Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 17

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 17
Manutaliö 1920 15 I töflu VII og VII (bls. 22 og 23) er nánari sundurliðun á íbúa- tölunni í bæjum og sveitum við manntalið 1920. 1910 voru kaupstaðirnir ekki nema 4 fyrir utan Reykjavík, en 1920 voru þeir 6, því að Vestmanna- eyjar og Siglufjörður fengu kaupstaðarrjettindi árið 1919. Við manntalið 1910 voru þeir því taldir með verslunarstöðum og að nokkru leyti með sveitum (það sem var utan sjálfs kauptúnsins). Auk þessara tveggja voru 15 verslunarstaðir með yfir 300 íbúa 1910, en 1920 voru þeir orðnir 21, svo að 6 verslunarstaðir hafa komist app fyrir 300 á áratugnum. Þessir verslunarstaðir eru Hnífsdalur, Blönduós, Borgarnes, Olafsfjörður, Suður- eyri í Súgandafirði og Fiateyri í Önundarfirði. 4. Þiettbýli. Densité de la population. ísland er talið alls 102 819 ferkílómetrar að stærð. Ef þjettbýlið er miðað við alla stærð landsins, koma ekki nema 92 menn á hverja 10,0 ferkílómetra við manntalið 1920. Island er því langstrjálbýlasta landið í Norðurálfunni. Noregur gengur næstur því í þessu efni, en þar koma þó 7 manns á hvern km2 eða um áttfalt á við það sem er á íslandi. I 3. yfirliti (bls. 16*) er sýnd stærð hverrar sýslu og greint í sundur bygt land, afrjettir og óbygðir. Er þar algerlega farið eftir út- reikningi Halldórs Quðmundssonar skólakennara, er birtist í Skýrslum um landshagi á Islandi, I. bindi (bls. 97—109), með þeirri breytingu einni, að fermílum hefur verið breytt í ferkílómetra. Flatarmæling þsssi var gerð árið 1856 á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar og mun vera sú ábyggilegasta, sem enn er fyrir hendi.1) En auðvitað er hún ekki fylli- lega ábyggileg, þar sem nákvæmari uppdrættir hafa síðar verið gerðir af nokkrum hluta landsins, og einkum er hætt við, að skiftingin milli bygða og óbygða sje ónákvæm. Bygt land hefur verið íalið öll heimalönd og búfjárhagar og þar með einnig smáfjöll, smásandar og aðrir graslausir smáblettir innan um bygðina. Til afrjetta hafa verið talin fjöll og heiðar, er liggja upp frá bygðinni og mikill hluti af hraununum. En til óbygða hafa verið taldir allir jöklar, Ódáðahraun, sandar og öræfi á fjöllum og stórir sandar við sjóinn. Til að gera sýslumót í óbygðunum hefur einkum verið farið eftir upptökum ánna og verða þannig mestar óbygðir í Skaftafellssýslum. Þar sem bygðin samkvæmt þessu nær aðeins yfir rúml. tvo fimtu hluta landsins, þá virðist rjettara að miða þjettbýlið einungis við það land, sem bygt er, enda hefur svo verið gert við undanfarin manr.tö), Koma þá 2.2 menn á hvern ferkílómetra 1920. í 3. yfirliti er sýnt, 1) Sbr. Lýsing íslands eftir Þorv. Thoroddsen, I. bindi bls. 5.

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.