Bændablaðið - 27.08.2015, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015
Fréttir
Um 30 þúsund svín eru í landinu auk smágrísa:
Engir alvarlegir sjúkdómar komu upp í fyrra
Á landinu eru starfandi 12 svína-
framleiðendur sem reka 21 svína-
bú/starfsstöð víðs vegar um landið.
Færst hefur í aukana að einstak-
lingar kaupi sér eitt eða nokkur
svín til eldis, þá helst yfir sumar-
tímann. Alls eru tæp 30.000 svín á
landinu auk smágrísa.
Samkvæmt starfsskýrslu MAST
fyrir árið 2014 komu engir alvar-
legir sjúkdómar upp á árinu.
Sjúkdómastaða á svínabúum var
nokkuð góð á árinu líkt og undan-
farin ár. Meðal þeirra sjúkdóma sem
koma reglulega upp eru skita hjá
smágrísum og fráfærugrísum, auk
brjósthimnubólgu, lungnabólgu,
liðabólgu og fleira.
Nákvæm heilbrigðisskoðun
Í sláturhúsum fer fram sjúkdóma-
eftirlit. Svínin eru skoðuð af héraðs-
eða eftirlitsdýralækni fyrir og eftir
aflífun, þ.e. líffæri og skrokkar eru
heilbrigðisskoðaðir. Við heilbrigð-
isskoðun í sláturhúsum ber mest á
kregðu, langvinnri brjósthimnubólgu
og langvinnri gollurhússbólgu.
Í skýrslu MAST 2014 kemur fram
að á árinu hafi verið tekin sýni til
skimunar á svínainflúensu H1N1,
svínainflúensu H3N3, PRRS-veiki
og Aujeszky‘s. Mótefni gegn svína-
inflúensu H1N1 og H3N2 greindust
á flestum svínabúum landsins en
engin svín á búunum sýndu einkenni
sjúkdómsins. Mótefni gegn svínain-
flúensu H1N1 og H3N2 hafa áður
greinst hér á landi.
Á árinu var tvisvar sinnum flutt
inn djúpfryst svínasæði frá Noregi,
alls 361 skammtur. Sæðið er úr
tegundunum Duroc, Yorkshire og
Landrace og er notað til kynbóta á
flestum svínabúum landsins. Sæðið
er flutt inn til notkunar beint á svína-
búunum og gekk allur innflutningur
vel. Engar grunsemdir vöknuðu á
árinu um að smitsjúkdómar hefðu
borist með innfluttu sæði til landsins.
Auknar kröfur um dýravelferð
Í lok árs kom út ný reglugerð um
velferð svína (nr. 1276/2014).
Reglugerðin gefur svínabændum
svigrúm til 10 ára til að framfylgja
kröfum reglugerðarinnar ef aðstæður
eru þannig að kostnaðarsamt sé að
uppfylla þær. Breytingar úr básahaldi
yfir í lausagöngu falla þar undir, en
þó með þeim fyrirvara að básarnir
þrengi ekki um of að gyltunum. Þessi
frestur er háður því að svínabændur
skili inn tímasettri úrbótaáætlun og
kostnaðarmati til Matvælastofnunar.
/HKr.
Nautgripastofn landsmanna tók
nokkurn kipp á Íslandi á síðasta
ári samkvæmt tölum MAST. Þá
töldust nautgripir vera samtals
74.444 samanborið við 68.766
gripi á árinu 2013. Nemur fjölg-
unin samkvæmt því 5.678 grip-
um milli ára, eða um 8%.
Nautgripastofninn á Íslandi
hefur verið nokkuð svipaður að
stærð í yfir 30 ár samkvæmt tölum,
en heldur fækkaði í stofninum frá
2010 til 2013. Það gerðist þrátt
fyrir umræðu um aukna eftirspurn
eftir nautakjöti og mjólk á mark-
aðnum. Nautgripum fækkaði úr
73.781 árið 2010 í 72.773 árið 2011
og voru komnir í 68.766 gripi árið
2013. Mikil eftirspurn eftir mjólk-
urafurðum og nautakjöti virðist nú
vera að skila sér í töluverðri fjölgun
í stofninum á nýjan leik og aukinni
bjartsýni kúabænda. Ljóst er þó
að töluverðan tíma getur tekið að
mæta aukinni eftirspurn á mark-
aði. Sem dæmi tekur um 18 til 24
mánuði að ala naut upp í slátur-
stærð og það tekur kvígur kannski
á þriðja ár að verða fullmjólkandi
kýr.
Blikur eru þó á lofti varðandi
hvata til frekari fjölgunar í mjólk-
urkúastofninum þar sem nokkurt
jafnvægi eftirspurnar og framboðs
virðist vera að nást.
Flestir gripir og mjólkurkýr eru
í Suðurumdæmi
Sem fyrr er Suðurumdæmi öflug-
ast í nautgriparæktinni með 29.334
gripi í heildina. Þar eru líka flestar
mjólkurkýr eða rétt rúmlega 10 þús-
und. Næst kemur Norðausturland
með 16.842 gripi og þar af 6.443
mjólkurkýr. Norðvesturumdæmi er
með 11.254 gripi og 3.804 mjólk-
urkýr, en Vesturkjördæmi er með
11.236 gripi og 4.082 mjólkur-
kýr. Holdakýr eru einnig flestar í
Suðurumdæmi eða 711. Þar á eftir
kemur Norðvesturumdæmi með
410 kýr, en mun færri eru í öðrum
umdæmum.
Nautgripastofninn nær enn ekki
sömu stærð og 1991
Árið 1981 töldust nautgripir alls
vera 60.611 talsins, en síðastliðið
haust töldust þeir vera 74.444 eða
tæplega 23% fleiri en árið 1981.
Á þessu 33 ára tímabili hafa orðið
sveiflur í stofnstærðinni, en naut-
gripirnir hafa þó aldrei orðið fleiri
en árið 1991 þegar stofninn fór
í 77.681 dýr. Í þessum tölum frá
MAST er ekki greint á milli mjólk-
urkúa og nautgripa sem sérstaklega
eru aldir til kjötframleiðslu. Í bak-
grunnstölum Hagstofu Íslands, sem
byggjast á skýrslum bænda, hafa
mjólkurkýr að jafnaði verið um eða
yfir þriðjungur stofnsins, en holda-
gripir um 20 þúsund.
Færri fá gripagreiðslur
Með setningu reglugerðar um
gripagreiðslur á árinu 2006 komu
stjórnvöld til móts við framleið-
endur nautakjöts sem fram að því
höfðu ekki notið framleiðslustyrkja.
Matvælastofnun var síðan falið að
ákveða hvaða eigendur nautgripa
uppfylltu skilyrði um rétt til gripa-
greiðslna skv. fyrirmælum reglu-
gerðarinnar. Á árinu 2014 fengu
753 framleiðendur nautakjöts
gripagreiðslur en þeir voru 769 árið
2013. Voru greiddar út 644 milljónir
króna vegna þessa í fyrra en 627
milljónir árið áður. /HKr.
Nautgripastofninn á Íslandi telur 74.444 gripi:
Fjölgaði um 5.678 gripi milli ára
− stofninn hefur samt ekki enn náð sömu stærð og árið 1991
Mynd / HKr.