Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Qupperneq 14
12‘
Manntalíð 1920
sonar og Páls Vídalín árið 1703. Næsta alment manntal fór fram 1762
og síðan 1769, 1785, 1801 og 1835. Síðan var manntal tekið 5. hvert
ár fram til 1860, en þar eftir 10. hvert ár.
Mannfjöldinn við hvert manntal hefur verið talinn svo sem hjer segir.
1703 ............ 50 444 1. oldóber 1855 . .. 64 603
1762 ............ 44 845 1. oldóber 1860 . .. 66 987
15. ágúst 1769 .. 46201 1. október 1870 ... 69 763
1785 ............ 40 623 1. október 1880 ... 72 444
1. febrúar 1801 .. 47 240 1. nóvember 1890.. 70 927
2. febrúar 1835.. 56 035 1. nóvember 1901.. 78 470
2. nóvember 1840 57 094 1. desember 1910.. 85 183
2. nóvember 1845 58 558 1. desember 1920.. 94 690
1. febrúar 1850 . . 59 157
Á 18. öldinni fækkaði landsmönnum af landfarsóttum og óáran, en
á 19. öldinni var sífeld fjölgun milli manntala, nema á árunum 1880—90,
er landsmönnum fækkaði nokkuð vegna þess, hve Vesturheimsferðir voru
þá miklar. Síðan í byrjun 19. aldar hefur árleg fjölgun að meðaltali verið
svo sem hjer segir.
1801 1840 .... 0.48 % 1890 1 901 ...... 0.92 °/o
1840 1860 .... 0.81 1901 1910 0.91
1860 1880 .... 0.39 - 1910-1920 1.06 —
1880-1890 . . . : 0.21
Síðastliðinn áratug hefur vöxtur mannfjöldans verið meiri en nokkru
sinni áður, framundir l.io/o á ári að meðaltali.
Á öllu tímabilinu frá 1. des. 1910 til 1. des. 1920 hefur tala lifandi
fæddra barna verið alls 23 621, en dáið hafa á sama tíma 12 677 manns.
Mismunurinn þar á milli verður 10 944 og ætti mannfjöldinn að hafa
hækkað um þá tölu, ef ekki hefðu verið neinir mannflutningar úr land-
inu eða inn í það. Heimilismannfjöldinn var talinn 85 060 við manntalið
1910 og hefði hann samkvæmt því átt að vera 96 004, ef mannflutningar
hefðu engir verið. En nú reyndist hann 94 690 eða 1314 manns lægri.
Sýnir það, að svo margir hafa flust úr landi á tímabilinu 1910—20 um-
fram þá, sem til landsins hafa flust, eða um 130 manns á ári hverju að
meðaltnli. Mun það að mestu leyti stafa af útflutningi manna til Vestur-
heims, en útflutningur til annara landa mun að miklu leyti hafa unnist
upp aftur við innflutning. Á undanförnum áratugum hafa útflutningar miklu
meira háð fólksfjölguninni. Hefur útflutningur manna umfram innflutning
numið því sem hjer segir milli manntalanna.
1870—1880 3274 manns 1901 1910 1812 manns
1880 1890 6302 1910 1920 1314 —
1890 -1901 2732