Bændablaðið - 27.08.2015, Side 12

Bændablaðið - 27.08.2015, Side 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Talsverð umræða hefur verið um að ofnotkun sýklalyfja bæði á sjúkrahúsum og í landbúnaði sé stærsta heilbrigðisógn sem nú steðji að Vesturlandabúum. Í skýrslu MAST fyrir síðasta ár kemur fram að lyfjanotkun í mat- vælaframleiðslu á Íslandi er ekki vandamál. Ísland og Noregur eru þau lönd sem þykja standa sig best hvað litla notkun sýklalyfja varðar í landbún- aði. Hér hafa sýklalyf t.d. ekki verið notuð sem vaxtahvetjandi efni eins og þekkt er víða um lönd. Hefur þetta verið staðfest í fjölmörgum úttektum á vegum Eurostat á undan- förnum árum. Læknar hérlendis og víðar hafa í mörg ár varað við vandanum sem hefur verið að valda sívaxandi vand- ræðum við meðhöndlun sýkinga á sjúkrahúsum. Stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar um margvís- legar afleiðingar ofnotkunar sýkla- lyfja og má þar t.d. nefna áhugaverða mynd um ofvirkni sem sem sýnd var í Sjónvarpinu í síðustu viku. Unnið samkvæmt „Aðskotaefnaáætlun“ Hér á landi hefur verið í gangi svokölluð „Aðskotaefnaáætlun“ sem byggir á reglugerð (IS) númer 30/2012 og er ætlað að upplýsa um þessi mál. Er sýnatökum dreift á héruð og sláturhús eftir framleiðslu- magni og sláturtölum. Héraðsdýralæknar og eftirlits- dýralæknar sjá um nær allar sýna- tökur, en fiskeftirlitsmenn hafa tekið hluta af sýnum úr fiskeldi. Sýni af vöðva, fitu, lifur, nýrum eða þvagi frá dýrum eru tekin í öllum slátur- húsum við slátrun. Mjólkursýni eru tekin á kúabúum, en þar eru einnig tekin þvagsýni til að skima fyrir ólöglegum lyfjum úr bæði mjólk- urkúm og ungneytum. Eggjasýni eru tekin á eggjabúum og eggjapökk- unarstöðvum eftir því sem við á. Sýni úr fiskeldi eru flest tekin við slátrun og vinnslu. Þá voru einnig tekin á síðasta ári sýni af nýrum hreindýra. Ekkert ámælisvert Skimað var fyrir vaxtarhvetjandi og óleyfilegum lyfjum, minnst 30 tegundum af sýklalyfjum, hnísla- og sníklalyfjum og öðrum lyfjum, en einnig aðskotaefnum eins og þrávirkum lífrænum efnum, PCB- efnum, þungmálmum og sveppa- eitri. Skimað var fyrir sumum eða öllum efnunum í hverju sýni. Sýnin voru greind hjá faggiltum rannsóknastofum bæði hérlendis og erlendis. Tvö sýni mældust yfir við- miðunarmörkum og samkvæmt verklagi var málið skoðað nánar, en ekki var ástæða til að bregðast frekar við þar sem um líffræðilegan breytileika var að ræða í báðum til- vikum. Umrædd sýni voru í lýsi og í þörungamjöli. /HKr. Fréttir Lyfjanotkun við matvælaframleiðslu er ekki vandamál á Íslandi: Sýnataka staðfestir mjög góða stöðu hér á landi Á hverju sumri koma saman sóknarbörn - - Mynd / Birna Viðarsdóttir á Hvoli í Mýrdal Tiltekt við Skeiðflatarkirkju Hin árlega Kjötsúpuhátíð verður haldin á Hvolsvelli helgina 28. til 29. ágúst. Hátíðin byrjar á föstudagskvöldinu með skemmtilegu súpurölti um skreyttar götur Hvolsvallar en þá taka íbúar sig saman um að skreyta göturnar sínar, bjóða upp á súpu og búa til skemmtilega stemningu. Á laugardeginum 29. ágúst verður Kjötsúpuhátíðin, glæsileg skemmt- un á miðbæjartúninu og súpa í boði fyrir alla. Allar nánari upplýsingar má finna á www.hvolsvollur.is. /MHH Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli helgina 28.–29. ágúst Mynd / MHH Árborg: Selfossbæirnir fallegasta gatan Framkvæmda- og veitustjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur valið götuna við Selfossbæina á Selfossi fallegustu götuna árið 2015. Viðurkenning þess efnis var afhent íbúum í tengslum við Sumar á Selfossi um síðustu helgi. Við götuna búa fimmtán íbúar, elsti íbúinn, Gunnar Gunnarsson, er 86 ára og yngsti íbúinn, Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir, er 18 ára. /MHH Skráning MAST á stofnstærð sauð- fjár skiptir miklu máli varðandi skrá um rétthafa greiðslumarks og stuðningsgreiðslu ríkisins við sauðfjárbændur. Sama gildir um skráningu á fjölda nautgripa og ýmsar aðrar stærðir í landbúnaði. Á árinu 2014 voru beingreiðslur samtals 7.804 milljónir króna, þar af 5.439 m.kr. (5.298) vegna mjólk- urframleiðslu og 2.365 m.kr. vegna sauðfjárframleiðslu. Jukust bein- greiðslur í mjólkurframleiðslunni í krónum talið um 141 milljón milli ára en drógust saman í sauðfjárræktinni um 39 milljónir króna samkvæmt skýrslu MAST. Á árinu 2014 var fjöldi lögbýla með skráð greiðslumark sauðfjár samtals 1.769, en voru 1.808 á árinu 2013. Lögbýli skráð með greiðslu- mark mjólkur voru 664 á árinu og hafði þá fækkað úr 672 eða um 8 frá árinu áður. Enginn framleiðandi lagði hins vegar inn greiðslumark til geymslu sem þýðir væntanlega að einhverjir hafa verið að bæta við sig. Handhafar beingreiðslna á árinu vegna mjólkurframleiðslu 2014 voru 649 á móti 659 á árinu 2013. Í sauð- fjárframleiðslu voru handhafar bein- greiðslna 1751 á móti 1738 árið 2013. Samtals voru staðfestar 69 breytingar handhafa beingreiðslna, í fyrra en þær voru 86 árið áður. Þar af 17 vegna mjólkurframleiðslu, en þær voru 22 árið 2013. Vegna sauðfjárframleiðslu voru staðfestar 52 breytingar á síðasta ári en 64 árið áður. /HKr. Lögbýlum með greiðslumark fækkar Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2015 í umsjá Austur- landsdeildar SFÍ verður haldin í Einholti á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu helgina 29. til 30. ágúst. Þar munu margir af bestu Border Collie-smalahundum landsins etja kappi í braut. Keppt verður í eftir- töldum greinum: • A-flokki, opinn flokkur • B-flokki, fyrir hunda sem hafa náð 3ja ára aldri en ekki náð 50 stig- um á Landskeppni • Unghundaflokki, fyrir hunda yngri en 3 ára. Dómari verður Ross Gamesy frá Wales. Keppnin hefst á keppni ung- hunda á laugardaginn kl. 10.00. Allir velkomnir. Smalahundafélags Íslands: Landskeppni 29.–30. ágúst Kvenfélagið Sigurvon í Þykkvabæ stendur fyrir sýningu í skólahúsinu í Þykkvabæ undir heitinu „Líf og atvinnuþátttaka kvenna í 100 ár“. Sýningin var opnuð laugar- daginn 23. ágúst. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og séra Guðbjörg Arnardóttir fylgdu verkefninu úr hlaði í kirkjunni okkar í Þykkvabæ. Sýningin er sett upp í tilefni af 100 ár kosningaafmæli kvenna, en hún er mynda- og munasýning. Leitast er við að sýna konur í Djúpárhreppi hinum forna við hin ýmsu daglegu störf. Um það bil 200 manns sóttu okkur heim um helgina og var góður rómur gerður af framtakinu af hálfu gesta. Sýningin verður opin 30. ágúst nk. kl.14–17 og einnig um Safnahelgina í nóvember. Verkefnið hlaut styrk frá verkefna- sjóði v/100 ára afmælis kosninga- réttar kvenna, Uppbyggingarsjóði Suðurlands-SASS og Rangárþingi ytra. Kvenfélagið Sigurvon í Þykkvabæ: „Líf og atvinnuþátttaka kvenna í 100 ár“

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.