Tölvumál - 01.10.2013, Síða 12

Tölvumál - 01.10.2013, Síða 12
12 Sérkennslutorg er starfssamfélag á neti fyrir kennara, þroskaþjálfa og aðra sem kenna nemendum með sérþarfir. Sérkennslutorg er hluti af MenntaMiðju sem sett var á stofn síðastliðið haust. Með vaxandi þörf á góðu aðgengi að kennsluefni, hugmyndum og þekkingu sem hentar í einstaklingsmiðuðu námi er áhugavert að byggja upp starfssamfélag þeirra sem kenna nemendum með sérþarfir. Sérkennslutorgið er meðal annars fjölbreyttur og sjónrænn vefur. Þar er að finna fróðleik og gagnlegt efni um aðferðir og gögn sem hægt er að nýta við kennslu. Torgið teygir anga sína einnig inn á samfélagsmiðla og hafa hópar á Facebook verið einkar gagnlegur vettvangur fyrir samstarf kennara. Það á meðal annars við í tengslum við þá miklu grósku sem tengist vinnu með spjaldtölvur í sérkennslu. opið og aðgengilegT efni á Vef SérkennSluTorgSinS Sérkennslutorgið hefur verið í uppbyggingu í um það bil eitt ár. Fyrirmynd sína sækir Sérkennslutorgið til Tungumálatorgs sem hefur verið starfandi frá árinu 2010. Tungumálatorgið er í senn brautryðjandi og fyrirmynd annarra torga sem nú spretta upp eitt af öðru undir hatti MenntaMiðjunnar. Sérkennslutorg hefur hingað til verið byggt upp fyrir tilstuðlan styrks frá Sprotasjóði. Torgið er unnið út frá Klettaskóla og er hluti af ráðgjafahlutverki skólans. Góð samvinna við MenntaMiðju og þau torg sem henni tilheyra eflir og styrkir uppbyggingu Sérkennslutorgsins. Á vef Sérkennslutorgsins www.serkennslutorg.is er að finna fjölbreytt efni tengt sérkennslu. Þar má finna myndir og myndbönd sem eru lýsandi og gefa mynd af kennsluaðstæðum og hentugu námsumhverfi. Jafnframt eru þar margvísleg vinnuform, til dæmis að einstaklings- námskrám, stundatöflum og fleiru. Allt er þetta efni sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust, breyta og aðlaga að sínum þörfum. Nokkru safni félagshæfnisagna er hægt að hlaða niður af vefnum. Sögurnar er einnig hægt að betrumbæta að vild, til dæmis með því að setja inn persónulegar myndir og nöfn sem henta nemendum. Efni vefsins hentar sérkennslu á öllum skólastigum. Nemendur þroskast misjafnlega og efni sem kennt er í grunnskóla getur vel átt við í framhaldsskóla eða leikskóla þegar kemur að einstaklingsmiðuðu námi. Vefurinn er í stöðugri uppbyggingu og reglulega bætist við nýtt efni tengt skipulagningu kennslu og námi nemenda með sérþarfir. Efni vefsins kemur víða að og áhugi og jákvætt viðhorf kennara í garð Sérkennslutorgs, gerir það að verkum að vefurinn er gæddur fjölbreyttu og gagnlegu efni. Öll miðlun á vefnum miðast að því veita innsýn í aðstæður, efni og aðferðir sem styðja við og móta nám nemenda með velferð þeirra og þroska að leiðarljósi. noTkun facebook í TengSlum Við kennSlu Hinir ýmsu samfélagsmiðlar hafa rutt sér til rúms undanfarin ár og sífellt fleiri bætast í hópinn. Vinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi er Facebook. Á þeim hartnær ellefu árum sem liðin eru frá stofnun Facebook hefur þróunin verið ör og frá því að vera vefur, einkum ætlaður til afþreyingar, er Facebook nú eitt helsta markaðstæki margra fyrirtækja sem selja vöru og þjónustu. Stöðug þróun og nýjar viðbætur hafa aukið notkunarmöguleika Facebook. Það er til dæmis ótvíræður kostur að hægt er að búa til hópa, opna, lokaða eða leynilega. Þegar þessi viðbót kom inn á Facebook má segja að möguleikar hafi vaknað fyrir ótal marga hópa og starfsgreinar að byggja upp samfélög um ákveðin málefni, tengdu starfi, námi eða áhugamálum. Tilkoma þessa möguleika gerir kennurum kleift að ná eyrum og augum nemenda óháð tíma og rúmi og hægt er að hvetja til umræðna á lokuðum svæðum sem markast af námsgreinum eða ákveðnu efni sem verið er að vinna með. Einnig skapast vettvangur fyrir kennara að sameinast, leita ráða og deila gagnlegum upplýsingum er varðar kennslu. Sérkennslutorg tengist áhugaverðum og gagnlegum hópum á Facebook sem vert er að fylgjast með. Þetta eru til dæmis Smáforrit í sérkennslu, þar sem finna má ábendingar um gagnleg smáforrit sem henta nemendum með sérþarfir. Þar hafa áhugasamir þátttakendur tækifæri til að hafa samskipti sín á milli um ýmis smáforrit sem gott er að nota í sérkennslu. Þeir sem áhuga hafa á spjaldtölvum ættu einnig að kynna sér hópinn Spjaldtölvur í námi og kennslu því þar er fjölmennur og virkur hópur áhugafólks um spjaldtölvunotkun í skólastarfi. Oft eru mjög gagnlegar upplýsingar settar þar inn sem stuðla að uppbyggingu þekkingar og markvissri notkun búnaðarins. Kennsla nemenda með sérþarfir er svo aftur annar hópur sem fjallar um fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast sérkennslu. SérkennSluTorg Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla og verkefnisstjóri Sérkennslutorgsins SamSTarf um miðlun þekkingar og Hugmynda Við kennSlu nemenda með Sérþarfir

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.