Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 9
7
Ingibjörg Pétursdóttir
Afmælisgrein
Árið 1976 var
merkisár í
sögu iðju-
þjálfunar á
Islandi. Þá
var Iðju-
þjálfafélag
Islands
stofnað. Þá
gerðist það
einnig að
undirrituð útskrifaðist sem iðju-
þjálfi frá Háskólanum í Árósum.
Ekki veit ég hvort það var ástæðan fyrir því
að mér hlotnaðist sá heiður að mæla fyrir
munn frumherjanna. Það er varla verðskuld-
aður heiður þar sem ég kom heim til starfa
1980 og það höfðu þeir 7 iðjuþjálfar sem
stóðu að stofnun Iðjuþjálfafélags íslands og
þær sem komu næstar á eftir unnið geysi-
mikið brautryðjendastarf.
Til að koma að upphafinu verð ég að ger-
ast persónuleg. Það var eiginlega tilviljun
sem réði því að ég fór að læra iðjuþjálfun. Ég
varð stúdent 1969 og tók mér 4 ára hvíld frá
námi eftir það. Var búsett erlendis og ferðað-
ist víða um lönd. Ég ætlaði nú samt alltaf að
„verða eitthvað". Á þessum árum þótti gott
fyrir ungar stúlkur að læra að verða hjúkr-
unarkonur - eins og það hét þá - eða verða
flugfreyjur því þá gæti maður komist til út-
landa og keypt svo margt lekkert. Þetta
fannst mér ekki henta mér.
Sjúkraþjálfun eða félagsráðgjöf komu til
greina en var einhvern veginn ekki það sem
ég vildi. Loks varð iðjuþjálfun fyrir valinu.
Mér er ómögulegt að muna af hverju. Ég
hafði aldrei kynnst störfum iðjuþjálfa. En
einhverjar upplýsingar hlýt ég að hafa feng-
ið sem kveiktu í mér og ég tók ákvörðun.
í Iðjuþjálfa- og sjúkraþjálfaraskólanum í
Árósum fengu tveir íslendingar skólavist
annað hvert ár, einn í iðjuþjálfun og einn í
sjúkraþjálfun. Ég var svo heppin að komast
að í fyrstu tilraun og hóf nám haustið 1973 í
iðjuþjálfun í Institut ved Árhus Universitet
for Terapiassistenter eins og það hét þá.
Við vorum fjórir íslendingar í allt. Iðju-
þjálfaneminn sem var á 3ja ári þegar ég hóf
nám var Guðrún Pálmadóttir, en hún var
fyrsti íslenski iðjuþjálfaneminn í Árósaskól-
anum.
Námið var mjög skemmtilegt og kom mér
stöðugt á óvart. Ég sem aldrei hafði verið
neitt fyrir handavinnu/föndur/handverk
(viðkvæmt) lærði bara þó nokkuð og sumt
mér til ánægju og gagns, en meira gagn
hafði ég af bóklegum fögum. Þrátt fyrir
miklar annir á ýmsum sviðum útskrifaðist