Tölvumál - 01.11.2011, Síða 25

Tölvumál - 01.11.2011, Síða 25
T Ö LV U M Á L | 2 5 Síðustu ár hafa margar tæknilegar nýjungar litið dagsins ljós sem gera tengingar við fyrirtækjaumhverfi einfaldari, þægilegri og ódýrari en ættu samt í flestum tilfellum að veita nægt öryggi. Má þar nefna TCP/ IPv6 netsamskiptastaðalinn, ný stýrikerfi með auknu innbyggðu öryggi, sýndarvæðing og mikla framþróun hugbúnaðar til stýringar á útstöðvum (e. Management software). Hámörkun útstöðva (e. Desktop Optimization, hér eftir DO) er samansafn af ýmsum vörum og tæknilausnum sem hefur verið í þróun síðustu ár og áratugi (eftir því hvaða framleiðenda eða tæknistaðals verið er að horfa til) sem hafa það að markmiði að aðskilja hin mismunandi lög útstöðva svo hægt sé að stýra þeim aðskilið frá hvoru öðru. Myndin hér að neðan sýnir hin fjögur lög sem eru uppistaðan í hverri útstöð og gildir þá einu hvort um er að ræða borðtölvu/fartölvu, spjaldtölvu eða annað tæki. Á ensku er þetta kallað „Technology Stack“. Lengi vel voru þessi lög svo þétt bundin saman að erfitt eða ómögulegt reyndist að stýra þeim aðskildum frá hverju öðru. Þetta þýddi að umhverfi notenda var bundið við þá tölvu (vélbúnað) sem stýrikerfi, hugbúnaður, stillingar og gögn voru sett upp á. Breyting á einu lagi þýddi þá breytingu á Flestir sem hafa verið á vinnumarkaði í einhvern tíma sjá fyrir sér vinnustað sem skrifstofu þar sem fólk sinnir tilteknum störfum í tiltekin tíma á dag með þeim tækjum sem þeim er séð fyrir af vinnuveitenda. Aftur á móti eru miklar líkur á að þeir sem eru 30 ára og eldri séu síðustu kynslóðirnar sem líta þeim augum á starf sitt og hvernig því skuli háttað. Þetta á fyrst og fremst við þá sem eru svokallaðir þekkingarstarfsmenn (e. knowledge workers). Þær kynslóðir sem nú eru í framhaldsskólum og munu skila sér inn á vinnumarkaðinn á næstu árum eru alin upp við aðgang að þeim hugbúnaði og gögnum sem þau þurfa, þegar þau þurfa. Á sama tíma er framboð á tækjum sem nota má til samskipta sífellt að aukast og lækka í verði. Það ásamt betri nettengingum sem leiðir til þess að sá tækjabúnaður og tengihraði sem fólk hefur aðgang að er í mörgum tilfellum betri heldur en fyrirtækin geta eða vilja útvega. Nýleg rannsókn sem gerð var af IDC sýnir að 40% af tækjum (e. Devices) sem notuð voru til aðgengis að hugbúnaði og gögnum fyrirtækja voru í einkaeigu, sem er aukning um 10% frá seinasta ári. Um er að ræða tæki eins og snjallsíma, fartölvur og spjaldtölvur. Ekki nóg með það heldur höfðu starfsmenn í mörgum tilfellum greitt fyrir þau sjálfir. Þessi þróun hefur verið kölluð neytendavæðing (e. Consumerization) og kemur til með að hafa mikil áhrif á rekstur og skipulag fyrirtækja í framtíðinni.. Hámörkun útstöðva (Desktop Optimization, DO) Væntingar um sveigjanleika er ein af sterkustu áhrifum neytendavæð- ingarinnar. Kröfur um aðgang hvar og hvenær sem er, ásamt kröfu um meira valfrelsi á tækjum er eitt af brýnni vandamálum sem stjórnendur tölvukerfa þurfa að leysa. Flestir starfsmenn í dag hafa fartölvur en það er dýrara og flóknara að stýra fartölvum en borðtölvum þegar kemur að öryggi gagna og hugbúnaðar. Þegar snjallsímum og spjaldtölvum er bætt við þá eykst flækjustigið. En hvaða úrræði hafa stjórnendur tölvumála hjá fyrirtækjum til að mæta þessum straum, þörf um meira öryggi, sveigjanleika, síaðgengi að vinnuumhverfi og sífellt meiri samruna einkalífs og starfs. Allt þetta með blöndu af tækjum sem eru ekki endilega öll í eigu eða undir stjórn fyrirtækisins? Þeim spurningum þarf að svara útfrá mörgum sjónarhornum, en hér verður látið nægja að ræða tæknilegar hliðar málsins. Neytendavæðing Jón Harry Óskarsson, Microsoft Services Kröfur um aðgang hvar og hvenær sem er, ásamt kröfu um meira valfrelsi á tækjum er eitt af brýnni vandamálum sem stjórnendur tölvukerfa þurfa að leysa.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.