Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 38

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 38
36 Um borð í Norðurlýsinu. Þórshöfn í baksýn. Ferðasögubrot eftír Friðrik Ágústsson: Það var eftirvænting í loftinu því förinni var heitið til Færeyja ... Þegar við komum á Far- fuglaheimilið í Þórshöfn klukkan 6 að fær- eyskum tíma urðum við vör við að þar ríkti gleði og glaumur. Þarna var þá komið skoska landsliðið í fótbolta sem hafði unnið Færeyinga 2-0 kvöldið áður . . . Mér fannst þetta dálítið lunkinn náungi og talaði ég við hann dönsku. Flann átti síðar eftir að verða mikill vinur okkar... Síðan var brennt á rút- unni niður í bæ. Allt fannst mér fremur ný- stárlegt þama í Þórshöfn og tók ég t.d. strax eftir því að hús voru yfirleitt ekki úr stein- steypu eins og heima á íslandi... Eftir nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að þetta væri auglýsing um ball hjá geðdeildinni í Færeyj- um. Eftir handaupréttingar var ákveðið að fara á ballið um kvöldið. Við vorum sem sagt ekki ein í veröldinni. í Færeyjum var þá geðdeild líka ... Gólfið fylltist skyndilega af eldheitum Færeyingum sem sveifluðu kon- unum stafna á milli . . . Þegar þangað kom vorum við óratíma að leita að einhverju Tívolíi þar, sem búð var að auglýsa. Loks fundum við fáein tjöld . . . Loks birtist víg- hreifur færeyskur víkingur, glaðlegur og sterklegur með skegg. Þetta var skipsstjór- inn ... Þegar til hafnar var komið á ný útbjó hinn færeyski víkingur handa okkur kaffi og sagði okkur færeyskan brandara sem átti að ske á íslandi... Hinn fimmti dagur var haf- inn og veðrið var ennþá gott. Öllum virtist líða vel og skemmta sér hið besta. Við fórum niður í bæ og ráfuðum um tíma um miðbæ Þórshafnar. Seinna um daginn ætluðum við síðan í ferð með einskonar aldamótaskipi, gömlu þilfarskipi með seglum sem hét Norðurlýsið... í tollskoðuninni spurði maður í útlend- ingaeftirlitinnu mig á ensku, hvaðan ég væri en ég benti honum vinsamlegast á það... Á leiðinni virti ég fyrir mér náttúru landsins

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.