Bændablaðið - 27.08.2015, Page 22

Bændablaðið - 27.08.2015, Page 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 „Stefnan er að halda þessu áfram og reyna að standa í lappirnar,“ segja þau Bergdís Hrönn Kristinsdóttir og Tómas Jóhannesson loðdýrabændur, en þau hafa rekið félagið sitt, Rándýr ehf., um árabil. Loðdýrabú þeirra er á Greni- víkurhólum, skammt sunnan við Grenivík í Grýtubakkahreppi. Það á sér langa samfellda sögu sem nær allt aftur til ársins 1971 þegar fyrstu loðdýrin voru flutt til Íslands. Rándýr er annað tveggja loðdýrabúa við Eyjafjörð, hitt er handan fjarðar, Dýrholt, sem stend- ur skammt frá Dalvík. Bergdís og Tómas, Tommi og Dísa eins og þau eru iðulega köll- uð, eru alls með rúmlega 1.800 minkalæður á búi sínu. „Þetta er rétt svona meðalbú,“ segir Tommi og kveðst munu halda því áfram í þeirri stærð á komandi árum. Þrír 100 metra langir skálar eru á búinu auk tengibyggingar. Samfelld saga frá árinu 1970 Forsaga Rándýrs nær allt aftur til ársins 1970, en 21. desember árið 1970 komu 1.717 minkar frá Noregi til Grávöru, hlutafélags sem stofn- að hafði verið í Grýtubakkahreppi, og 65 aðilar, einstaklingar og félög áttu hlut í. Félagið var rekið um árabil, en þó fór á endanum fyrir því líkt og mörgum öðrum loðdýra- búum að reksturinn varð of þungur og endaði með gjaldþroti. Tómas réði sig til starfa hjá félaginu á fyrsta starfsári þess og hefur starfað innan loðdýra- ræktarinnar alla tíð upp frá því, eða í rúma fjóra ára- tugi. Kona hans, Bergdís, hóf störf hjá Grávöru fáum árum síðar, eða árið 1974. Þau þekkja því vel til í greininni. Þau tóku rekstur búsins á leigu árið 1991, eftir þrot Grávöru og keyptu hann fimm árum síðar, árið 1995 og stofnuðu félagið Rándýr ásamt Frímanni Kristjánssyni sem rak búið með þeim til 2009. Hafa þau því rekið búið í nær aldarfjórðung. Til marks um þrjósku bænda Um skeið bjuggu þau bæði með mink og ref, en einn skálanna þriggja á búinu var reistur sérstak- lega undir refi, á árunum 1979 til 80 og komu fyrstu refirnir á búið árið 1980. „Við vorum með þetta hvort tveggja fram til ársins 2003, þá gáfumst við endanlega upp á refn- um, það var afskaplega lítið upp úr honum að hafa, eða eiginlega ekki neitt. Þetta var nokkuð stórt refa- bú á sínum tíma, með þeim stærri í landinu, um 250 læður. Það fór svo að reksturinn borgaði sig engan veginn, svipað verð fékkst fyrir refa- og minkaskinn, en refurinn étur á við þrjá minka. Það var bara glórulaust að reyna að halda þessu áfram, en það var nú haft á orði að það væri til marks um þrjósku bænda hversu lengi þeir héldu þetta út. Við vorum með þeim síð- ustu til að hætta, bróðir minn hér í sveitinni hélt sínum rekstri út ári lengur en við og síðasta búinu sem var á Jökuldal var lokað ári síðar,“ segir Tómas. Bergdís og Tómas reka loðdýrabúið Rándýr við Grenivík: Stefnan er að halda áfram og standa í lappirnar Tómas Jóhannesson, Bergdís Hrönn Kristinsdóttir og sonur þeirra, Sveinn Hlynur, sem starfað hefur með foreldrum sínum á loðdýrabúi þeirra, Rándýri við Grenivík, í sumar. Myndir / MÞÞ Rúmlega 1.800 minkalæður eru nú á búinu, sem er nokkurn veginn meðalstærð loðdýrabúa hér á landi um þessar mundir. „Ekki gott að hafa öll eggin í sömu körfunni,“ segir Tómas, en alls eru minkar af 8 litaafbrigðum á búinu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.