Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 51
49
rænnu heildarsamtökum fatlaðra. Fjöl-
mörg norræn verkefni hafa fengið styrki
frá NUH en íslendingar hafa tengst fimm
verkefnum sem NUH hefur styrkt/styrkir
og þar af eru íslendingar leiðandi í tveim-
ur. Hjálpartækjamiðstöð TR hefur tengst/
tengist fjórum af þessum verkefnum. þau
eru: Nordlysbæklingurinn 1993 (saman-
tekt af hugbúnaði fyrir þá sem ekki hafa
náð lestrar -og skriftarfæmi), NORDana-
LYS handbók fyrir fagaðila 1995 (úttekt á
hugbúnaðinum í Nordlýsbæklingnum
svo og aðferðafræði hvernig þjálfa megi
fæmi til lesturs, skriftar og boðskipta með
notkun þessa hugbúnaðar), Tantaculus
1993 (tengibox við tölvur fyrir rofa og um-
hverfisstjórnunarbúnað) og Tjáriti 1996
(nýtt tjáskiptahjálpartæki fyrir málhaml-
aða og heyrnarskerta sem Hugfang hf. er
að þróa. Jet-Pro í Noregi/íslandi, Tölvu-
miðstöð fatlaðra og Samskiptastöð heym-
arlausra eru einnig samstarfsaðilar).
Fimmta verkefnið er BlissGrammer 1993
(tengiforrit milli blisshugbúnaðar og tal-
gervils), verkefni Jóns Hjaltalíns Magnús-
sonar.
* Skólaráð NUD. Anna Soffía Óskarsdóttir,
þjálfunarskóla ríkisins er fulltrúi íslands í
skólaráði NUD.
* Endurskoðun norrænnar samvinnu. Nor-
ræn samvinna er almennt í mikilli endur-
skoðun nú og gera má ráð fyrir breyting-
uin á störfum þessara nefnda í nánustu
framtíð.
^amstarf hjálpartækjastofnana
^orðurlanda
* Frá 1994 hef ég sótt fundi yfirmanna hjálp-
artækjastofnana á Norðurlöndum, en auk
þeirra sitja fundina framkvæmdastjórar
NNH og NUH. Hjálpartækjastofnanirnar
eru Hjælpemiddelinstituttet í Danmörku,
Handikappinstituttet í Svíþjóð, Rikstryg-
desverket (og Sintef-Rehab) í Noregi,
Stakes í Finnlandi og Hjálpartækjamið-
stöð Tryggingastofnunar ríkisins á ís-
landi. Mikið samstarf er á milli þessara
stofnana, m.a. með tilliti til prófana á
hjálpartækjum, upplýsingamiðlunar, út-
boðsvinnu á hjálpartækjum og fleira.
Stofnanirnar í Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð eru sérstaklega virkar í því stöðlun-
arstarfi sem fram fer í CEN og ISO á sviði
hjálpartækja. Hjálpartækjamiðstöðin tek-
ur nú þátt í sérstöku verkefni á vegum
hjálpartækjastofnanna varðandi gerð
kröfulýsingar á fjarstýribúnaði, sem taka
þarf tillit til við prófun slíks búnaðar.
Helios II
• Félagsmálaráðuneytið á íslandi tengdist
Helios II verkefninu, með fullri aðild
l.janúar 1996. Helios II er samstarfsverk-
efni Evrópuþjóða um málefni fatlaðra. fs-
land tengdist þessum verkefnum á tíma-
bilinu 1994-1996. Það eru 8 verkefni á
vegum Helios II, sem íslendingar tengjast.
Verkefnin auk forsvarsmanna eru: ráð-
gjafanefnd (Margrét Margeirsdóttir,
deildarstjóri í Félagsmálaráðuneytinu),
umræðuhópur samtaka fatlaðra (Helgi
Hróðmarsson, starfsmaður samvinnu-
nefndar þroskahjálpar og Örykjabanda-
lagsins), Handynet-tölvukerfið um hjálp-
artæki (Björk Pálsdóttir, forstöðumaður
hjálpartækjamiðstöðvar TR), atvinnumál
og starfshæfing (Guðrún Hannesdóttir,
forstöðumaður Starfsþjálfunar fatlaðra),
blöndun fatlaðra í almenna skóla (Kol-
brún Gunnarsdóttir, deildarstjóri í
Menntamálaráðuneytinu), félagsleg að-
lögun og íþróttir (Ólafur Jensson, formað-
ur íþróttasambands fatlaðra og Anna Kar-
ólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri