Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 37
35
Anna Guðrún Arnardóttir og Anna Valdemarsdóttir
iðjuþjálfar á Kleppi
Endurminningar og fram-
tíðardraumar geðiðjuþjálfa
í tilefni af afmælinu okkar ætlum
við að deila með ykkur skemmti-
legum endurminningum frá síð-
asta starfsári og framtíðardraumum
okkar, sem vonandi rætast!
Það sem stendur upp úr hjá okkur er Fær-
eyjaferðin góða sem við fórum í síðastliðið
sumar. Með í för voru 21 sjúklingur, greinar-
höfundar og einn starfsmaður úr iðjuþjálfun
Kleppsspítala. Ferðin tók alls 10 daga. Við
keyrðum til Seyðisfjarðar og tókum ferjuna
til Færeyja, fórum þar daglega í leiðangra og
höfðum síðan viðkomu á Akureyri á heim-
leiðinni. Þess má geta að þetta er fyrsta ut-
anlandsferðin sem farin hefur verið á veg-
um iðjuþjálfunar á geðdeild Lsp. Seinna í
þessari grein koma brot úr ferðasögunni
sem einn ferðalangurinn skrifaði og birtist
vonandi í heild sinni í geðhjálparblaðinu...
Eins og mörgum er kunnugt eru ferðalög
fastur liður í okkar starfi. Við teljum mjög
mikilvægt að okkar fólk fái tækifæri til að
njóta þessara lífsgæða eins og allt venjulegt
fólk; að upplifa eitthvað nýtt, takast á við
óvæntar aðstæður, safna endurminningum,
að eiga sér draum sem rætist og að langa
heim á ný. Oft sjáum við nýjar hliðar og
styrkleika hjá okkar skjólstæðingum í þess-
um ferðum. Það er ótrúlegt hve mikið getur
gerst við það eitt að komast út úr blýföstum
venjum daglegs lífs.
Undirbúningurinn undir ferðalagið var
ekki síður mikilvægur en sjálft ferðalagið.
Við byrjuðum með nærri árs fyrirvara að
þjappa saman hópnum og að skipuleggja
fjáröflun. Fyrir flesta var það stórt skref að
yfirgefa landið. Flestir höfðu ekki gert það í
15 - 20 ár og einn aldrei. Eins og vænta mátti
fór að bera á kvíða og spennu þegar brottför
nálgaðist. Við hittumst því oftar eftir því
sem nær dró og Ebba var fengin til að sjá um
kvíðastillandi djúpslökun. Sumir voru við
það að gugna um tíma en náðu að yfirstíga
allar hindranir þannig að allir sem ætluðu
sér að fara fóru.
Ferðalagið var í heildina mjög ánægju-
legt. Að sjálfsögðu er ýmislegt sem kemur
upp í svona stórum sjúklingahóp sem nauð-
synlegt er að vinna úr. Við þessar aðstæður
þar sem unnið er saman allan sólarhringinn
í þetta langan tíma er sérstaklega nauðsyn-
legt að starfshópurinn standi saman og að
traust ríki manna á milli. Það reyndi mikið á
það í þessari ferð enda má lítið út af bera til
að svona hópur splund rist. Það kom okkur á
óvart hversu orkukrefjandi þetta var, vara-
batteríin voru næstum því alveg búin!