Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Qupperneq 10

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Qupperneq 10
8 Manntalið 1920 Manntalið fór fram 1. desember 1920. Bráðabirgðayfirlit um mann- fjöldann var birt í Hagtíðindum í mars 1921. Vmsar niðurstöður mann- talsins voru birtar í Hagtíðindum 1922 og 1923, en sjálft töfluheftið kom út 1926. B. Stærð og vöxtur mannfjöldans. Le nombre et l’accroissement de la population. 1. Viðstaddur mannfjöldi og heimilismannfjöldi. Population de fait et population de séjour habituel. Við manntalið 1. desember 1920 var viðstaddur mannfjöldi 94 799 manns. Kemur sú tala fram, þegar taldir eru allir þeir, sem viðstaddir voru á hverjum stað aðfaranólt manntalsdagsins, hvar sem þeir annars áttu heima. Af þessum mannfjölda voru 6 076 manns taldir staddir um stundarsakir á manntalsstaðnum, svo að aðeins 88 723 áttu heima eða voru til langdvalar á talningarstaðnum. Aftur á móti voru 5 697 manns taldir vera fjarverandi frá heimili sínu manntalsdaginn, og að þeim við- bættum verður heimilismannfjöldinn (þ. e. mannfjöldinn talinn á sínum venjulega dvalarstað) 94 690 manns. Heimilismannfjöldi er svipaður og heimilisfastur mannfjöldi, en þó ekki alveg sama, því að svo er fyrir mælt í leiðbeiningum manntalseyðublaðsins, að maður, sem dvelur lengur en hálft ár samfleytt á sama stað, skal ekki teljast þar staddur um stundarsakir, enda þótt hann eigi lögheimili annarsstaðar, og eigi skal hann heldur tilfærður sem fjarverandi, ef hann er til lengri dvalar en hálfs árs á öðrum stað, nema hann dvelji þar sjer til lækninga eða stundi atvinnu fyrir heimilið. Af öllum landsbúum voru þannig nál. 6>/3°/o fjarverandi frá heimili sínu eða sínum venjulega dvalarstað talningardaginn. Er það tiltölulega heldur meira en við næsta manntal á undan, er tilsvarandi hlutfall var tæpl. 5V20/0. Af þeim, sem staddir voru hjer við síðasta manntal, áttu 188 heima utanlands, en aftur á móti voru þá 147 manns, er hjer áttu heima, fjarverandi um stundarsakir í útlöndum. Mismunurinn á þessum tölum, 41, ætti í rauninni að vera mismunurinn milli viðstadda og heim- ilisfasta mannfjöldans, því að þeir, sem heima eiga innanlands og staddir eru utan heimilis síns, eiga að vera taldir á báðum stöðum, staddir á öðrum staðnum, en fjarverandi á hinum. Þetta hefur þó mjög oft brugðist, en við endurskoðun á manntalsskýrslunum í Hagstofunni var reynt að bæta úr þessu. Þegar menn voru taldir staddir eða fjarverandi, var að- gætt, hvort þeir fyndust þar sem þeir voru taldir eiga heima eða vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.