Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Síða 28
kreppu áhugamannafélagsins. En leiddi
það inn í tímabil atvinnumennsku sem
líklega mun standa yfir með einhverjum
hætti næstu 10 til 15 árin.
En hvað mælir með því að frjáls fé-
lagasamtök og sérstaklega hagsmuna-
gæslufélag eins og Geðhjálp fari út í
rekstur þjónustu. Fyrir því vil ég einkum
nefna þrjú rök: pólitísk, rekstrarleg og lýð-
ræðisleg.
Eldmóður
Pólitískt landslag síðustu tveggja áratuga
hefur breyst í þá átt að fela öðrum aðilum
en ríkisstofnunum að reka lögboðna
þjónustu hins opinbera.
Þessi þróun hefur gengið mislangt eft-
ir eðli þjónustunnar og hverjir það eru
sem mögulega gætu tekið hana að sér.
Hið opinbera getur látið þjónustuna af
hendi til markaðarins eða frjálsra félaga-
samtaka. Auðveldust hefur þróunin ver-
ið þar sem ríkið lætur af hendi fyrirtæki
sem geta starfað eftir lögmálum markað-
arins. En sömu lögmál gilda ekki þegar
um er að ræða fyrirtæki á heilbrigðissviði
og í félagsþjónustu. Það er freistandi fyrir
hið opinbera að leita til frjálsra félaga-
samtaka um rekstur þessarar þjónustu að
öllu eða að hluta. Sú leið sem hið opin-
bera hefur farið er að gera þjónustusamn-
inga. Slíkir samningar fela í sér að rekstr-
araðili tekur að sér þjónustuna fyrir
ákveðna upphæð og skilar henni sam-
kvæmt þeim kröfum sem gerðar eru í
samningnum.
Rekstraraðili sér um öll launamál og
kjarasamninga við starfsfólk. Verði halli á
rekstrinum verður sá hinn sami að mæta
honum með sjálfsaflafé sínu. Þetta eru al-
menn rekstraratriði, en það sem er sér-
staklega áhugavert við rekstur frjálsra fé-
lagsamtaka er samningsstaða, sveiganleiki,
frumleiki og eldmóður. Frjáls félagasamtök
geta snúið sér jöfnum höndum til ólíkra
aðila eins og mismunandi ráðuneyta,
sveitarfélaga, stofnana eða fyritækja um
samstarf við úrlausn verkefna.
Félagasamtök geta boðið upp á sveigj-
anleika í starfsemi, litla yfirbyggingu og
skriffinnsku og hreyfanleika starfsfólks
milli verkefna. Þau eru frekar tilbúin til
þess að reyna nýjar aðferðir og fara
óhefðbundnar leiðir að markmiðinu. Fé-
lagasamtök líta á sig sem frumkvöðla og
byggja á eldmóði félagsmanna og vilja til
sjálfshjálpar. Þetta leiðir hugann að því
sem nefna má lýðræðisleg rök fyrir þátt-
töku frjálsra félagasamtaka í rekstri lög-
boðinnar þjónustu.
Réttlæting
Hefðbundin félagasamtök eins og Geð-
hjálp eru formlega séð rekin af sjálfum fé-
lögunum. Stjórn er skipuð á aðalfundi
þar sem allir félagsmenn hafa jafnan at-
kvæðisrétt. Það eru því þjónustuþegarnir
sjálfir sem reka þjónustuna. Þetta þarf
ekki að vera svona í raun og því duga
þessi rök ekki ein sér. Hafa verður í huga
að félagasamtök eins og Geðhjálp eru
fyrst og fremst réttindagæsluaðilar og
bregðist þau því hlutverki hafa þau
hvorki tilgang né tilverurétt lengur.
Rekstur þjónustu fyrir hið opinbera gerir
félagið ekki óhæft til þess að gæta hags-
muna félagsmanna sinna.
Þvert á móti má færa rök fyrir því að
þar með skapist forsendur fyrir betri
þjónustu samkvæmt vilja og óskum þjón-
ustuþegans. Forsendurnar liggja í sjálfri
tilurð félagsins, að vera samtök geðfatl-
aðra sem eiga að njóta þjónustunnar. Það
er þjónustuþeginn sjálfur sem setur
mælistikuna á góða og slæma þjónustu.
Það er einnig hann sjálfur sem í gegnum
eigin hagsmunasamtök tekur ákvörðun
um hvaða þjónusta eigi að vera í boði og
hvernig að henni skuli staðið. Það er trú-
lega héðan sem finna má helstu réttlæt-
inguna fyrir þátttöku frjálsra félagasam-
taka eins og Geðhjálpar í rekstri lögboð-
innar þjónustu hins opinbera. Sem rekstr-
araðili eru samtökin ekki lengur í þeirri
aðstöðu að geta fríað sig ábyrgð og ein-
göngu bent á aðra þegar eitthvað fer mið-
ur eða krafist er úrbóta. Það eru samtökin
sjálf sem eru í eldlínu gagnrýninnar og
verða að standa sig. í þessu felst áskorun
en einnig áhætta.
Höfundur er félagsfræðingur
og framkvæmdastjóri Geðhjáipar
Þel -gærupokar í hjólastóla
Höfum hafiö framleiöslu á þessum
frábæru Þel-gærupokum í hjólastóla.
Þrjár stæröir: S M L
Sérsaumum ef óskaö er
Tryggingastofnun ríkisins hefur tekiö
þátt í kaupunum fyrir fatlaöa.
Saumastofan Þel
Strandgötu 11 • 600 Akureyri
Sími 462 6788 • 853 5829
28 IÐJUÞJÁLFINN 2/98