Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Síða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Síða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 23 Auk hjúkrunarfræðinga vinna gjarnan lyfja­, líf­ og matvælafræðingar sem sölufulltrúar lyfjafyrirtækja en Andrea og Ransý segja að yfirleitt séu þeir sem við þetta starfa fólk sem menntað er á heilbrigðissviði. Þeim kemur saman um að þekkingin, sem hjúkrunarfræðingar búa yfir, sé þýðingarmikil í starfinu. „Við þurfum að hafa þekkingu á lyfjum og sjúkdómafræði, tölfræði og aðferðafræði hjálpar við lestur vísindagreina og rannsókna. Að sjálfsögðu nýtast hlutir úr hjúkruninni vel, eins og samskipti við sjúklinga og aðstandendur.“ Andrea og Ransý leggja áherslu á hve gaman sé að vinna sjálfstætt og fá að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Hjá AstraZeneca hafa þær orðið að koma fram og kynna lyfin, geðlyfið og hjartalyfin sem þær hafa séð um, fyrir stórum hópi fólks og takast á við ýmis flókin verkefni sem þær telja vera mjög þroskandi. „Ég held að fólk þurfi að hafa klíníska reynslu sem fylgir starfsreynslu hjúkrunarfræðinga og myndi ekki mæla með að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar færu beint í þetta starf. Maður þarf að vera orðinn svolítið sjóaður,“ segir Ransý. Þörf fyrir Rebba og græna frakkann – Hvað getið þið sagt okkur um Rebba og græna frakkann og Gretti, tilgang verkefnanna, hvernig þau urðu til og hvernig þau hafa þróast? Ransý verður fyrst fyrir svörum. „Þetta byrjaði á því að Henný Hugadóttir, fyrrum samstarfskona mín og hjúkrunarfræðingur á BUGL, stakk upp á að ég kæmi til þeirra með kynningu. Ég skoðaði AstraZeneca­ vefinn þar sem ýmsan fróðleik er að finna og rakst á litla barnabók, Rebba og græna frakkann, sem hafði verið gefin út í Sviss. Mér fannst myndirnar lifandi og skemmtilegar og stautaði mig í gegnum bókina með gömlu skólaþýskunni minni. Ég prófaði einnig að lesa bókina fyrir krakkana mína og þau höfðu gaman af henni. Síðar sýndi ég Davíð Ingasyni, markaðsstjóra AstraZeneca, bókina og sagði að mig langaði til að gefa hana út. Niðurstaðan varð sú að ef ég gæti sýnt fram á að þörf væri fyrir þessa bók væri hann til í að leggja verkefninu lið,“ segir Ransý. Hún talaði að auki við Vilborgu Gunnarsdóttur, deildarstjóra á BUGL, Einar Kvaran hjá Geð hjálp, skóla hjúkrunarfræðinga og leikskóla kennara og allir voru sammála um að þörf væri á slíku efni fyrir börn sem ættu foreldra með geðræna sjúkdóma. Þórarinn Eldjárn þýddi bókina um Rebba. Hún er fyrir börn frá 5 ára til 11­12 ára og getur meðal annars nýst skólahjúkrunarfræðingum, leik skóla­ kennurum, kennurum og fagaðilum á geðsviði. Bókin er góð leið til að hefja umræður um geðsjúkdóma og reyndar líka aðra langvinna sjúkdóma að mati bæði Ransýjar og Andreu. Tekið á tilfinningum barnanna – Geta börn samsamað sig Rebba þar sem hann er dýr en ekki manneskja? „Já, börn hafa svo ríkt ímyndunarafl,“ segir Ransý. „Hugmyndin er að spjallað sé um efni bókarinnar við börnin. Af hverju vill Rebbi litli ekki koma heim heldur vera bara heima hjá vinum sínum? Hvernig líður honum þegar vinirnir vilja ekki koma heim til hans? Það getur verið erfitt fyrir börn að skilja að græni frakkinn, sem pabbi Rebba klæðist, er tákn fyrir sjúkdóminn. Um þetta þarf að tala og útskýra vel. Það góða við bókina er að í henni er tekið á tilfinningum sem börn kunna að finna fyrir en kunna ekki að koma orðum að, tilfinningum eins og ótta, hræðslu, skömm og ábyrgð ar tilfinningu. Bókin gefur líka von um bata og að hlut irnir geti orðið aftur eins og þeir voru áður en sjúk­ dómurinn gerði vart við sig.“ Andrea bætir við: „Það verður vitundarvakning hjá börnunum um að til sé mismunandi fólk, sjúkdómurinn geti verið tímabundinn og að það komi erfiðir og góðir tímar. Sama gildir um Gretti. Ef aðstandendur horfa á myndina verður það kannski til þess að þeir fari að huga að bættu mataræði, aukinni hreyfingu og verði meðvitaðri um mikilvægi heilbrigðs lífstíls sem eykur líkurnar á að breytingar verði varanlegar.“ Hjartasjúklingurinn Grettir – Hvað er Grettir? spyrjum við Andreu, og hvernig kom þessi stuttmyndargerð til? „Upphafið má rekja til þess að ég var, ásamt starfsfélaga mínum, Ólafi Ólafssyni, á hjartaþingi erlendis þar sem fram komu vísbendingar um að allt að 50% meiri líkur væru á að fólk fengi hjartaáfall ef makinn kæmi ekki með skjólstæðingnum í viðtal til læknis. Þessar sláandi tölur urðu til þess Ragnheiður Guðmundsdóttir (Ransý) útskrifaðist sem hjúkrunar­ fræðingur árið 1997 frá Háskóla Íslands. Hún sérhæfði sig í hjúkrun langveikra nýrnasjúklinga og hefur jafnframt unnið við hjúkrun gigtar­, hjarta­ og meltingarsjúklinga. Hún vann í tvö ár hjá AstraZeneca og sá þar um að kynna geðlyf en hætti í sumar. Nú er hún í útskriftar­ og öldrunarteymi Landspítalans og á meltingar­ og nýrnadeild LSH. Þær Andrea Ingimundardóttir kynntust í hjúkrunarnáminu og hafa verið vinkonur frá árinu 1993.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.