Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Síða 9
RANNSÓKNIR í
iðjuþjálfiAM
þessar mundir er unniö aö al-
þjóölegri réttmætingu (validation)
a roatstækinu „Occupational Per-
f°finance Histroy Interview 11“
(OPhl-||) og er þaö liður í rann-
s°kn á þróun og mati á því. Rann-
sóknin fer fram viö lllinois háskól-
ann í Chicago í Bandaríkjunum og
er henni stýrt af Gary Kielhofner.
Kr'stjana Fenger, iöjuþjálfi greinir
^er ffá verkefninu.
OPHI-II í íslenskri þýðingu
Veri3 er að þýða matstækið yfir á ýmiss
tungumál, svo sem dönsku, finnsku,
flæmsku, frönsku, íslensku, japönsku,
íuversku, portúgölsku, spænsku,
s*nsku og þýsku. íslenska þýðingin er í
öndum Guðrúnar Pálmadóttur, Krist-
jonu Fenger og Sigríðar Jónsdóttur. Þær
Þ>ka jafnframt þátt í rannsókninni, en
Pátttaka í henni stendur öllum iðjuþjálf-
um opin. Rannsakendur fá í hendur, sér
a<"' kostnaðarlausu nýútkomna handbók
niL'ð matinu. Þeirra hlutur í rannsókn-
inni er, auk þess að kynna sér handbók-
ina og þekkja vel til líkansins um iðju
mannsins (Model of Human
Occupation) að meta tvo einstaklinga út
frá myndböndum sem send eru frá
Chicago.
Ennfremur þurfa þeir að meta þrjá
einstaklinga á sínum vinnustað. Mæli-
tækið OPHI-II byggir á líkaninu um iðju
mannsins og er bæði eigindlegt, þar sem
iðja og líf einstaklingsins er skoðuð frá
sögulegu sjónarhorni og megindlegt eða
magnbundið, þar sem notuð er stigagjöf.
Mælitækið er þrískipt:
• Viðtal.
í þeim hluta eru spurningar sem
spyrjandi getur stuðst við, til að fá
fram sögu skjólstæðingsins varðandi
fimm þætti: hlutverk, daglegar venj-
ur, athafnasvæði, val athafna og iðju
og atburði er markað hafa tímamót.
• Stigagjöf.
Notaður er fjögurra þrepa skali sem
metur iðjutengda sjálfsmynd
(occupational identity), færni við iðju
(occupational competence) og at-
hafnasvæði (occupational behavioral
settings).
• Ævisöguform.
Hér er saga skjólstæðings skoðuð út
frá tilteknu myndrænu formi.
Stefnt er að því að þýðingu ljúki á árinu
1999. Ekki er stefnt að þýðingu á hand-
bókinni í bráð.
Canadian Occupational
Performance Measure
(COPM)
á íslensku
Verið er að gera formlegan samning við
Dr. Mary Law, sem er í forsvari fyrir út-
gáfu matstækisins „Canadian Occupatio-
nal Performance Measure" um endan-
lega íslenska þýðingu á eyðublaðinu. Til-
raunaútgáfa hefur verið í notkun, meðal
annars á Reykjalundi um nokkurt skeið.
Stefnt er að því að semja síðar um sölu
eyðublaðanna hér á landi. Þýðingin á
COPM færnimælingunni er unnin af
iðjuþjálfunum Guðrúnu Pálmadóttur,
Kristjönu Fenger, Margréti Sigurðardótt-
ur og Sigríði Jónsdóttur.
KF
Af kynmKigarmálum
s
almennum félagsfundi IÞÍ nýverið voru kynningarmál
til umfjöllunar. Rædd var nauðsyn þess að efla kynn-
ingu á iðjuþjálfun og hvaða leiðir mætti fara í því sam-
andi. Ymsar hugmyndir voru uppi og fundarmenn sammála
Ulu að bæði þurfi að gera átak í að kynna námsbrautina og
starfsgreinina sem slíka. Stofnaður var starfshópur um al-
mannatengsl og markaðssetningu iðjuþjálfunar. í starfshópn-
um eru eftirtaldir iðjuþjálfar: Guðrún Pálmadóttir, Þóra Leós-
dóttir, Hrönn Birgisdóttir, Björk Pálsdóttir, Guðrún Hafsteins-
dóttir og Sigríður Kr. Gísladóttir.
ÞL
IÐJUÞJÁLFINN 2/98 9