Tölvumál - 01.10.2013, Síða 47

Tölvumál - 01.10.2013, Síða 47
47 stokka upp flæði samskiptanna og breyta innihaldi þeirra skjala sem fara á milli stofnana. Í EESSI eru rafræn skjöl skilgreind á XML-formi sem nefnast SED (Structured Electronic Documents). Þau munu taka við af E-vottorðunum sem nú eru send bréfleiðis á milli stofnana. SED- skjölin hafa verið hönnuð til að gera gagnasamskipti milli stofnana auðveldari, skilvirkari og óháð mismunandi tungumálum landa EES. Um 300 SED-skjöl taka við af um 200 E-vottorðum þegar EESSI verður alfarið komið í gagnið. Skilgreind hafa verið 85 flæði til að halda utan um ferli samskiptanna. Að auki hafa verið skilgreind PD-skjöl (e. Portable Documents) sem eru pappírsskjöl eða plastkort sem íbúarnir sjálfir geta fengið í hendurnar. Dæmi um slíkt PD-skjal er evrópska sjúkratryggingakortið sem SÍ gefur út. aðlögunarTími Aðlögunartími (e. Transitional Period) hefur verið skilgreindur í verkefninu þar sem ekki er gert ráð fyrir því að öll lönd og stofnanir þeirra sem að verkefninu koma verði tilbúin fyrir rafræn samskipti á sama tíma. Á aðlögunartímanum geta stofnanir átt í samskiptum með E-vottorð eða SED-skjöl á pappírsformi samhliða rafrænum samskiptum með SED- skjöl. Alögunartíminn á skv. upplýsingum frá ESB að enda í maí 2014. Þegar þetta er skrifað verður hann líklega framlengdur vegna tafa sem orðið hafa í miðlæga hluta verkefnisins hjá ESB sem nánar verður vikið að hér á eftir. STyrkir frá eSb og SamSTarf Við norðurlöndin EESSI verkefnið er viðamikið en með aðild Íslands að EES erum við skuldbundin til þátttöku. TR sótti um styrk til ESB fyrir verkefnastjórn á sameiginlegum hluta EESSI á Íslandi, innleiðingu á miðlægum tölvubúnaði og innleiðingu á sérhluta TR. Styrkumsóknin var samþykkt og fékkst styrkur árið 2011 til tveggja ára að upphæð 200.000 EUR eða um 32 milljónir króna. Þessi styrkur tengdist ekki aðildarviðræðum Íslands við ESB heldur gat stofnunin sótt um styrkinn vegna aðildar Íslands að EES. Árið 2012 fékk SÍ styrk fyrir um 100.000 EUR eða um 16 milljónir króna fyrir innleiðingu á sérhluta SÍ í EESSI verkefninu. Sama ár fékk TR einnig styrk fyrir um 76.000 EUR eða um 12 milljónir króna fyrir innleiðingu á Solution 7 og aðlögun á innri kerfum TR til samræmis. Vegna tafa í miðlæga hluta verkefnisins hjá ESB, og þar sem ekki er útlit fyrir að Solution 7 verði tilbúið á næstu misserum vegna tafanna, þá þurfa stofnanirnar hugsanlega að endurskoða verkefnin sem falla undir þessa tvo styrki í samvinnu við ESB. Styrkurinn sem TR fékk árið 2011 hefur m.a. gert okkur kleift að eiga í góðu samstarfi við önnur Norðurlönd í verkefninu. Fulltrúar frá almannatryggingastofnunum Norðurlandanna hafa hist 1-2 á ári til að finna samstarfsfleti á verkefninu, skiptast á upplýsingum og til að miðla reynslu sín á milli. TR stóð á þessu ári fyrir norrænum EESSI fundi dagana 28. og 29. maí s.l. í Reykjavík og sóttu 43 fulltrúar fundinn frá öllum Norðurlöndunum. Slíkt samstarf er mjög dýrmætt fyrir Ísland til að nýta reynslu og þekkingu hinna Norðurlandanna sem auðveldar innleiðingu og sparar tíma og fjármagn. áSkoranir í Verkefninu Vandamál hafa komið upp í miðlæga hluta verkefnisins hjá ESB. Vandamálin sem komu í ljós eru m.a. þau að miðlæga EESSI kerfið uppfyllir ekki skilgreindar þarfir, er óstöðugt og viðskiptalíkanið er ekki að virka sem skyldi. Þessi vandamál hafa tafið verkefnið en ESB vinnur að lagfæringum í samvinnu við aðildarlöndin sem að verkefninu koma. Tafir og óvissa í miðlæga hluta verkefnisins hafa reynst áskorun fyrir aðildarlöndin og mörg hver hafa varið miklum fjármunum til að tengjast EESSI kerfinu. ESB stefnir þó að því að breytingar og lagfæringarnar muni hafa eins lítil áhrif og hægt er á þá vinnu sem aðildarlöndin hafa þegar unnið við innleiðingu EESSI hjá sér. Þessar tafir í verkefninu eru vissulega óheppilegar en vonandi verður verkefnið fyrirhafnarinnar virði þegar það er komið í gagnið og íbúar EES byrja að njóta góðs af bættri og hraðari þjónustu. Yfirlitsmynd af högun EESSI Myndartexti: EESSI netið á Íslandi

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.