Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Qupperneq 7

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Qupperneq 7
Þátttakendur á Nor- rænum formannafundi. Frá vinstri: Virpi Aral- inna formaður og Kari Carlberg varaformaður frá Finnlandi, Hope Knútsson frá íslandi, Inga-Britt Lindström frá Svíþjóð, Karin Liabö frá Noregi og Tina Vol- telen frá Danmörku. Norrœiat samstarf Hope Knútsson segir frá I 17 ár hafa formenn Norrænna iöjuþjálfafélaga hist einu sinni á ári. Fyrsti fundurinn var áriö 1981 í tengslum viö „Nordisk Seminar" sem þá var haldiö fyrsta sinni, reyndar á íslandi. Formennirnir hittust í þetta skipti dagana 28. og 29. ágúst í sumar sem leiö, í miöaldaþorp- inu Visby á eyjunni Gautlandi í Svíþjóö. Viö vorum sex manns sem sóttum fundinn, fimm for- menn og einn varaformaöur. Stiklað á stóru Markmið fundanna er að bera saman bækur um félögin og starf þeirra, taka ákvörðun um samvinnu Norræna iðju- þjálfa t.d. „Nordisk Kongress" sem áður hét „Nordisk Seminar", samhæfa af- stöðu okkar innan Heimssambands iðju- þjálfa og Evrópunefndar iðjuþjálfa, auk þess að fylgjast með útgáfu Scandinavi- an Journal of Occupational Therapy. Eg vil hér á eftir miðla helstu atriðum er varða starfsemi hjá hinum Norrænu fé- lögunum. Danmörk Dönskum iðjuþjálfum þykir nýja launa- kerfið í Danmörku krefjast meiri tíma og krafta en áður. Jafnframt finnst þeim það nýja réttlátara að mörgu leyti. Félagið samdi bækling fyrir meðlimi sína þar sem finna má leiðbeiningar um hvernig semja á um laun þegar skipt er um starf. Gerð var könnun á því hvar iðjuþjálfar störfuðu og 92% félagsmanna svöruðu könnuninni. Danska iðjuþjálfafélagið gekk nýverið í heilbrigðisdeild regnhlífarsamtaka ásamt átta öðrum fagstéttarfélögum. Þessi deild talar fyrir hönd 100.000 manns. Formenn aðildarfélaga heilbrigð- isdeildar hittast mánaðarlega og eru ný- búnir að semja drög að endurbættri grunnmenntun hjá þeim stéttum sem eiga aðild. Stungið er upp á að stofna heilbrigðisskor við þá fimm háskóla í Danmörku sem bjóða upp á nám í grein- unum. Danska félagið hefur einnig stað- ið að upplýsingaherferð um álagsein- kenni hjá börnum og ungmennum sem nota tölvur. Noregur Norska félagið heldur nú aðalfundi á þriggja ára fresti og er almenn sátt um þetta fyrirkomulag. Það þykir vera tíma- sóun að undirbúa aðalfundi árlega. Nú semur stjórnin mjög vandaða starfsáætl- un og hefur svigrúm til að fylgja henni eftir. Stjórnarmenn eru þá kosnir til þriggja ára í senn. Stjórn norska iðju- þjálfafélagsins kemur saman mánaðar- lega og fundar í heilan dag og stundum tvo daga. Þess má geta að stjórn IÞI kem- ur saman hálfsmánaðarlega í a.m.k. 2 klst. í senn. Norska félagið hefur ekki lengur fastar nefndir en í stað þeirra starfa vinnuhópar, hver með sína vinnu- áætlun og markmið. Norskir iðjuþjálfar héldu sitt fyrsta landsþing fyrir ári síðan og 400 af 1700 starfandi iðjuþjálfum í Noregi tóku þátt. Þema ráðstefnunnar var „Vinna og heilsa". Unnið er að því að stofnaður verði einn eða jafnvel tveir skólar í við- bót við þá fjóra sem fyrir eru. Vonast er til að stofnaðir verði skólar í Stavanger og annað hvort í Álesund eða Hedmark. í dag eru 178 pláss fyrir iðjuþjálfanema og vill félagið gjarnan sjá að þau verði 300 á ári. Norska þingið hefur beðið um samræmda áætlun um endurhæfingar- þjónustu. Finnland Innan iðjuþjálfafélags Finna eru 20 svæðisfélög sem fá fjármuni frá aðalfé- laginu. Sum þeirra eru óformleg eins og leshringir, sum starfa sem stéttarfélög og önnur sem fagfélög. Nú eru 20 finnskir iðjuþjálfar í nýju mastersnámi í Finn- landi sem Barbara O'Shea og Gary Kiel- hofner hafa aðstoðað við að koma á fót. Grunnmenntun iðjuþjálfa í Finnlandi er að breytast. Áður voru iðjuþjálfa- og sjúkraþjálfaranemar saman í upphafi námsferilsins en fóru aðskildar leiðir seinna í náminu. Þetta reyndist ekki vel þannig að nú er menntun þessara tveggja greina að fullu aðskilin. I finnska launakerfinu eru einungis tveir launa- taxtar, fyrir almenna iðjuþjálfa og yfir- iðjuþjálfa. Svíþjóð í Svíþjóð eru átta iðjuþjálfaskólar með samtals 440 nema. Nú er sú hugmynd uppi að betra væri að hafa sex skóla með fleiri nemum í hverjum skóla. Sænskir iðjuþjálfar eru loksins að fá löggildingu! í nóvember halda þeir upp á 20 ára af- mæli sameiningar fags- og stéttarfélags. Félagið sendir fulltrúa í iðjuþjálfaskól- ana sem fræða nemendur um hvernig á að sækja um vinnu og semja um laun að loknu námi. I október ár hvert heldur sænska félagið iðjuþjálfadaga. Þá leggja öll svæðisfélögin sem eru 31 talsins fram vinnu í því tilefni. Félagið velur þema og í ár er þemað „öldrun". Gefin eru út IÐJUÞJÁLFINN 2/98 7

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.