Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 27

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 27
Manntalið 1920 25 eru aðeins 41 °/o giftar, en 47°/o að meðaltali á öllu landinu. Skilið fólk er tiltölulega fleira í Reykjavík og kaupstöðuuum heldur en í sveitum. Á 8. yfirliti (bls. 24*) sjest, hvaða breytingar hafa orðið á skiftingu þjóðarinnar eftir hjúskaparstjett síðan í byrjun 19. aldar. Frá 1801 — 1880 fór hlutfallstala giftra sífelt lækkandi, en síðan hefur hún aftur farið hækkandi. Þó hefur hlutfallstala giftra karla lítið breyst síðan í byrjun þessarar aldar. Skifting þjóðarinnar eftir hjúskaparstjett árið 1920 var mjög svipuð því sem hún var 1860. D. Fæðingarstaður. Lieu de naissance. í töflu XIV (bls. 58—61) er sýnd skifting landsbúa í hverjum kaup- stað og hverri sýslu eftir fæðingarstað, sundurliðað eftir kaupstöðum og sýslum og eftir löndum að því er þá snertir, sem fæddir eru utanlands. Samdráttur úr þessari töfiu er í 9. yfirliti (bls. 27*), þar sem skiftingin er einnig sýnd með hlutfallstölum. Af þeim 94 690 manns, sem taldir voru til heimilis á íslandi 1. des. 1920, töldust 93 764 fæddir innanlands, 710 fæddir utanlands, en 216 tilgreindu engan fæðingarstað. Flestir af þessum síðasttöldu munu þó fæddir innanlands. Af þeim 710 manns, sem fæddir voru utanlands, voru 414 karlar, en 296 konur. Skiftust þeir þannig eftir fæðingarstað: Karlar Konur Alls Karlar Konur fllls Danmörk . . 204 148 352 Færeyjar .... 15 15 30 Noregur . 97 58 155 SvíþjóÖ 17 3 20 Kanada .. 21 29 50 Bandaríkin . . 10 5 15 Þýskaland 24 17 41 Onnur Iönd .. 9 5 14 Bretland . 17 16 33 Samtals 414 296 710 Hjerumbil helmingurinn af öllum- þeim, sem fæddir voru erlendis, voru fæddir í Danmörku, en rúml. tys í Noregi, en alls voru framundir 4/5 fæddir á Norðurlöndum (Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum). Tæpl. Vio er fæddur í Ameríku (Kanada og Bandaríkjunum) og munu flestir þeirra vera Islendingar. Svo mun og vera um nokkra þeirra, sem fæddir eru í öðrum löndum, einkum í Danmörku. 577 af þeim, sem fæddir voru erlendis, dvöldu í kaupstöðunum. Eru það rúml. 4/s af allri tölunni (3/5 í Reykjavík einni, x\s í hinum kaupstöðunum). Við manntalið 1910 var tala þeirra, sem fæddir voru erlendis, að frádregnum þeim, sem

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.