Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Síða 34

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Síða 34
32 Manntalið 1920 F. Trúarbrögð. Confessions. Við manntalið 1920 tjáðust 463 menn (eða 4.9 af hverju þúsundi landsbúa) ekki vera lútherskir. Er það töluvert fleira en við næsta mann- tal á undan, því að þá var talan aðeins 288 eða 3.4 af þúsundi. Af þessum 463 töldust 259 til annara trúarflokka, en 204 kváðust vera utan allra trúarflokka. Þeir sem ljetu trúarbragðadálkinn óútfyltan, hafa verið taldir lútherskir. Af þeim, sem töldust utan allra trúarflokka var meiri hlutinn karlar (122 karlar, en 82 konur), en af þeim, sem töidust til annara trúarflokka, var meiri hlutinn konur (167, en 92 karlar). Hvernig þeir skiftust eftir trúarflokkum sýnir eftirfarandi yfirlit. 1920 Karlar Konur Samtals 1910 Aðventistar 59 108 167 47 Baptistar )) 1 1 )) Unítarar 2 3 5 25 Kristnir bræður 9 7 16 Hvltasunnusöfnuður 1 1 2 42 Enska kirkjan )) 1 1 Aðrir frúarflokkar mótmælenda )) » » Rómversk-kaþólskir 21 46 67 49 Mormónar )) )) )) 2 Ufan trúarflokka 122 82 204 123 Samtals 214 249 463 288 Við manntalið 1910 voru taldir með útlendingar, sem staddir voru um stundarsakir hjer á landi þegar manntalið fór fram. Ef þeir hefðu ekki verið teknir með eins og 1920, þá mundu sjálfsagt tölurnar fyrir 1910 hafa orðið enn lægri. Vfirlit yfir skiftingu þjóðarinnar eftir trúar- brögðum er í töflu XVII (bls. 65). 94 227 manns eða 99'l2°lo af Iands- búum töldust til lúthersku kirkjunnar. Þar af töldust 86 984 í þjóðkirkj- unni, en 7 243 eða 7.7°/o í fríkirkjusöfnuðum. Voru þeir 3, einn í Reykja- vík og grend, annar í Hafnarfirði og Garðahreppi og hinn þriðji á Reyðarfirði og Völlum í Suður-Múlasýslu. Trúarbragðaskifting sú, sem manntalið sýnir, er auðvitað einungis formleg, en gefur enga fullnægjandi vitneskju um trúarskoðanir manna, því að við manntalið voru menn aðeins spurðir um, til hvaða kirkju- eða trúarfjelags þeir teldust, en ekki hverjar trúarskoðanir þeirra væru.

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.