Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 28
2 8 | T Ö LV U M Á L Forsaga Allt frá 1996 hefur Menntaskólinn í Reykjavík lagt áherslu á að nýta tölvu- og nettækni við kennslu og bjóða nemendum upp á nútímalegt tölvuumhverfi. Rúnar Sigfússon stýrði þessu starfi skólans og var kerfisstjóri þess um árabil, en hann féll frá fyrr á þessu ári og urðu þá óhjákvæmilega tímamót í rekstri tölvukerfisins. Skólayfirvöld stóðu frammi fyrir því að endurmeta rekstur tölvukerfisins, en það var heldur komið til ára sinna og þurfti á endurnýjun að halda. Um leið var kreppan farin að segja til sín, en gengisbreytingar höfðu leitt af sér verulega hækkun á hugbúnaðarleyfisgjöldum og á sama tíma og skorið var niður í fjárveitingum til skólans. Björn Patrick Swift, fyrrum nemandi MR, hafði í gegnum árin verið skólayfirvöldum innan handar hvað varðar forritun og innleiðingu ýmissa sérlausna og rektor skólans leitaði því til hans aftur á þessum tímamótum. Niðurstaðan varð sú að Björn tók að sér að stýra verkefni sem hafði það að markmiði að skipta yfir í frjálsan hugbúnað þar sem það átti við í skólanum. Hann fékk í lið með sér öfluga menn úr grasrót frjálsa hugbúnaðarsamfélagsins og saman leituðu þeir ráða hjá ríkinu, einkageiranum og öðrum skólum með reynslu af sambærilegum verkefnum. Unnin var einföld þarfagreining og strax um vorið fóru fyrstu Linux tölvurnar í gang. Hví Frjálsan Hugbúnað? Fyrsta spurning sem þurfti að svara í aðdraganda verkefnisins var hvaða kosti frjáls hugbúnaður hefði fyrir menntastofnun eins og MR og hvort hann ætti yfir höfuð við. Til að hægt sé að svara þessari spurningu, þarf að liggja fyrir hvað það er sem greinir frjálsan hugbúnað frá öðrum, en þetta er í raun ekki tæknileg skilgreining, heldur snýst „frelsið“ um notkunarskilmála hugbúnaðarins og óhefðbundna nálgun við höfundarrétt. Þessir eiginleikar eru gjarnan teknir saman í fjóra punkta: Bjarni R. Einarsson, sérfræðingur, Opnum Kerfum Frjálsan hugbúnað má oftast nálgast endurgjaldslaust og sjaldnast þarf að greiða leyfisgjöld fyrir afnot af honum. Frjáls hugbúnaður í Menntaskólanum í Reykjavík Síðastliðið vor fór af stað metnaðarfullt verkefni í einni elstu menntastofnun landsins, Menntaskólanum í Reykjavík (MR). Fyrrverandi nemendur skólans tóku höndum saman með skólayfirvöldum, einkageiranum og Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu, og nýttu sumarið í að uppfæra tölvukerfi skólans úr blönduðu Novell og Windows umhverfi í nýtt kerfi byggt alfarið á frjálsum hugbúnaði. 1. Hugbúnaðinn má nota í hvaða lögmæta tilgangi sem er. 2. Notendur mega skoða og breyta virkni hugbúnaðarins. 3. Notendur hafa óheft leyfi til að fjölfalda og dreifa hugbúnaðinum. 4. Notendur mega dreifa endurbættum útgáfum hugbúnaðarins. Hugbúnaður sem uppfyllir öll þessi skilyrði er talinn frjáls. Krónur og aurar Ein mikilvæg afleiðing þeirra skilmála sem auðkenna frjálsan hugbúnað, er að hugbúnaðinn má oftast nálgast endurgjaldslaust og sjaldnast þarf að greiða leyfisgjöld fyrir afnot af honum. Þessi þáttur skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Þegar verkefnið hófst var MR skuldbundinn til að greiða umtalsverð hugbúnaðarleyfisgjöld á ári hverju, til þess eins að halda óbreyttu kerfi gangandi. Megnið af þessum gjöldum runnu beint úr landi, en með frjálsum hugbúnaði vonast skólayfirvöld til að geta haldið þessu fé innan landssteinana og nýtt til uppbyggingar eða kennslu. Annar mikilvægur eiginleiki frjáls hugbúnaðar er að hann gerir yfirleitt hóflegar kröfur til vélbúnaðar og gamlar tölvur nýtast betur en ella. Frá sjónarmiði notenda virðast “Linux tölvur” hraðari, en frá sjónarmiði þeirra sem halda utan um buddustrenginn lengir frjáls hugbúnaður líftíma hverrar tölvu og frestar útgjöldum. Til samanburðar hefði þurft að kaupa yfir 100 nýjar tölvur ef MR hefði kosið að uppfæra í nýlega útgáfu af Windows eða Mac OS X. Það hefði einfaldlega verið ómögulegt við núverandi aðstæður. Það er þó ekki þar með sagt að innleiðing frjáls hugbúnaðar muni örugglega leiða til sparnaðar í rekstri skólans, því aðrir þættir geta vegið upp á móti og þá sérstaklega kostnaður sem stafar af rekstri og aðkeyptri þjónustu. Einungis tíminn getur leitt í ljós hver heildarniðurstaðan verður, en frjáls hugbúnaður var hagkvæmasta leiðin til að uppfæra tölvukerfi skólans á þessum tímapunkti.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.