Tölvumál - 01.10.2013, Page 30

Tölvumál - 01.10.2013, Page 30
30 Árið 1925 skilgreindi frelsishetjan og hugsuðurinn Mahatma Gandhi „vísindi án mannúðar„ sem eina af sjö samfélagslegum syndum. Á þessum tíma höfðu orðið miklar og hraðar framfarir í tækni og vísindum, þótt fæstir hafi sennilega séð fyrir þá þróun sem varð næstu áratugi á eftir. Orð Gandhi hafa staðist tímans tönn – þau eru jafngild nú og þá − og verðug þess að vera höfð í heiðri þegar við ræðum tækni- og vísindaþróun nútímans. Í umræðum síðustu mánuða um dreifingu ofbeldisfulls kláms á netinu hefur það stef verið ríkjandi að tæknin sé sjálft lýðræðið og þess vegna megi ekki hreyfa við henni, jafnvel ekki efna til umræðu, umræðan sé hættuleg í sjálfri sér. Þetta vekur upp spurningar og kallar á nánari ígrundun, viðfangsefnið er svo sem sígilt: Þjónar tæknin manninum eða maðurinn tækninni? Á þessu eru einkum tvær hliðar, það er annars vegar sú pólitíska og hins vegar sú tæknilega. kynlíf og ofbeldi Pólitíska umræðan um klám snýst um hvort og þá með hvaða hætti sé rétt að bregðast við dreifingu kláms og áhrifum þess. Í því samhengi þarf að fjalla um áhrif kláms á börn og fullorðna, hvernig kynfræðslu og kynheilbrigðismálum eigi að vera háttað og hvort klám eigi að vera bannað og þá með hvaða hætti. Þetta var meðal viðfangsefna í ítarlegu samráði innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um samfélagsleg áhrif kláms sem stóð yfir sl. vetur. Þar var almenn samstaða um að betur þurfi að gera í menntamálum, kynfræðslu og almennri umræðu. Núverandi ástand sé ekki ásættanlegt, en eins og staðan er í dag sjá börn oft klám áður en nokkur hefur rætt við þau um kynlíf eða kynheilbrigði. Kannanir sýna að börn á Íslandi eru að meðaltali 11-12 ára þegar þau sjá fyrst klám og í mörgum tilfellum er það ekki svo að þau leiti sér kláms, heldur finnur klámiðnaðurinn þau. Og efnið hefur áhrif á velflest börn. Sum sýna einkenni sambærileg börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, slíkur er alvarleikinn. Þetta er einkum áhyggjuefni þar sem kynlíf og ofbeldi er tengt saman í því klámefni sem er í mestri dreifingu. Nánd og virðing eru víðs fjarri, ofbeldi og niðurlæging ráðandi og kynsjúkdómavarnir eru sjaldséðar. Ofbeldisklám mótar hugmyndir barna og ungmenna um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti kynjanna og hefur áhrif á upplifun þeirra af kynlífi. Aukinheldur gætir áhrifa ofbeldisfulls kláms í kynferðisofbeldi hér á landi, svo sem sérfræðingar Barnahúss hafa bent á og kemur fram í nýlegri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur og Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur á meðferð nauðgunarmála. bann eða ekki bann Innan hinnar pólitísku umræðu er jafnframt tekist á um hvort klám eigi að vera bannað eða ekki. Samkvæmt almennum hegningarlögum er hvers konar dreifing kláms bönnuð og nær það bann líka til dreifingar á internetinu. Síðastliðin ár hefur ekki reynt á þetta bann fyrir dómstólum, þrátt fyrir að klám sé sennilega í umtalsvert meiri dreifingu nú en nokkru sinni fyrr. Ein af þeim ástæðum sem hefur verið nefnd fyrir þessu er að í hegningarlögum skorti skilgreiningu á hugtakinu klám. Dómafordæmi gefi ekki nægilega leiðsögn, ekki síst þar sem almenn viðhorf hafi tekið breytingum. Jafnframt kann að vera að ekki ríki nægileg samfélagsleg sátt um hvað hugtakið klám feli í sér. Lagalega skilgreiningin þarf að vera skýr og hefur nú þegar verið lögð mikil vinna í smíði frumvarps á vettvangi innanríkisráðuneytisins til að skýra lagaákvæðið betur. Í því efni er mikilvægt að gera greinarmun á kynlífi og nekt annars vegar og á ofbeldi og niðurlægingu hins vegar. Nálgun löggjafar má ekki snúast um almennt siðgæði og að koma í veg fyrir að menn verði hneykslaðir, heldur um að sporna gegn ofbeldisfullu og skaðlegu efni, þar sem ofbeldi er sett fram í kynferðislegum tilgangi. Slíkt efni er sem olía á eld í heimi (þ.m.t. á Íslandi) þar sem kynferðisofbeldi er svo algengt að líkja mætti við almannavarnarástand. umræðan þarfnaST mannúðar Þjóðir Evrópu hafa í gegnum Evrópuráðið sammælst um að vinna af öllum mætti gegn framleiðslu og dreifingu barnakláms. Í slíku tilliti þarf heildstæðar aðgerðir en þær munu ekki bera árangur nema að ráðist sé líka gegn eftirspurninni. Bann gegn barnaklámi nær ekki eingöngu til efnis þar sem börn eru í beinni hættu, þ.e. að framleiðsla efnisins hafi falið í sér kynferðisofbeldi gegn börnum undir 18 ára. Það nær einnig til efnis þar sem ungmenni sem náð hafa 18 ára aldri eru látin líta út fyrir að vera börn og til teiknimynda eða annarra sýndarmynda sem sýna kynferðisofbeldi gegn börnum. Með þessu hefur náðst samstaða um að dreifing efnisins sé ógn við líf og heilsu barna almennt, ekki aðeins framleiðsla þess. Þá má spyrja: Hví ætti slíkt ekki að eiga líka við um efni sem sýnir kynferðisofbeldi gegn fullorðnum? Og í þessu samhengi er ekki hægt að líta framhjá því að kynferðisofbeldi er raunveruleg og viðvarandi ógn við líf og heilsu kvenna um allan heim. Aukinheldur gilda afskaplega takmarkaðar reglur um framleiðslu kláms og það er ómögulegt fyrir „neytendur„ að greina hvort slíkt efni hafi verið búið til með samþykki eða ekki. Heilsufarslegar afleiðingar eru jafnframt oft neikvæðar og starfsævi þeirra sem koma að klámefni afar stutt. Þessi umræða þarfnast mannúðar. En þar sem umræðunni um skaðsemi kláms og samfélagsleg áhrif þess sleppir, þá tekur við spurningin, hvað gerum við í því? Eins og áður segir verður að gera betur í fræðslu til barna og ungmenna um kynlíf og kynheilbrigði annars vegar og klám og kynferðisofbeldi hins vegar. Þegar hefur verið bætt úr í þessum efnum og á borðum mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis liggja tillögur um frekari aðgerðir. Hins vegar kann fræðsla að verða fremur máttlaus ef efnið sem reynt er að vara við hefur óheftan aðgang að börnum á sama tíma. Þess vegna þarf að ræða hvernig framfylgja eigi lögum sem banna dreifingu kláms og ennfremur, hvernig er hægt að koma í veg fyrir að ofbeldisfullt klám rati til barna í gegnum internetið? Valdamikill iðnaður Á alþjóðavettvangi hefur verið ræddur sá möguleiki að klámsíður séu allar hýstar á lénum sem enda á .xxx. Klámiðnaðurinn hefur almennt ekki tekið vel í þetta, enda vilja framleiðendur að efni þeirra sé aðgengilegt og viðtekið. Klámiðnaðurinn veltir ennfremur gífurlegum inTerneTið og ofbeldiSfullT klám Halla Gunnarsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður innanríkisráðherra

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.