Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Side 29

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Side 29
Meistararnir sjö Nemarnir sjö, þær Gunnhildur Gísla- dóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Kristjana Fenger, Margrét Siguröar- dóttir,Valerie Harris ásamt undirrit- aöri, héldu út í meistaranám í iöju- þjálfun þrátt fyrir ýmsar uppákomur og skakkaföll og eru nú ekki aöeins meistarar í faginu heidur líka sann- kallaöir meistarar í óvissuþáttum sem hafa einkennt þetta nám frá upp- hafi til enda. Aðskilnaður „Nemanna sjö" I upphafi var áætlað að meistaranámið í iðju- þjálfun tæki tvö ár og myndi ljúka voriðl997 og til upprifjunar minni ég á að þetta nám var samstarfsverkefni Háskóla íslands og Florida International University. Markmiðið með sam- starfinu var það að íslenska iðjuþjálfastéttin hefði nógu marga menntaða einstaklinga á sín- um vegum til geta starfrækt iðjuþjálfanáms- braut. Náminu lauk vorið 1998. í marslok 1998 héldu sex úr hópnum í annað sinn til Miami, en undirrituð fór mánuði seinna. Ég hafði sérþarf- ir því fjölskyldan var með í ferðinni. Ég var heldur ekki háð tímaáætlun Gail Hills Maguire sem var á förum til Kanada á heimsráðstefnu iðjuþjálfa í lok maí. En hún vildi fylgja nem- endum sínum í höfn áður en hún færi. Nem- arnir hennar voru „The Oldies", eins og þær stöllur Ingibjörg, Valerie og Margrét voru alltaf kallaðar og mun viðurnefnið eflaust loða við þær ævilangt. Gail Hills Maguire hefur með einskærum dugnaði og óstöðvandi metnaði haldið utan um námið. Ég fann að sjálfsögðu fyrir aðskilnaðarkvíða yfir því að fylgja ekki hópnum á lokasprettin- um, þó að öll verkefni hafi verið einstaklings- verkefni og ekki hafi þurft að fylgja sameigin- legri kennslu síðustu misserin. Það að tilheyra hópi hefur mikla kosti þar sem hægt er að leita stuðnings og hvatningar og síðast en ekki síst að fá útrás meðal þjáningasystra. Aðstæður í Miami voru í þetta sinn á allan hátt betri fyrir hópinn. Sexmenningarnir ásamt fylgifiski Gunnhildar (sem var sannkallaður gullfiskur) bjuggu í tveimur flottum íbúðum og fjölskyldan mín leigði íbúð af fólki sem fór til tímabundinnar dvalar á Islandi. Húsnæðið hentaði okkur sérlega vel. Þarna voru vistarver- ur ekki bara útbúnar fyrir barnafjölskyldu, með leikherbergi og öllu tilheyrandi, heldur er hús- bóndinn tónlistarmaður í sama fagi og elsku Jón. Því hafði minn maður fullkomna vinnuað- stöðu, okkur öllum til yndisauka. Fyrir utan var tennisvöllur, sundlaug og vel búinn heilsu- ræktarsalur. Strákarnir notuðu sundlaugina vel, enda ekki hægt að vera úti á þessum tíma nema í loftkældum bíl eða undir vatni í laug eða sjó, sökum hitabylgju sem skall á. Alagið í þessari seinni ferð var líka annars eðlis. Nú voru aðstæður þekktar, þannig að hvorki fór tími né orka í að laga sig að um- hverfinu. Vinnuframlag var jafnmikið og stundum meira en í fyrri Miamiferðinni, en nú var einungis einblínt á rannsóknarverkefnið.í fyrri ferð okkar þurftum við að taka tvö nám- skeið með prófum, verkefnum og ritgerðum, ásamt undirbúningi að fyrstu þremur köflum rannsóknarverkefnisins. Þá vantaði ýmislegt í þekkingargrunn okkar, til að eiga möguleika á að ráða almennilega við þessa fyrstu kafla, því við höfðum ekki lokið nauðsynlegum nám- skeiðum. Fyrri og seinni Miamiferð Nemamir luku námskeiði í klínískri rökfærslu veturinn 1996-97. Þetta námskeið þótti mér afar skemmtilegt, þar sem við gátum notað þessa fræðilegu þekkingu í daglegu starfi sem iðju- þjálfar. Við fengum afskaplega góða svörun við verkefnum okkar. Margir infæddir Banda- ríkjamenn sem voru í MS námi á sama tíma, fóru beint í BS nám og höfðu því ekki jafn mikla klíníska reynslu. Þar af leiðandi „brill- eruðum" við í þessum áfanga, að sjálfsögðu. Svona til gamans þá stendur BS nám fyrir „Bull Shit" og MS námið fyrir „More Shit" hjá þeim sem finnst óþarft svona námsbrölt. Næsti áfangi og sá síðasti var sérstaklega hannaður fyrir okkur íslendingana, til að und- irbúa væntanlega kennara fyrir kennslu við iðjuþjálfunarbrautina á Akureyri. Þetta nám- skeið átti að undirstrika markmiðið með hönn- un námsins. Gail blessunin gætti þess að sjálf- ElIn Ebba ÁSMUNDSDÓTTIR IÐJUÞJÁLFINN 2/98 29

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.