Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Síða 41

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Síða 41
Manntalið 1920 39 Langmest hefur fjölgunin verið í síðustu deildinni, en hún stafar eingöngu af því, að við manntalið 1920 hafa námsmenn verið taldir margfalt fleiri heldur en 1910. Stafar sú hækkun sjálfsagt að miklu ieyti frá því, að 1910 hafa námsmenn oftar verið taldir framfærðir af öðrum atvinnugreinum. Olíkamleg atvinna er miklu algengari í bæjum en í sveitum. í Reykjavík teljast til hennar 8 °/o af íbúunum, í öðrum bæjum 3—4°/o en í sveitum aðeins 2°/o. Landbúnaður er mesti atvinnuvegur landsmanna. 1920 taldist til hans 40 600 manns eða tæpl. 43°/o af landsbúum en árið 1910 töldust til landbúnaðar 43 400 manns eða 51°/o af landsbúum þá. Landbúnaðar- fólki hefur því ekki aðeins fækkað tiltölulega á árunum 1910—20 í samanburði við manníjöldann í heild sinni, heldur jafnvel beinlínis, um 2800 manns eða um rúml. 6°/o. Þó er aðgætandi, að kaupafólk er talið margfalt færra 1920 heldur en 1910. Þetta fólk starfar aðeins að land- búnaðarstörfum á sumrin, en að öðrum störfum á veturna, og þar sem manntalið fer fram að vetrinum, er eðlilegt að vetrarstörfin komi fremur fram á manntalsskýrslunum heldur en sumarstörfin, einkum er atvinnu- möguleikar að vetrinum fara vaxandi. Virðist svo sem kaupafólk hafi miklu meira tilfært önnur störf á manntalsskýrslunum 1920 heldur en 1910. Framur.dir 3/4 allra þeirra, sem eiga heima í sveitum (72°/o), telj- ast til landbúnaðar, en í bæjunum aðeins rúml. 1600 manns. Af land- búnaðarmannfjöldanum 1920 töldust 15 378 framfærendur, en 25 236 framfærðir. Fiskveiðar o. fl. Þar til töldust rúml. 17 900 manns eða tæpl. 19 °/o af landsmönnum. En árið 1910 var talan tæpl. 15 900 cða 18V2°/o af landsmönnum þá. Hefur mannfjöldinn í þessum atvinnuvegi þannig auk- ist um 13 °/o á þessum 10 árum. Mannfjöldinn skiftist þannig 1920. 1920 1910 Fram- Fram- færendur færðir Samtals BotnvörpuveiÖar 673 1 226 1 899 | Fiskveiðar á þilskipum og mótorbátum 2 812 4 922 7 734 14 230 Fiskveiðar á opnum bátum 2 174 3 515 5 689 J Fiskverkun 1 388 1 209 2 597 1 618 Aðrar veiðar 15 13 28 42 Samtals 7 062 10 885 17 947 15 890 Nálega helmingur íbúanna í verslunarstöðunum (47 °/o) lifir á þess- um atvinnuvegi, rúml. þriðjungur í kaupstöðunum, Vö í Reykjavík og Vio í sveitum. Eins og áður er getið eru takmörkin milli landbúnaðar og sjáfar- útvegs nokkuð á reiki, þar sem fjöldi manna stundar hvorttveggja. í

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.