða stöðu. Tímalengd hverrar vitjunar er mjög mismunandi eins og fjöldi vitjana. Sumir þurfa stutta heimsókn daglega, aðrir sjaldnar og þá e.t.v. lengri tíma í einu, en í hvert skipti reynum við að meta þörfina og haga starfi okkar eftir því. Okl(ur hefur ekki reynst vel að festa ákveðna tíma nema hjá fáum einstkal- ingum þar eð oft er erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær dagsins við getum komið. Mikilvægt er þó að virða fastar venjur. Ef skjólstæðingar okkar þurfa að fara á sjúkrahús eða flytjast búferlum á dvalarstofnanir höldum við áfram að fara í vitjanir á hinn nýja stað. A slíkum stundum er einmitt mikil þörf á að viðhalda tengslunum. Sérstaklega ef fjölskyldutengsl eru lítil. En hvernig nýtist mín menntun? I þessu starfi kem ég ekki til skjól- stæðingsins sem iðjuþjálfi og tek þar af leiðandi engann í iðjuþjálfameð- ferð. Hins vegar finnst mér mitt nám og starfsreynsla nýtast mér mjög vel. í hverri heimsókn er ég að meta að- stæður og þörf fyrir aðstoð út frá því sem ég heyri og sé hjá skjólstæðingn- um. Þannig að æfingin í að rannsaka, meta og ákveða ineðferð út frá því, er góður undirbúningui. Einnig allt það sem ég hef lært um manneskjuna bæði líkamlegt og geðrænt því það gerir mig hæfari til að meta hvenær er þörf á að leita hjálpar hjá öðrum aðilum. Öll reynsla og lærdómur í mannlegum samskiptum er til góðs. Þetta er þjónusta þar sem ég mæti fólkinu inni á þeirra eigin heimili, kynnist e.t.v. aðstandendum eða öðr- um sem í kring eru og því verða sam- skiptin stór hluti af starfinu. Að þekkja innviði kerfisins og hafa verið að vinna innan þess er líka styrkur. Það hefur verið mjög gaman að takast á við þetta starf og sjá að sú menntun sem ég hef aflað mér getur nýst á hina ýmsu vegu. Sú reynsla sem ég hef hlotið í starfinu á örugglega einnig eftir að koma mér til góða þegar og ef ég fer aftur að vinna seni iðjuþjálfi innan hins hefðbundna kerfis. Með því að sinna fólki á þennan hátt í heimahúsi fæst önnur heildarsýn sem einmitt kemur til góða þegar staðið er frammi fyrir einstaklingum inni á stofnun. Heimildir: Grein "bjónusta við aldraða á vegunt kirkjunnar" eftir Hönnu Þórarinsdóttur hjúkrunarfræðing. Hjúkrnnarblaðið 2/92, 68. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.