Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 51

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 51
Manntalið 1920 49 Eftirlauna- og eigna- og sfyrkþegaflokkarnir fara mjög hækkandi með aldrinum, þegar undan eru skilin börn innan 16 ára, sem líka eru tiltölulega mörg í þessum flokkum. Heimilishjúin eru næstum 2/3 af öll- um kvenframfærendum innan 16 ára, en þau fara tiltölulega fækkandi með aldrinum, alt niður í 1/6 af þeim kvenframfærendum, sem komnir eru yfir sjötugt. í aðalatvinnuflokkunum fara bæði karlar og konur til- tölulega fjölgandi með aldrinum að vissu hámarki, en úr því aftur fækk- andi, en hámarkið er mismunandi fyrir hvern atvinnuflokk og sfundum fyrir karla og konur í sama atvinnuflokki. Þó er sú undantekning frá þessu, að til landbúnaðar teljast tiltölulega fleiri af karlframfærendum innan tvítugs heldur en í næstu aldursflokkum þar fyrir ofan. Mismunurinn á hlutfallstölunum frá 16 ára til sextugs er líka óvíða mjög mikill að því erkarl- mennina snertir. En ef litið er á atvinnurekendur annarsvegar og hins- vegar aðstoðar- og verkafólk, þá kemur fram sá munur, að atvinnurek- endum fjölgar með aldrinum, fram að fimtugs- eða sextugsaldri, en að- stoðar- og verkafólk er tiltölulega flest milli tvítugs og þrítugs eða jafn- vel yngra, en fer tiltölulega fækkandi með aldrinum. Sýnir það, að margir, sem vinna á unga aldri hjá öðrum, verða síðar sjálfstæðir at- vinnurekendur, er þeir eldast. Greinilegast kemur þetta fram í landbún- aðinum, svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir. Af 100 karlframfærendum í hverjum aldursflokki voru starfandi í landbúnaði: Atvinnu- Aöstoöar- og rekendur verkafólk Samtals innan 16 ára )) 48.0 48.0 16—20 ára 0.1 49.9 50.o 21—29 — 9.8 31.2 41.0 30—44 — 30.6 12.7 43.3 45—59 — 38.1 10.8 48.9 60-69 — 32.0 18.4 50.4 70 ára og eldri ... 24.5 13.7 38 2 Á ölium aldri 21.5 23.8 45.3 Eftir hjúskaparstjett skiftust framfærendur þannig við manntalið 1920 Hlutfallstölur Karlar Konur Karlar Konur Ógiflir................. 13 975 10 001 47.9 % 75.9 °/o Giftir.................. 13 552 756 46.9— 5.7 — Áður giftir ............ 1 660 2 423 5.7 — 18.4 — Samtals 29 187 13 180 lOO.o »/o lOO.o »/o Þar sem framundir helmingur allra karla, sem stunduðu atvinnu- störf, eru giftir, þá eru aðeins 6°/o af konum, sem stunda atvinnu, giftar, en langflestar ógiftar eða áður giftar.

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.