Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Side 32

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Side 32
Jrá iöjuþjálfunarbraut Háskólans á Akureyri Verknám í iðjuþjálfun Þessari grein er ætlað að gefa lesendum hugmynd um tilhögun verknáms- kennslu í iðjuþjálfun og þroskaferli nemenda á mismunandi verknáms- tímabilum. Leitast er við að sam- ræma og flokka kröfur og væntingar til nemenda og veita ráðleggingar um leiðsögn. Lýsing og markmið Tilgangurinn greinarinnar er að: • veita nemendum og verknámsleiðbeinendum lýsingu á mis- munandi verknámstímabilum og þeim markmiðum sem fylgja hverju þeirra • auðvelda leiðbeinendum að skilja til hlítar þarfir nemenda á hverju tímabili og veita ráðgjöf um tilhögun leiðsagnar • auðvelda leiðbeinendum að meta hvað vinnustaður þeirra hefur upp á að bjóða og að skipuleggja aðstæður og vinnu- brögð í samræmi við þarfir nemenda á mismunandi tíma- bilum • leiðbeina um skipulag verknáms í iðjuþjálfunarnámi við há- skólann á Akureyri Nemendur á iðjuþjálfunarbraut Háskólans á Akureyri eru 1000 klukkustundir í almennu verknámi og skiptast þær sem hér segir: VNI0102 Verknám I VNI0203 Verknám II VNI0304 Verknám III VNI0404 Verknám IV vorönn 2.árs 160 stundir haustönn 3.árs 240 stundir haustönn 4.árs 280 stundir vorönn 4.árs 320 stundir Að auki er verknám samþætt við bóklega kennslu í nokkrum námskeiðum. I handbók vegna verknáms í iðjuþjálfun er að finna mun ítarlegri lýsingar á markmiðum hvers verknámstímabils, rétt- indum og skyldum nemenda, verknámsleiðbeinenda og kennara, auk annarra hagnýtra upplýsinga. Einnig ber að hafa til hliðsjónar kennsluskrá Háskólans á Akureyri, en þar eru upplýsingar um tilhögun náms í iðjuþjálfun. í námskeiðs- lýsingum kemur fram hvað kennt er á hverri önn og endur- spegla þær fræðilegan bakgrunn nemenda á hverju tímabili. 2 IÐJUÞJÁLFINN 2/98

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.