Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 41

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 41
39 virkja börnin í leik og starfi. Það kom mér á óvart að sjá hve sum þessara barna eru óvirk á útisvæði, fara til dæmis beint í sandkass- ann og sitja þar allan útitímann; enginn ger- ir neitt. Eins ráfa sum um svæðið og tengjast engum. Áberandi er hvað börn sem ekki eru sterk félagslega eiga erfitt uppdráttar í leik- skólahópnum, hreinlega valtað yfir þau. Þarna tel ég mjög mikilvægt að grípa strax inn í og hjálpa þessum börnum. Það sem okkur vantar helst í leikskólann eru herbergi sem hægt er að nota til að þjálfa litla hópa. Vöntun á iðjuþjálfum er áberandi, þar sem ég tel mikilvægt að búið sé að vinna með þessi böm áður en þau fara í skóla. í janúar gerðust þau gleðitíðindi að ég fékk 10% stöðu sem iðjuþjálfi hjá bænum og ég hef þá trú „að margt smátt geri eitt stórt". Ég vinn nú með eitt bam á öðrum leikskóla og fer þangað tvisvar sinnum í viku og býst við að hann verði hjá mér út apríl, í fjóra mánuði. Svo hef ég samband aftur í haust og heyri hvernig gengur. En nú þegar er hópur af börnum sem bíður eftir að komast í þjálfun, og foreldrar sem krefjast þess að þeirra börn fái svipaða þjónustu. Þannig að pressan er mikil á bæjarráðið og á ég von á að úr þessu rætist innan tíðar. Ég tel það mikinn kost ef barn getur fengið þjálfun sem að raskar sem minnst daglegu lífi þess og foreldranna og tel mig á réttri leið. í þessu brölti mínu í Hafnarfirði hef ég einungis hitt jákvætt fólk sem styður mig heilshugar og er óneitanlega gott að vinna við slíkar kringumstæður. Elsa Þorvaldsóttir úskrifaðist sem iðjuþjálfi úr háskóla t Þrándheimi í Noregi 1986. Nýtt merki Iðjuþjálfafélagsins í tilefni 20 ára afmælis Iðjuþjálfafélags íslands var merki félagsins. Hugmyndin að baki merkinu er sú að höndin tákni iðjuþjálfann sem styður skjólstæðinginn og er blómið ímynd skjólstæðingsins. Blómið þarfnast stuðnings en reisir sig upp með aðstoð handarinnar. Liturinn á stilknum er hinn græðandi litur en sá fjólublái er litur gæfu og gengis. Samhliða hönnun merkisins var skammstöfun félagsins breytt í IÞÍ. Búið er að útbúa boli með merki félagsins og kostar hver bolur 1000 krónur. Með sumarkveðjum, fyrir hönd Iðjuþjálfafélags íslands, Katla Kristvinsdóttir, Elsa Ingimarsdóttir, Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir ákveðið að láta hanna

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.