Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 35

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 35
33 kennslufræðum og hinn í hugmyndafræði, með áherslu á þróun hugmyndafræði iðju- þjálfunar. Sumarleyfið notuðum við síðan til að skrifa ritgerðina „birtingarhæfu hvar sem væri", eins og prófessor Gail sagði að minnsta kosti. Haustið 1995 fórum við í töl- og aðferðafræði með væntanlegum sjúkra- þjálfaranemum, en þeirri reynslu er best lýst með orðum Kristjönu: „Ég taldi mig vera að læra spænsku en lenti síðan í ítölskuprófi". A sama tíma vorum við í fjarnámi hjá Gail með öldrunaráfangann „Assessment for the Elderly". Eins og endranær fylgdu honum engin smáverkefni og nú í mars eru enn nokkrir nemar að ljúka lokaritgerð í þeim áfanga. Þetta sama haust lenti Ingibjörg tvisvar í bakaðgerð og var ekki öfundsverð af sínu hlutskipti, rúmliggjandi og á miklum verkjalyfjum. Áætluð fæðing hjá mér var um 20. nóvember, en ég var ósköp sátt við að fara framyfir. Oft talaði ég við ófæddan son minn um það hvort ekki væri t.d. í lagi hans vegna að ég færi á „Clinical Reason- ing" námskeiðið og fengi að ná öllum fyrir- lestrunum í töl- og aðferðafræði. í stuttu máli, að gott væri nú að geta klárað þetta verkefnið og hitt. Að endingu fæddist okkur nemunum sjö (ekki dvergunum sjö) og eig- inmanni mínum, sveinbarn þann 2. desem- ber 1995. Snorri, en svo heitir drengurinn, var búinn að vera svo tillitssamur við móð- ur sína að hann ákvað að koma í heiminn þegar pabbinn þurfti að skreppa frá í tvo tíma, -bara svona til að minna á að mamma stjórnar sko ekki öllu. Þá var bara að fá ritar- ann til að hlaupa í skarðið til að „editera" gang fæðingarinnar og það var gert með sama faglega yfirbragði og við var að búast. Eg tók að sjálfsögðu öll námsgögnin með mér á fæðingardeildina en hélt reyndar að ég kæmist yfir miklu meira, miðað við þá góðu þjónustu sem ég þar fékk. Eftir heim- komuna náði ég að brynna músum í fjóra daga og fjórar nætur og undirbjó mig svo undir spænska „ítölskuprófið" eða öfugt, næstu fjóra daga og fjórar nætur. Við Ingibjörg tókum prófið í einangrun. Ástæða þess var sú að við þurftum báðar að standa upp með reglulegu millibili. Hún hafði jú verið bakveik og afturendinn á mér hafði gefið sig í meðgöngunni, svo ekki þótti ráðlegt að við trufluðum með sífelldu „uppistandi", enda var ég orðin svo vön að standa upp þegar þörfin kallaði að í fyrsta líkindafræðitíma hjá Þorláki Karlssyni stóð ég upp í miðjum tíma og gerði mér enga grein fyrir því að það gæti truflað kennsl- una. Aðlögunartækni iðjuþjálfa hefur nýst mér vel síðan Snorri fæddist; ritgerðasmíði með bam á brjósti eða í vöggu, færni í annarrar handar ritvinnslu, brjóstagjöf með tölfræði- útreikningum (gildir aðeins um hægra brjóst af því að ég er örvhent), - og geri aðr- ir betur, reyndar er spurning hvenær slag- síða kemur á, - stjórnborðsmegin. Eftir jól höfum við numið líkindafræði og marktækni rannsókna, svo nú ættum við að skilja það sem við vorum að læra í sumar! Tveir fjarnámsáfangar erum einhvers staðar á hafi úti og hafa ekki borist enn þegar þessi pistill er skrifaður. Við erum í netsambandi við Gail, en það nægir engan veginn til að fá þann stuðning sem við þörfnumst á erfiðum stundum. Það sem við mastersnáms-nemarnir eig- um sameiginlegt er það að við höfum dembt okkur út í eitthvað sem við vissum hvorki hvernig myndi þróast námslega né fjárhags- lega, en á þessum tíma höfum við lært mik- ið, enda lagt hart að okkur. í náminu er lögð áhersla á að fagið búi yfir sinni eigin hugmyndafræði sem með-

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.