Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 34
32
enskupróf, TOFEL-prófið, (Tek Og FELl) en
það átti eftir að reynast auðvelt í saman-
burði við þessi ósköp.
í lok október 1994 var fyrsti áfanginn yfir-
staðinn, umsóknargögnin farin og tveimur
forprófum lokið, en það heyrðist bara ekkert
frá okkar kæra prófessor dr. Gail Hills
Maguire og FlU-stjórnendur voru lengi vel
tregir við að viðurkenna iðjuþjálfanámið
sem BS-nám.
í byrjun árs 1995 var ég hætt að hugsa um
þetta og farin að líta hýru auga til karls
míns. Það var líka eins og við manninn
mælt, við frjóvgun kom símbréf frá Gail;
hún væri að koma fyrir páskana og FIU
hefði samþykkt prófin til BS-gráðu svo nú
væri bara að hefjast handa. Ef satt skal segja
varð ég pínu spæld, orðin ólétt og hrædd
um að mér yrði þetta ofviða. Ég hugsaði
með mér, ég trúi ekki á þetta nám fyrr en ég
hitti sjálf þessa konu. Aukinheldur hlaut
hún að vera eitthvað skrítin, hún sagði t.d.
að Hope myndi þekkja hana á flugvellinum
á sandölunum!!
Gail kom svo fyrir páskana 1995 og ég
mun aldrei gleyma fyrsta tímanum hjá
henni. Konan talaði meira en ég! - var
óstöðvandi tungufoss. Ég skildi ekki helm-
inginn af öllum verkefnunum sem okkur
var ætlað að vinna og byrjaði að telja niður í
huganum svo ekki sæist hve illa mér leið.
Ég fór að efast um að þetta nám væri erfiðis-
ins virði. Af hverju var ófrísk kona um fer-
tugt, í góðri stöðu og með lítil börn, að
leggja þetta á sig? Ég ætlaði að fara að eign-
ast mitt síðasta barn, hvers vegna ekki að
njóta þess og slappa af? Hvaða hvatir lágu
að baki þessari þörf fyrir að taka þátt í upp-
byggingu fagsins og ala upp nýja kynslóð
iðjuþjálfa? Hafði ég ekki nóg með mig, starf-
ið og fjölskylduna? Fyrstu vikurnar hjá Gail
þjáðist ég líka af margskonar sál-líkamleg-
um kvillum; slæmur hálsrígur hrjáði mig og
svo var ég alltaf við hellismunna þursabits,
enda átti undirvitund min í mesta basli við
að ná sáttum við vitundina.
Þessi Gail reyndist vera hið mesta hörku-
tól og dúndraði verkefnum í allar áttir, ekki
bara yfir okkur nemana, heldur líka til
skólanefndarinnar og bókstaflega til allra
sem urðu á vegi hennar innan HÍ. Það var
engin „elsku mamma" og ekkert "en ég er
bara ekki nógu góð í ensku", þá sagði hún
bara „þú verður þá að ráða þér 'editor'
væna mín". Svo heimtaði hún að fá öll verk-
efnin eftir reglum APA. Ég vissi ekki neitt
um neina enska „apa" og þegar ég svo sá
500 blaðsíðna bók um APA málið, þar sem
segir fyrir um hvar og hvenær punktur eða
komma komi, röð tilvitnana og . . . þá fór
heldur að kárna gamanið. Það var ekki nóg
með þessar kröfur um uppsetningu, heldur
ácttum við að skila ritgerð sem væri birting-
arhæf í fagtímariti og þannig úr garði gerð
að við gætum haldið erindi um efnið á ein-
hverri ráðstefnu iðjuþjálfa úti í heimi. Að
kljást við þetta á móðurmálinu hefði verið
nógu erfitt. Var nokkur furða þótt maður
mætti í vinnu með útstandandi augu og
héldi sér í hurðarkarmana, svo maður félli
ekki í yfirlið af hræðslu við að standast ekki
kröfurnar? Gail talaði líka um „e-mail",
„word perfect" og „convertera" hugtök sem
ég hafði bara aldrei heyrt um. Að fara á
bókasafn og fletta í heimildaskrá var nóg
fyrir mig. Við lásum greinar sem við skild-
um ekki helminginn af því okkur vantaði
grunnþekkinguna, sem við fengum reyndar
seinna í töl-, aðferða- og líkindafræði-áföng-
um í Háskóla íslands. Oft hefur einhver
okkar verið að því komin að gefast upp, en
þetta er eins og bamsfæðing, þegar barnið
er fætt er sársaukinn gleymdur.
Við tókum tvo áfanga hjá Gail, annan í