Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 20

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 20
18 fellum hafa heil bæjarfélög íhugað að krefjast þess að þjálfarar þeirra hafi staðist A-ONE námskeið og séu færir um að nota matið. - Hvernig nýtast námskeiðin þeim sem hafa sótt þau? Margir nota matið í heild sinni, aðrir nýta sér þekkinguna sem að baki liggur og enn aðrir yfirfæra þessa tegund athafnagrein- ingar og hugtökin yfir á aðrar athafnir. Þannig eru ADL-færnipróf, sem iðjuþjálfar hafa fram að þessu eingöngu notað á staðl- aðan hátt til að meta framkvæmdafæmi, nú einnig notuð til að greina orsök skertrar færni, það er til að meta skerðingu á hæfni- þáttum sem eru nauðsynlegir til fram- kvæmda. - Hvernig er vinnu þinni nú háttað? Mitt aðalstarf núna er að ferðast og halda námskeið, sem hvert um sig er 40 klukku- stundir auk tilheyrandi heimavinnu nem- enda. í byrjun hafði ég ekki hugmynd um hversu mikil eftirspurn yrði eftir námskeið- unum, en nú hafa á annað þúsund iðjuþjálf- ar setið þau. Varðandi önnur verkefni þá er löngu orðið ljóst að ég anna ekki eftirspurn eftir námskeiðum, sem aftur hægir á æski- legri útbreiðslu. Ferðalögin valda miklu álagi og það er erfitt að sinna frekari þróun eða öðru samhliða. Því er brýnt að þróa námskeið fyrir aðstoðarkennara en slíkt tek- ur tíma og hann skapast ekki nema að ég minnki ferðalögin. Það þarf líka fjármagn til að hanna kennsluefni og til að þjálfa upp kennara. Auk námskeiðahalds og fyrirlestra hef ég tekið þátt í ýmsu öðru t.d. annars konar kennslu, eins og ég minntist á áðan, og þýð- ingum. Það er búið að þýða hugtökin yfir á dönsku og afrakstur þeirra vinnu var gefin út af danska félaginu í vetur. Það er mikil- vægt að margir komi að slíkri.vinnu til að þýðingarnar verði góðar. Það er einnig verið að þýða hugtökin yfir á fleiri mál svo sem þýsku, hollensku og frönsku. Það má einnig nefna í tengslum við þýðingar, að búið er að gera samning við Mosby forlagið um þýð- ingu bókar minnar yfir á japönsku og er sú útgáfa væntanleg síðar á þessu ári. í sumum löndum eru starfshópar iðju- þjálfa, sem tekið hafa þátt í námskeiðunum og hafa áhuga á frekari þróun og skoð- anaskiptum varðandi þetta efni. í Hollandi er slíkur áhughópur starfandi og var mér boðið á fund hjá þeim s.l. haust til að fylgjast með vinnu þeirra. Á fundinum flutti iðju- þjálfi sem var að ljúka framhaldsnámi í taugasálfræði fyrirlestur um rannsóknir sín- ar, sem byggðust á stöðlun hollenskrar út- gáfu á A-ONE matinu. Hún hefur einnig í samráði við mig og fleiri, beitt sér fyrir þró- un á tölvuforriti til gagnasöfnunar við notk- un A-ONE. Það verkefni er fjármagnað af hollenska iðjuþjálfafélaginu og mun forritið auðvelda samanburð í klíniskri vinnu og við rannsóknir. Fyrirhugað er að koma upp gagnabanka í tengslum við matið, þar sem forritið verður notað víða á hollenskum iðjuþjálfadeildum. Ég hef einnig leiðbeint nemum í fram- haldsnámi í iðjuþjálfun í öðrum löndum, ef verkefni þeirra byggja á A-ONE. Ég hef því alltaf nóg að gera þó svo að verkefnin séu ekki öll launuð. - Nú ertu líka að skrifa hók, er það ekki? Jú, eða öllu heldur bókakafla. Bandarísk- ur iðjuþjálfi, Glen Gillen, sem sótti A-ONE námskeið fyrir nokkrum árum er ritstjóri að bók sem ber titilinn Occupational Therapy Management of the CVA patient, eða iðju- þjálfameðferð heilablóðfallssjúklinga. Áætl- að er að hun komi út næsta vetur. Gillen taldi mikla þörf á að koma þeim kenning- um, sem A-ONE matið byggist á inn í

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.