Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Page 25
sem koma fram í fyrsta og þriðja þrepi
eru venjulega grunnur þessarar grein-
ingar. Skjólstæðingar hafa líkamlega, til-
finningalega og hugræna styrkleika og
leikni á ýmsum sviðum. Til dæmis er
sterk löngun til að snúa til vinnu, eða
takast á við heimilisstörf mikilvæg í bar-
áttunni við færnivandann. Sjálfstæðis-
hugsjón Islendinga, skopskyn og áhugi á
að taka virkan þátt í að bæta færni eru
frekari dæmi um styrkleika skjólstæð-
ings. Skjólstæðingarnir hafa reynslu af
að leysa eigin mál og iðjuþjálfar geta
nýtt sér reynslu þeirra. Fjölskylda og
vinir sem fræðst hafa um vandann geta
virkað sem stuðningsúrræði í umhverfi.
Sambýli, fjárhagsaðstoð eða önnur að-
stoð sem veitt er af samfélaginu eru
einnig dæmi um úrræði í umhverfi skjól-
stæðingsins.
Sá styrkur sem iðjuþjálfinn býr yfir og
þau úrræði sem hann þekkir, skipta máli
í skjólstæðingsmiðaðri íhlutun að því
marki sem það snertir lausn á færni-
vanda. Iðjuþjálfinn býr yfir sérfræði-
þekkingu til eflingar iðju. Úrræði
sem standa iðjuþjálfanum opin geta
einnig verið samstarfsaðilar með
sérþekkingu og fræðilegt efni sem
styrkir iðjuþjálfann í starfi sínu.
Starfsumhverfi iðjuþjálfa Reykja-
lundar hefur áhrif á hvað hægt er að
bjóða skjólstæðingum. Til dæmis
getur mikið sjúklingaflæði takmarkað
þann tíma sem iðjuþjálfi ver utan stofn-
unar með skjólstæðingi. Frekar verður
rætt um úrræði innan Reykjalundar í
sjötta þrepi þar sem fjallað verður um
íhlutun.
• Fimmta þrep:
Komast að samkomulagi um að hvaða
árangursmarki skuli stefnt og móta
áætlun þar að lútandi
Arangursmark (target outcome) er nám-
kvæmara en hugtakið markmið (goal)
samkvæmt höfundum líkansins. Arang-
ursmark felur í sér sameiginlega áætlun
skjólstæðings og iðjuþjálfa um hver geti
orðið árangur iðjuþjálfunar, mældur í
færni við iðju og ánægju með færnina.
Skjólstæðingur og iðjuþjálfi koma sér
saman um árangursmark og þróa fram-
kvæmdaáætlun. Ákveða þarf fyrirfram
hæfilega stór skref sem stigin eru í átt að
árangursmarki og tengast færni við þá
iðju sem er í brennidepli.
Árangursmark þarf að vera mælan-
legt þannig að vitað sé hvort og hvenær
því er náð. Lýsa þarf nákvæmlega
hvernig gögnum verður safnað til að
meta árangur. Því er nauðsynlegt að
hafa þekkingu á þeirri færni sem skjól-
stæðingurinn hefur áður en þjálfun
hefst, annars er ekki unnt að mæla ár-
angur. Aðferðir til að efla færni skjól-
stæðings við iðju eru skoðaðar með hon-
um og áætlun gerð. Áætlunin verður að
vera í samræmi við gildi, trú og vonir
skjólstæðings. Framkvæmdaáætlun get-
ur falið í sér aðferðir til að þróa, endur-
byggja, viðhalda og efla færni við iðju
eða koma í veg fyrir vanhæfni við iðju.
í þessu þrepi eru bæði höfð í huga
þau úrræði sem Reykjalundur býður
upp á og þau sem finna má utan stofn-
unar. Út frá úrræðunum fer fram
stundatöflugerð með skjólstæðingnum
og þá um leið val á þeirri iðju sem þokar
honum að árangursmarkinu. Nánar er
fjallað um úrræði á Reykjalundi í sjötta
þrepi.
íhlutun iðjuþjálfans er ekki lokið fyrr
en árangur hefur verið mældur. Mælt er
hvort færni við iðju hefur aukist og hvort
árangursmarki er náð. Þetta þrep er
afar mikilvægt til að sýna fram á gildi
iðjuþjálfunar.
• Sjötta þrep:
Hrinda áætlun í framkvæmd með iðju
í þessu þrepi er áætluninni hrundið í
framkvæmd með iðju. Til að hafa áhrif á
færni einstaklings við iðju eru farnar
þrjár leiðir:
- að hafa áhrif á iðju skjólstæðings, til
dæmis með því að skipuleggja daginn
með stundatöflu, prófa nýja iðju og
æfa sig í nýjum eða gömlum aðferð-
um við iðju.
- að hafa áhrif á skjólstæðing, til dæmis
með fræðslu um streitustjórnun, lík-
amsbeitingu, slökun, mataræði, jafn-
vægi í daglegu lífi og hreyfingu.
- að hafa áhrif á umhverfi skjólstæðings,
til dæmis með því að breyta vinnuað-
stöðu, fræða fjölskyldu og vini.
Hér verða nefnd þau tilboð sem bjóðast
við íhlutun iðjuþjálfa á Reykjalundi og
nýtt eru af skjólstæðingum geðteymis:
l)Tilboð sem geta haft áhrif á iðju skjól-
stæðings og þannig bætt færni, eru
meðal annars alls kyns handíðir, eld-
húsverk og tölvuvinna. Einnig flokkast
hér undir verklegar æfingar streitu-
stjórnunar, slökunar, neysluhæfingar
og bakskólans. Utan iðjuþjálfunar-
deildarinnar, er eins og áður sagði boð-
ið upp á alls kyns íþróttir og hreyf-
ingu. Einnig er möguleiki á vinnuþjálf-
un á verkstæðum Reykjalundar og
jafnvel verndaðri vinnu í framhaldi af
því. Utan staðar er stundum farið í
banka og búð eða inn á heimili skjól-
stæðinganna.
2) Tilboð sem geta haft áhrif á skjólstæð-
inga og þannig bætt færni, er fræðsla
af ýmsu tagi og hér skal sagt frá því
sem skjólstæðingar geðsviðs nýta sér:
• Hugræn atferlismeðferð. Á hana hefur
verið minnst áður. Streitustjórnun og
slökun er 8 tíma námskeið, 50-60 mín-
útur í senn. Þátttakendur eru átta á
hverju námskeiði og eingöngu áhuga-
sömum skjólstæðingum er boðin þátt-
taka. Markmið námskeiðsins er að
fólk átti sig á streituvöldum í eig-
in lífi, beri kennsl á einkenni
streitu hjá sjálfum sér, finni leiðir
til að vinna á streitu og æfi sig í
einni þeirra, það er að segja slök-
un. Kennsluaðferðir eru fyrir-
lestrar, heimaverkefni, umræður
og verklegar æfingar.
• Slökun í hádeginu fyrir alla vist-
menn hússins. Þetta er hvíldarstund í
30 mínútur, fjórum sinnum í viku.
• Fræðsla fyrir vistmenn, á vegum
geðteymis. Þar mæta 20-40 manns og
er fræðslan opin öllum, en þátttak-
endur þurfa að skrá sig til geta sótt
fyrirlestrana. Þetta eru sex sjálfstæðir
fyrirlestrar sem fjalla um: Jafnvægi í
daglegu lífi, samskipti, áfallahjálp,
stjórn á streitu og kvíða, sjálfsmat og
fíkn. Fyrirlesturinn um jafnvægi í
daglegu lífi er í höndum iðjuþjálfa.
Þar er fjallað um hlutverk, venjur og
viðfangsefni tengd ólíkum æviskeið-
um og þroska. Einnig um það hvern-
ig einstaklingurinn aðlagar sjálfs-
mynd að eigin þroska og hvernig
skyndileg breyting vegna slysa eða
veikinda hefur áhrif á færnina til að
sinna hlutverkum og takast á við
daglega iðju. Þegar færnin minnkar
þá dvínar oft sjálfstraustið og sjálfs-
myndin breytist til hins verra. Þessar
breytingar valda stundum kvíða og
depurð. Fjallað er um leiðir til úrbóta.
IÐJUÞJÁLFINN 2/98 25