Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 36

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 36
34 ferðarvinna og rannsókarstörf geti byggt á. Það hefur verið dragbítur fyrir stéttina hve háð hún hefur verið öðrum fræðigreinum. Iðjuþjálfun verður að sanna tilverurétt sinn með frumkvæði í rannsóknum og sýna fram á mikilvægi sitt og áhrifamátt. Námið er hvetjandi og unun að lesa rit og greinar sem sanna hugmyndafræðilega þróun fagsins síðustu ár. Iðjuþjálfar eru í sérstöðu hvað varðar þátttöku í lífi skjólstæðinga og vegna þess að þarfir og úrlausnir eru metnar út frá dag- legum athöfnum. Rannsóknarmöguleikar stéttarinnar geta bæði höfðað til þeirra ná- kvæmu sem vilja mæla og vega, en líka til þeirra sem vilja taka þátt í að skoða og upp- götva nýjar hliðar mannlegra þátta. Fjöl- breytni og valmöguleikar í starfi iðþjuþjálfa gerir fagið áhugavert og litríkt. Þessi breidd í starfinu hefur stundum verið gagnrýnd sem veikleiki en er þó þegar grannt er skoð- að lykillinn að einstaklingsmiðaðri aðstoð. Stofnun námsbrautar við Háskólann hef- ur gífurlegt gildi hvað varðar þróun faglegr- ar þekkingar og eflingu rannsóknarvinnu iðjuþjálfa. Iðjuþjálfastéttin hefur á að skipa hæfileikaríku fólki með sérþekkingu og styrk og má þar nefna Guðrúnu Ámadóttur sem eina af gersemum stéttarinnar. Þótt við hinar náum aldrei með tærnar þar sem hún hefur hælana, vitum við að í íslenskum iðju- þjálfagenum leynast hugmyndafræðingar og vísindamenn en snillingar eins og Guð- rún lýsa leiðina. Nú styttist í Flóridaferðina þar sem við verðum í tvo mánuði og þar sem ég hef hugsað mér þetta sem framhaldssögu, læt ég hér með fyrsta kafla lokið. Iðjuþjálfí óskast Bergfell ehf. óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í hlutastarf Upplýsingar í síma 551 6990

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.