Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 25

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 25
23 Guðrún Pálmadóttir, iðjuþjálfi, M.S. Snæfríður Þ. Egilson, iðjuþjálfi, M.S. Skýrsla um kynnisferð tíl Danmerkur í tengslum við undirbúning náms í iðjuþjálfun á ísiandi Inngangur: Dagana 6.-10. nóvember 1995 fóru undirritaðar, Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þ. Egilson í ferð til Dan- merkur til að kynna okkur fyrirkomulag iðju- þjálfunarnáms í Kaupmannahöfn og Alaborg. Auk þess tókum við þátt í fundum COTEC (Committee of Occupational Therapists for the European Communities) og ENOT- HE (European Network of Occupational Therapy in Higher Education) þar sem var fjallað um iðjuþjálfunarmenntun í Evrópu. Markmið ferðarinnar var að afla upplýsinga vegna undirbúnings náms í iðjuþjálfun. Menntamála- ráðuneytið styrkti för okkar um kr. 75.000. Iðjuþjálfaskólar í Danmörku eru 7 og út- skrifa á hverju ári 400 iðjuþjálfa. Námið tek- ur 3 ár. Fulltrúar iðjuþjálfaskólanna og danska iðjuþjálfafélagið hafa ítrekað reynt að fá námið lengt í 4 ár. Þessi barátta hefur verið árangurslaus til þessa, m.a. vegna þess að skyldar heilbrigðisgreinar eru einnig með 3ja ára nám. Lenging á iðjuþjálfanám- inu myndi því að líkindum kalla á víðtækar og dýrar kerfisbreytingar. Mikill áhugi er á náminu og sívaxandi eftirspurn eftir iðjuþjálfum í Danmörku. Nýlega kom tilskipun frá danska Mennta- málaráðuneytinu um að auka skyldi nem- endafjölda enn frekar. Allt að helmingur danskra iðjuþjálfa vinnur á vegum sveitar- félaga utan hefðbundinna sjúkrastofnana og starfsvettvangur þeirra og viðfangsefni eru

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.