Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Síða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200936 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarin ár hér á landi og víðar um skaðleg áhrif stofnanavistar barna á líf þeirra og heilsu fram á fullorðinsaldur. Það sem var ekki vitað í gamla daga, þegar stofnanavistun barna var í algleymingi, en er vitað nú er sú staðreynd að ungbörn hljóta skaða til langframa á líkama og sál ef þau fara á mis við að tengjast fullorðnum sem í flestum tilfellum eru foreldrar þeirra. Algengt er að fólk miði uppeldi barna sinna við eigin reynslu í bernsku og er það vel ef sú reynsla var góð og ef tillit var tekið til þarfa og tilfinninga barnsins. Ef hins vegar ofbeldi, vanræksla og jafnvel misnotkun barna eða aðrir meiðandi atburðir hafa tíðkast Í uppeldinu og eru síðan endurteknir í sömu mynd hjá næstu kynslóð er voðinn vís fyrir sálarlíf barnsins. Því er mikilvægt fyrir fullorðna, sem taka þátt í uppeldi ungra barna, að skoða og hugleiða hvernig þeirra eigin reynsla var af sínum nánustu í bernsku. Þá getur fólk ákveðið hverju það vill miðla til barna sinna af eigin reynslu og hverju ekki. Til að geta skilið betur og komið til móts við þarfir, þroska og reynslu ómálga barna þurfa fagfólk og uppalendur oft að afla sér frekari vitneskju. Mikið af slíku efni hefur hingað til verið aðgengilegt almenningi á erlendum tungumálum en nýlega bætti bók Sæunnar Kjartansdóttur, sálgreinanda og hjúkrunarfræðings, úr skorti á efni fyrir íslenska lesendur og því ber að fagna. Fyrri hluti titils bókarinnar „Árin sem enginn man“ vekur forvitni því hann minnir á að margt býr í huldum heimi, ekki síst í eigin hugarheimi, sem er meðvitundinni ekki aðgengilegt. Seinni hlutinn „Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna“ gefur til kynna við hverja bókin á erindi, það er alla sem sinna umönnun og uppeldi barna. Bókin höfðar einnig til allra fullorðinna sem ekki muna eftir fyrstu árum ævinnar en hafa eigi að síður orðið fyrir áhrifum á þessum tíma sem hafa mótað þá fyrir lífstíð. Efnisyfirlitið veitir góða yfirsýn yfir kaflaskiptingu. Kaflanir eru auðlesnir þótt um fræðilegt efni og hugtök sé að ræða. Hugtakalisti auðveldar skilning á þeim hugtökum sem kunna að vera lesandanum framandi. Í hverjum kafla er að finna rammatexta og það auðveldar íhugun og upprifjun á textanum. Í formála bókarinnar kemur fram hvað höfundi bókarinnar gekk til með því að skrifa um þetta efni fyrir fagfólk sem og almenning. Hún telur að vitneskja um þroska og mótunaráhrif á fyrstu árunum sé of mikilvæg til að standa eingöngu afmörkuðum hópi fagfólks til boða. Þessi hópur hefur hvort eð er oft og tíðum haft aðgang að slíku efni á erlendu tungumáli. Það eru foreldrar og uppalendur sem hafa mest áhrif á þróun geðtengsla og þroska barnsins og þurfa því ekki síður á þessari vitneskju að halda. Bókin á ekki síður erindi við allt það fólk sem vill skilja betur eigin þroska og hvaða þættir höfðu áhrif á hann þegar það var að vaxa úr grasi. Sæunn byggir bókina á fræðiritum og kenningum ýmissa fræðigreina, svo sem barnasálfræði, barnageðlækningum, sál greiningu, taugasálfræði og tauga­ vísindum. Líklega er best þekkt kenningin um geðtengsl eftir breska geðlæknirinn John Bowlby. Listi yfir tilvitnanir hjálpar lesandanum að átta sig á heimildum og fræðimönnum sem höfundur byggir á. Nýlega hafa rannsóknir í taugavísindum dýpkað skilning á kenningunni um geðtengsl og sér í lagi aukið þekkingu á áhrifum reynslunnar og umönnunarinnar á heila­ og taugaþroska ungra barna. Til að miðla þessum nýja skilningi til lesenda styðst höfundur við bókina „Why love matters: how affection shapes a baby’s brain“ eftir breskan sálgreinanda, Sue Gerhardt (2004), sem telja má hliðstæða bók á enskri tungu. Fyrsti fræðilegi kaflinn fjallar um tilfinningar og er hann fróðlegur og gagnlegur í Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og sálgreinir, gaf nýlega út bók um þau mótunaráhrif sem við verðum fyrir í frumbernsku og hvernig þau geta ráðið viðbrögðum okkar alla ævi. Marga Thome, marga@hi.is Árin sem enginn man. Áhrif frum­ bernskunnar á börn og fullorðna. Höfundur: Sæunn Kjartansdóttir. Útgefandi: Mál og menning, Reykjavík, 2009. ISBN: 978­9979­3­3026­4. Bókin er 203 bls. BÓKARKYNNING ÁRIN SEM ENGINN MAN

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.