Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Side 19

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Side 19
Mannlalið 1920 17* Þegar kaupstaðirnir þannig eru dregnir frá, verður þjettbýlið mest í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 3.4 menn á ferkílóm., þar næst í Isafjarðar- sýslu, 3.3, og Snæfellsnessýslu, 3.0. En minst er það í Norður-Múlasýslu, 0.5 manns á ferkílóm., og þar næst í Þingeyjarsýslu, 0.8. C. Kynferði, aldur og hjúskaparstjett. Sexe, áge et étal civil. 1. Kynferði. Sexe Við manntalið 1920 voru af landsbúum 46 172 karlar og 48 518 konur. Af hverju þúsundi manna voru því 488 karlar en 512 konur. Kemur hjer fram hið sama sem í flestum öðrum löndum Norðurálfunnar, að konur eru fleiri en karlar. Mismunurinn milli tölu karla og kvenna er þó tiltölulega minni heldur en við næsta manntal á undan og hefur hann farið síminkandi síðan 1880. Af hverjum 1000 manns við undanfarin manntöl voru karlar: 1880 ............ 471 1910 ............ 483 1890 ............ 475 1920 ............ 488 1901 ............ 479 Að jafnaði fæðast fleiri sveinar en meyjar, en þrátt fyrir það verða konurnar í meiri hluta, og stafar það af því, að manndauði er meiri meðal karla en kvenna. Einkum eru slysfarirnar miklu meiri meðal karla en kvenna. Samkvæmt skýrslunum um manndauða hafa dáið hjer af slys- förum þrjá undanfarna áratugi: Karlar Konur Samtals 1891 — 1901 (11 ár) 848 60 908 1902—1910 ( 9 ár) 627 50 677 1911 — 1920 (10 ár) 805 86 891 Samtals 2280 196 2476 Á þeim 30 árum, sem hjer um ræðir, hafa 11 — 12 sinnum fleiri karlar en konur dáið af slysförum. Hlutfallið milli karla og kvenna var þannig í sveitum og bæjum við mannfalið 1920: Karlar Konur Karlar af 1000 Reykjavík 8 181 9 498 463 Aðrir kaupstaðir 5 361 6 016 471 Verslunarstaðir (með yfir 300 íbúa) 5 474 5 915 481 Bæir alls 19016 21 429 470 Sveitir 27 156 27 089 501 Alt landið 46 172 48 518 488

x

Hagskýrslur um manntöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.